Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Aron Guðmundsson skrifar 24. júní 2025 09:30 Það sauð upp úr á Kópavogsvelli í gærkvöld. Myndir:Hulda Margrét Það gekk á ýmsu undir lok leiks Breiðabliks og Fram í 12.umferð Bestu deildar karla í gær. Slagsmál brutust út milli leikmanna og tvö rauð spjöld fóru á loft. Farið var yfir atburðarásina í Stúkunni á Sýn Sport í gær. Breiðablik tryggði sér 1-1 jafntefli á móti Fram í gær með marki úr vítaspyrnu á lokamínútum leiksins. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr vítinu en fékk svo rauða spjaldið fyrir slagsmál strax eftir markið. Byrjað var á því að ræða aðdraganda vítaspyrnudómsins þar sem að erfitt var að sjá hvort að Israel Garcia Moreno, leikmaður Fram, hafi tekið Ágúst Orra Þorsteinsson, leikmann Breiðabliks niður í vítateignum. Klippa: Lætin í Kópavogi: „Tryllist strax“ „Við getum alls ekki sagt af eða á en á þessum myndum virkar eins og það sé engin snerting. Ég held að þetta sé ekki víti,“ sagði Baldur Sigurðsson um atvikið. Höskuldu Gunnlaugsson tók vítaspyrnuna fyrir Breiðablik og skoraði af miklu öryggi, jafnaði þar með metin en í kjölfarið fór allt í hund og kött. Höskuldur ætlaði að ná í boltann í netið eftir vítið, keyrði fyrst í bakið á Kennie Knak Chopart, fyrirliða Fram, og snéri síðan niður Viktor Freyr Sigurðsson, markvörð Fram, og lagðist ofan á hann. Höskuldur lenti síðan saman við Kyle McLagan sem kom markverði sínum til varnar. Arnar Þór Stefánsson, dómari leiksins sýndi bæði Höskuldi og Kyle rauða spjaldið. Kyle var mjög ósáttur með rauða spjaldið en sérfræðingar Stúkunnar telja það réttmætt. „Já, allavegana hundrað prósent Höskuldur,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Höskuldur bara tryllist bara strax frá byrjun. Tekur einhverja glímu á Viktor, það er reyndar óþolandi þegar að markmenn gera þetta ég skil hann en hann getur náttúrulega ekki gert þetta. Svo fer Kyle í þetta og þeir enda þarna í einhverju klastri. Ég tel Magnús Inga hafa sloppið vel. Hann tók Valgeir og fleygði honum niður. Mér fannst bara svo skrýtið hvað Höskuldur varð heitur strax. Nú er hann kominn í bann, kannski tveggja leikja bann.“ Hulda Margrét, ljósmyndari Vísis, var á Kópavogsvelli í gær og var vel staðsett þegar að slagsmálin brutust út, myndir hennar má sjá hér fyrir neðan. Blikar vildu boltann og það strax til þess að freista þess að ná inn sigurmarki fyrir leikslok. Viktor ætlaði sér að halda í boltann og tefja leik, var þá tekinn niður.Vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks er hér búinn að snúa Viktor markvörð Fram niður en sá ætlaði sér að halda í boltann eftir að Höskuldur hafði sett hann í netið með vítaspyrnuVísir/Hulda Margrét Höskuldur alls ekki sáttur með tilþrif Viktors markmanns sem heldur um höfuð sér eftir að aðrir leikmenn mættu á svæðiðVísir/Hulda Margrét Viktor liggur eftir á meðan að leikmönnum lendir saman Vísir/Hulda Margrét Höskuldi og Kyle McLagan, varnarmanni Fram lenti síðan saman.Vísir/Hulda Margrét Atburðarásin var hröð, það hitnaði fljótt í kolunumVísir/Hulda Margrét Arnar Þór Stefánsson, dómari leiksins þurfti að hafa sig allan við til þess að ná ró á mannskapinn, aðstoðardómari hans er þarna mættur á svæðiðVísir/Hulda Margrét Stúkan Besta deild karla Breiðablik Fram Íslenski boltinn Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira
Breiðablik tryggði sér 1-1 jafntefli á móti Fram í gær með marki úr vítaspyrnu á lokamínútum leiksins. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr vítinu en fékk svo rauða spjaldið fyrir slagsmál strax eftir markið. Byrjað var á því að ræða aðdraganda vítaspyrnudómsins þar sem að erfitt var að sjá hvort að Israel Garcia Moreno, leikmaður Fram, hafi tekið Ágúst Orra Þorsteinsson, leikmann Breiðabliks niður í vítateignum. Klippa: Lætin í Kópavogi: „Tryllist strax“ „Við getum alls ekki sagt af eða á en á þessum myndum virkar eins og það sé engin snerting. Ég held að þetta sé ekki víti,“ sagði Baldur Sigurðsson um atvikið. Höskuldu Gunnlaugsson tók vítaspyrnuna fyrir Breiðablik og skoraði af miklu öryggi, jafnaði þar með metin en í kjölfarið fór allt í hund og kött. Höskuldur ætlaði að ná í boltann í netið eftir vítið, keyrði fyrst í bakið á Kennie Knak Chopart, fyrirliða Fram, og snéri síðan niður Viktor Freyr Sigurðsson, markvörð Fram, og lagðist ofan á hann. Höskuldur lenti síðan saman við Kyle McLagan sem kom markverði sínum til varnar. Arnar Þór Stefánsson, dómari leiksins sýndi bæði Höskuldi og Kyle rauða spjaldið. Kyle var mjög ósáttur með rauða spjaldið en sérfræðingar Stúkunnar telja það réttmætt. „Já, allavegana hundrað prósent Höskuldur,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Höskuldur bara tryllist bara strax frá byrjun. Tekur einhverja glímu á Viktor, það er reyndar óþolandi þegar að markmenn gera þetta ég skil hann en hann getur náttúrulega ekki gert þetta. Svo fer Kyle í þetta og þeir enda þarna í einhverju klastri. Ég tel Magnús Inga hafa sloppið vel. Hann tók Valgeir og fleygði honum niður. Mér fannst bara svo skrýtið hvað Höskuldur varð heitur strax. Nú er hann kominn í bann, kannski tveggja leikja bann.“ Hulda Margrét, ljósmyndari Vísis, var á Kópavogsvelli í gær og var vel staðsett þegar að slagsmálin brutust út, myndir hennar má sjá hér fyrir neðan. Blikar vildu boltann og það strax til þess að freista þess að ná inn sigurmarki fyrir leikslok. Viktor ætlaði sér að halda í boltann og tefja leik, var þá tekinn niður.Vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks er hér búinn að snúa Viktor markvörð Fram niður en sá ætlaði sér að halda í boltann eftir að Höskuldur hafði sett hann í netið með vítaspyrnuVísir/Hulda Margrét Höskuldur alls ekki sáttur með tilþrif Viktors markmanns sem heldur um höfuð sér eftir að aðrir leikmenn mættu á svæðiðVísir/Hulda Margrét Viktor liggur eftir á meðan að leikmönnum lendir saman Vísir/Hulda Margrét Höskuldi og Kyle McLagan, varnarmanni Fram lenti síðan saman.Vísir/Hulda Margrét Atburðarásin var hröð, það hitnaði fljótt í kolunumVísir/Hulda Margrét Arnar Þór Stefánsson, dómari leiksins þurfti að hafa sig allan við til þess að ná ró á mannskapinn, aðstoðardómari hans er þarna mættur á svæðiðVísir/Hulda Margrét
Stúkan Besta deild karla Breiðablik Fram Íslenski boltinn Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira