Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2025 22:02 Tyrese Haliburton liggur hér sárþjáður í gólfinu og skerir sér strax grein fyrir að hann sé alvarlega meiddur. Getty/Justin Ford Tyrese Haliburton hlaut hörmuleg örlög í oddaleiknum um NBA meistaratitilinn í körfubolta þegar hann sleit hásin í fyrsta leikhlutanum. Haliburton var algjör lykilmaður í liði Indiana Pacers og hann hafði líka byrjað leikinn frábærlega. Þá gaf hásinin sig í hægri fæti og það fór ekkert á milli að eitthvað alvarlegt hefði gerst þegar kappinn lá bölvandi og grátandi í gólfinu. Margir hafa gagnrýnt þá ákvörðun að Haliburton hafi hreinlega spilað þennan leik. Hann hafði tognað á kálfa fyrr í einvíginu og hefði að öllu eðlilegu átti að hvíla alveg í nokkrar vikur. Haliburton missti hins vegar ekki úr leik og tók með því mikla áhættu með þessum hörmulegum afleiðingum. „Ég myndi gera þetta aftur og aftur og aftur eftir það. Ég mun alltaf berjast fyrir þessa borg og fyrir bræður mína,“ skrifaði Haliburton í tilfinningaþrunginni færslu á samfélasmiðlum. „Að hafa möguleika á því að gera eitthvað sérstakt,“ skrifaði Haliburton. Hann tognaði á kálfa í leik fimm og var tæpur fyrir leik sex. Þar spilaði hann aftur á móti mjög vel og var klár fyrir oddaleikinn. Það voru síðan aðeins liðnar sjö mínútur af úrslitaleiknum, og hann kominn með þrjá þrista, þegar það versta í stöðunni gerðist. Hásinin gaf sig. Haliburton var studdur af velli og faldi andlit sitt undir handklæðum. „Ég get eiginlega ekki líst því hversu mikil áfall þetta var. Það eru ekki til orðin til að lýsa sársaukanum sem fylgir þessum vonbrigðum. Gremjan er ómælanleg. Ég unnið alla ævi til að upplifa þessa stund og svo endar þetta þannig. Þetta er alveg út í hött,“ skrifaði Haliburton. Haliburton hefur þegar farið í aðgerðina og lofar því að koma sterkari til baka. Það er þó væntanlega ár í það og nánast öruggt að hann missi af öllu 2025-26 tímabilinu. View this post on Instagram A post shared by Tyrese Haliburton (@tyresehaliburton) NBA Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Haliburton var algjör lykilmaður í liði Indiana Pacers og hann hafði líka byrjað leikinn frábærlega. Þá gaf hásinin sig í hægri fæti og það fór ekkert á milli að eitthvað alvarlegt hefði gerst þegar kappinn lá bölvandi og grátandi í gólfinu. Margir hafa gagnrýnt þá ákvörðun að Haliburton hafi hreinlega spilað þennan leik. Hann hafði tognað á kálfa fyrr í einvíginu og hefði að öllu eðlilegu átti að hvíla alveg í nokkrar vikur. Haliburton missti hins vegar ekki úr leik og tók með því mikla áhættu með þessum hörmulegum afleiðingum. „Ég myndi gera þetta aftur og aftur og aftur eftir það. Ég mun alltaf berjast fyrir þessa borg og fyrir bræður mína,“ skrifaði Haliburton í tilfinningaþrunginni færslu á samfélasmiðlum. „Að hafa möguleika á því að gera eitthvað sérstakt,“ skrifaði Haliburton. Hann tognaði á kálfa í leik fimm og var tæpur fyrir leik sex. Þar spilaði hann aftur á móti mjög vel og var klár fyrir oddaleikinn. Það voru síðan aðeins liðnar sjö mínútur af úrslitaleiknum, og hann kominn með þrjá þrista, þegar það versta í stöðunni gerðist. Hásinin gaf sig. Haliburton var studdur af velli og faldi andlit sitt undir handklæðum. „Ég get eiginlega ekki líst því hversu mikil áfall þetta var. Það eru ekki til orðin til að lýsa sársaukanum sem fylgir þessum vonbrigðum. Gremjan er ómælanleg. Ég unnið alla ævi til að upplifa þessa stund og svo endar þetta þannig. Þetta er alveg út í hött,“ skrifaði Haliburton. Haliburton hefur þegar farið í aðgerðina og lofar því að koma sterkari til baka. Það er þó væntanlega ár í það og nánast öruggt að hann missi af öllu 2025-26 tímabilinu. View this post on Instagram A post shared by Tyrese Haliburton (@tyresehaliburton)
NBA Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira