Æf vegna ummæla Kristrúnar um falsfréttir: „Þessi skammarlegu, ómaklegu ummæli“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. júní 2025 00:29 Ummæli Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra um að orðræða stjórnarandstöðunnar væri í „falsfréttastíl“ voru til umræðu á Alþingi seint í kvöld. Stjórnarandstöðunni var ekki skemmt. Vísir/vilhelm/Anton brink Þingmenn stjórnarandstöðunnar gera alvarlegar athugasemdir við ummæli sem forsætisráðherra lét falla í Kastljósi Ríkissjónvarpsins, þar sem hann sagði minnihlutann hafa talað í „falsfréttastíl“ um veiðigjaldamálið. Segja þeir málið alvarlegt og hafa þeir krafist þess að hann dragi orð sín til baka. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var til viðtals í Kastljósi í kvöld þar sem veiðigjaldamálið bar á góma. „Það er jákvætt að það verði breytingar á þessum tölum, það sýnir líka að þingið er að hlusta. Það hefur alveg legið fyrir frá upphafi hverjar tölurnar hafa verið.“ Ég hef upplifað það í þinginu, svo ég segi það hreint út, það hefur verið í falsfréttastíl hvernig þetta hefur verið hjá minnihlutanum. Það er verið að hræra í pottinum til þess að skapa ótta, til þess að skapa óvissu. Það er ekki gott,“ sagði Kristrún. „Þessi skammarlegu, ómaklegu ummæli“ Athugasemdir forsætisráðherra voru til umræðu í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi á tólfta tímanum í kvöld. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins tók fyrst til máls. „Ég vil frú forseti minna á að á tyllidögum höfum við flest okkar hér áhyggjur af pólitískri umræðu, upplýsingaóreiðu, minna trausti til upplýsinga. En það virðist ekki ætla stoppa hæstvirtan forsætisráðherra, þegar kappið kannski kemur yfir fólk og rökþurrðin eykst.“ „Ég vil því fyrir hönd þingflokks Sjálfstæðisflokksins fara þess á leit við hæstvirtan forseta, að hún beini því til hæstvirts forsætisráðherra, að hún bendi á einn hlut, eitt atriði, sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa haldið hér fram í umræðu um veiðigjöldin sem er ekki rétt.“ „Eitt atriði sem er ekki rétt, forseti farið þess á leit við hæstvirtan forsætisráðherra að hún bendi á hvað er, ellegar dragi þessi ummæli sín til baka. Þessi skammarlegu ómaklegu ummæli,“ sagði Hildur Sverrisdóttir. Útreikningunum breytt í þrígang Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins sagði það með hreinum ólíkindum að forsætisráðherra hefði gengið fram með þeim hætti sem hann gerði í viðtalinu. Sagði hann að ríkisstjórnin hefði í þrígang þurft að breyta talnalegum forsendum málsins. Bergþór Ólason er þingmaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm „Ef þetta er raunveruleg meining hæstvirts forsætisráðherra, þá er það alvarlegt. Að misskilningur hæstvirts forsætisráðherra sé svona yfirgripsmikill hvað málið varðar.“ Sagði hann svo að ef þetta væri pólitískt leikrit, væri þetta undarlegasta innlegg sem hann hefur orðið vitni að í svoköllum þinglokaviðræðum síðan hann kom inn á þing. Trúði varla eigin augum Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins kvaðst varla hafa ætlað trúa skilaboðunum sem hún las þegar hún kom út af fundi sem þingflokksformenn sátu á. „Maður kemur út af fundinum og heyrir það að hér hafi forsætisráðherra Íslands farið í sjónvarpsviðtal og talað niður umræðuna hér í þinginu. Talað niður öll þau fyrirtæki og sveitarfélög í landinu.“ Ingibjörg Isaksen er þingmaður Framsóknarflokksins.Vísir/Anton Brink „Ég er bara enn að meðtaka þetta, ég trúi þessu varla að forsætisráðherra hafi gert þetta sem að í rauninni talaði fyrir því hér að verða forsætisráðherra allra landsmanna. Hér er verið að fara algjörlega þveröfuga leið að því, hér er verið að kljúfa þjóðina enn og aftur í stað þess að ná samkomulagi.“ „Ég vil brýna forsætisráðherra til að koma hér í þingið og biðja okkur afsökunar,“ sagði hún. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var til viðtals í Kastljósi í kvöld þar sem veiðigjaldamálið bar á góma. „Það er jákvætt að það verði breytingar á þessum tölum, það sýnir líka að þingið er að hlusta. Það hefur alveg legið fyrir frá upphafi hverjar tölurnar hafa verið.“ Ég hef upplifað það í þinginu, svo ég segi það hreint út, það hefur verið í falsfréttastíl hvernig þetta hefur verið hjá minnihlutanum. Það er verið að hræra í pottinum til þess að skapa ótta, til þess að skapa óvissu. Það er ekki gott,“ sagði Kristrún. „Þessi skammarlegu, ómaklegu ummæli“ Athugasemdir forsætisráðherra voru til umræðu í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi á tólfta tímanum í kvöld. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins tók fyrst til máls. „Ég vil frú forseti minna á að á tyllidögum höfum við flest okkar hér áhyggjur af pólitískri umræðu, upplýsingaóreiðu, minna trausti til upplýsinga. En það virðist ekki ætla stoppa hæstvirtan forsætisráðherra, þegar kappið kannski kemur yfir fólk og rökþurrðin eykst.“ „Ég vil því fyrir hönd þingflokks Sjálfstæðisflokksins fara þess á leit við hæstvirtan forseta, að hún beini því til hæstvirts forsætisráðherra, að hún bendi á einn hlut, eitt atriði, sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa haldið hér fram í umræðu um veiðigjöldin sem er ekki rétt.“ „Eitt atriði sem er ekki rétt, forseti farið þess á leit við hæstvirtan forsætisráðherra að hún bendi á hvað er, ellegar dragi þessi ummæli sín til baka. Þessi skammarlegu ómaklegu ummæli,“ sagði Hildur Sverrisdóttir. Útreikningunum breytt í þrígang Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins sagði það með hreinum ólíkindum að forsætisráðherra hefði gengið fram með þeim hætti sem hann gerði í viðtalinu. Sagði hann að ríkisstjórnin hefði í þrígang þurft að breyta talnalegum forsendum málsins. Bergþór Ólason er þingmaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm „Ef þetta er raunveruleg meining hæstvirts forsætisráðherra, þá er það alvarlegt. Að misskilningur hæstvirts forsætisráðherra sé svona yfirgripsmikill hvað málið varðar.“ Sagði hann svo að ef þetta væri pólitískt leikrit, væri þetta undarlegasta innlegg sem hann hefur orðið vitni að í svoköllum þinglokaviðræðum síðan hann kom inn á þing. Trúði varla eigin augum Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins kvaðst varla hafa ætlað trúa skilaboðunum sem hún las þegar hún kom út af fundi sem þingflokksformenn sátu á. „Maður kemur út af fundinum og heyrir það að hér hafi forsætisráðherra Íslands farið í sjónvarpsviðtal og talað niður umræðuna hér í þinginu. Talað niður öll þau fyrirtæki og sveitarfélög í landinu.“ Ingibjörg Isaksen er þingmaður Framsóknarflokksins.Vísir/Anton Brink „Ég er bara enn að meðtaka þetta, ég trúi þessu varla að forsætisráðherra hafi gert þetta sem að í rauninni talaði fyrir því hér að verða forsætisráðherra allra landsmanna. Hér er verið að fara algjörlega þveröfuga leið að því, hér er verið að kljúfa þjóðina enn og aftur í stað þess að ná samkomulagi.“ „Ég vil brýna forsætisráðherra til að koma hér í þingið og biðja okkur afsökunar,“ sagði hún.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira