Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Aron Guðmundsson skrifar 24. júní 2025 09:30 Það sauð upp úr á Kópavogsvelli í gærkvöld. Myndir:Hulda Margrét Það gekk á ýmsu undir lok leiks Breiðabliks og Fram í 12.umferð Bestu deildar karla í gær. Slagsmál brutust út milli leikmanna og tvö rauð spjöld fóru á loft. Farið var yfir atburðarásina í Stúkunni á Sýn Sport í gær. Breiðablik tryggði sér 1-1 jafntefli á móti Fram í gær með marki úr vítaspyrnu á lokamínútum leiksins. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr vítinu en fékk svo rauða spjaldið fyrir slagsmál strax eftir markið. Byrjað var á því að ræða aðdraganda vítaspyrnudómsins þar sem að erfitt var að sjá hvort að Israel Garcia Moreno, leikmaður Fram, hafi tekið Ágúst Orra Þorsteinsson, leikmann Breiðabliks niður í vítateignum. Klippa: Lætin í Kópavogi: „Tryllist strax“ „Við getum alls ekki sagt af eða á en á þessum myndum virkar eins og það sé engin snerting. Ég held að þetta sé ekki víti,“ sagði Baldur Sigurðsson um atvikið. Höskuldu Gunnlaugsson tók vítaspyrnuna fyrir Breiðablik og skoraði af miklu öryggi, jafnaði þar með metin en í kjölfarið fór allt í hund og kött. Höskuldur ætlaði að ná í boltann í netið eftir vítið, keyrði fyrst í bakið á Kennie Knak Chopart, fyrirliða Fram, og snéri síðan niður Viktor Freyr Sigurðsson, markvörð Fram, og lagðist ofan á hann. Höskuldur lenti síðan saman við Kyle McLagan sem kom markverði sínum til varnar. Arnar Þór Stefánsson, dómari leiksins sýndi bæði Höskuldi og Kyle rauða spjaldið. Kyle var mjög ósáttur með rauða spjaldið en sérfræðingar Stúkunnar telja það réttmætt. „Já, allavegana hundrað prósent Höskuldur,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Höskuldur bara tryllist bara strax frá byrjun. Tekur einhverja glímu á Viktor, það er reyndar óþolandi þegar að markmenn gera þetta ég skil hann en hann getur náttúrulega ekki gert þetta. Svo fer Kyle í þetta og þeir enda þarna í einhverju klastri. Ég tel Magnús Inga hafa sloppið vel. Hann tók Valgeir og fleygði honum niður. Mér fannst bara svo skrýtið hvað Höskuldur varð heitur strax. Nú er hann kominn í bann, kannski tveggja leikja bann.“ Hulda Margrét, ljósmyndari Vísis, var á Kópavogsvelli í gær og var vel staðsett þegar að slagsmálin brutust út, myndir hennar má sjá hér fyrir neðan. Blikar vildu boltann og það strax til þess að freista þess að ná inn sigurmarki fyrir leikslok. Viktor ætlaði sér að halda í boltann og tefja leik, var þá tekinn niður.Vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks er hér búinn að snúa Viktor markvörð Fram niður en sá ætlaði sér að halda í boltann eftir að Höskuldur hafði sett hann í netið með vítaspyrnuVísir/Hulda Margrét Höskuldur alls ekki sáttur með tilþrif Viktors markmanns sem heldur um höfuð sér eftir að aðrir leikmenn mættu á svæðiðVísir/Hulda Margrét Viktor liggur eftir á meðan að leikmönnum lendir saman Vísir/Hulda Margrét Höskuldi og Kyle McLagan, varnarmanni Fram lenti síðan saman.Vísir/Hulda Margrét Atburðarásin var hröð, það hitnaði fljótt í kolunumVísir/Hulda Margrét Arnar Þór Stefánsson, dómari leiksins þurfti að hafa sig allan við til þess að ná ró á mannskapinn, aðstoðardómari hans er þarna mættur á svæðiðVísir/Hulda Margrét Stúkan Besta deild karla Breiðablik Fram Íslenski boltinn Mest lesið Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Fleiri fréttir Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Sjá meira
Breiðablik tryggði sér 1-1 jafntefli á móti Fram í gær með marki úr vítaspyrnu á lokamínútum leiksins. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr vítinu en fékk svo rauða spjaldið fyrir slagsmál strax eftir markið. Byrjað var á því að ræða aðdraganda vítaspyrnudómsins þar sem að erfitt var að sjá hvort að Israel Garcia Moreno, leikmaður Fram, hafi tekið Ágúst Orra Þorsteinsson, leikmann Breiðabliks niður í vítateignum. Klippa: Lætin í Kópavogi: „Tryllist strax“ „Við getum alls ekki sagt af eða á en á þessum myndum virkar eins og það sé engin snerting. Ég held að þetta sé ekki víti,“ sagði Baldur Sigurðsson um atvikið. Höskuldu Gunnlaugsson tók vítaspyrnuna fyrir Breiðablik og skoraði af miklu öryggi, jafnaði þar með metin en í kjölfarið fór allt í hund og kött. Höskuldur ætlaði að ná í boltann í netið eftir vítið, keyrði fyrst í bakið á Kennie Knak Chopart, fyrirliða Fram, og snéri síðan niður Viktor Freyr Sigurðsson, markvörð Fram, og lagðist ofan á hann. Höskuldur lenti síðan saman við Kyle McLagan sem kom markverði sínum til varnar. Arnar Þór Stefánsson, dómari leiksins sýndi bæði Höskuldi og Kyle rauða spjaldið. Kyle var mjög ósáttur með rauða spjaldið en sérfræðingar Stúkunnar telja það réttmætt. „Já, allavegana hundrað prósent Höskuldur,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Höskuldur bara tryllist bara strax frá byrjun. Tekur einhverja glímu á Viktor, það er reyndar óþolandi þegar að markmenn gera þetta ég skil hann en hann getur náttúrulega ekki gert þetta. Svo fer Kyle í þetta og þeir enda þarna í einhverju klastri. Ég tel Magnús Inga hafa sloppið vel. Hann tók Valgeir og fleygði honum niður. Mér fannst bara svo skrýtið hvað Höskuldur varð heitur strax. Nú er hann kominn í bann, kannski tveggja leikja bann.“ Hulda Margrét, ljósmyndari Vísis, var á Kópavogsvelli í gær og var vel staðsett þegar að slagsmálin brutust út, myndir hennar má sjá hér fyrir neðan. Blikar vildu boltann og það strax til þess að freista þess að ná inn sigurmarki fyrir leikslok. Viktor ætlaði sér að halda í boltann og tefja leik, var þá tekinn niður.Vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks er hér búinn að snúa Viktor markvörð Fram niður en sá ætlaði sér að halda í boltann eftir að Höskuldur hafði sett hann í netið með vítaspyrnuVísir/Hulda Margrét Höskuldur alls ekki sáttur með tilþrif Viktors markmanns sem heldur um höfuð sér eftir að aðrir leikmenn mættu á svæðiðVísir/Hulda Margrét Viktor liggur eftir á meðan að leikmönnum lendir saman Vísir/Hulda Margrét Höskuldi og Kyle McLagan, varnarmanni Fram lenti síðan saman.Vísir/Hulda Margrét Atburðarásin var hröð, það hitnaði fljótt í kolunumVísir/Hulda Margrét Arnar Þór Stefánsson, dómari leiksins þurfti að hafa sig allan við til þess að ná ró á mannskapinn, aðstoðardómari hans er þarna mættur á svæðiðVísir/Hulda Margrét
Stúkan Besta deild karla Breiðablik Fram Íslenski boltinn Mest lesið Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Fleiri fréttir Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Sjá meira
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport