Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2025 12:49 Nicolas Jackson fær hér að líta rauða spjaldið á HM í gær. Getty/Stephen Nadler Nicolas Jackson, hinn 24 ára gamli framherji Chelsea, kveðst reiður út í sjálfan sig og lofar stuðningsmönnum að gera betur, eftir rauða spjaldið sem hann fékk rétt eftir að hafa komið inn á sem varamaður í gær. Jackson kom inn á þegar tæpur hálftími var eftir af leik Chelsea við brasilíska liðið Flamengo á HM félagsliða i fótbolta. Flamengo komst í 2-1 og staða Chelsea varð svo enn erfiðari eftir glórulaust brot Jackson sem fór með takkana á undan sér í leikmann Flamengo og fékk strax að líta rauða spjaldið. Atvikið má sjá í hápunktum leiksins hér að neðan. Flamengo vann leikinn 3-1 og Chelsea þarf nú að sleppa við tap gegn Espérance á þriðjudagskvöld til að komast áfram í 16-liða úrslitin. Jackson, sem nú hefur fengið aukna samkeppni með tilkomu Liam Delap til Chelsea, var harðlega gagnrýndur af fyrrverandi leikmanni Chelsea, John Obi Mikel, í sjónvarpsútsendingu DAZN eftir leik: „Þetta eru ótrúlega heimskuleg mistök. Ég veit ekki hvað er í gangi í hausnum á honum. Hann kemur inn í þennan leik þegar liðið hans er 2-1 undir og þarf á honum að halda, og hann gerir þetta,“ sagði Mikel og rifjaði upp rauða spjaldið sem Jackson fékk í maí í ensku úrvalsdeildinni. „Hann gerði þetta gegn Newcastle, í mjög mikilvægum leik sem við þurftum að vinna til að komast í Meistaradeild Evrópu. Menn geta ekki haldið áfram að gera svona mistök. Mér er sama yfir hverju hann er pirraður. Þetta er stórt félag, Chelsea Football Club. Ef að hann er pirraður yfir samkeppninni við Delap… góðir leikmenn þurfa að fagna því. Við getum náð árangri saman sem lið,“ sagði Mikel. Jackson sendi frá sér skrif á samfélagsmiðlum innan við tveimur tímum eftir að leiknum við Flamengo lauk og þar sagði: „Mig langar að biðjast afsökunar. Biðja félagið, liðsfélagana og alla stuðningsmennina afsökunar því ég brást ykkur. Annað rautt spjald og ég er svo reiður út í sjálfan mig. Ég legg mikið á mig á hverjum degi til að hjálpa liðinu að lenda ekki í svona stöðu. Ég skil enn ekki alveg hvað gerðist. Eitt er þó á hreinu: þetta var ekki viljandi. Bara augnablik í fótbolta sem fór úrskeiðis. Engar afsakanir. Ég tek fulla ábyrgð. Ég skoða þetta, þroskast og kem til baka sterkari fyrir félagið og alla sem hafa trú á mér. Afsakið mig.“ HM félagsliða í fótbolta 2025 Enski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira
Jackson kom inn á þegar tæpur hálftími var eftir af leik Chelsea við brasilíska liðið Flamengo á HM félagsliða i fótbolta. Flamengo komst í 2-1 og staða Chelsea varð svo enn erfiðari eftir glórulaust brot Jackson sem fór með takkana á undan sér í leikmann Flamengo og fékk strax að líta rauða spjaldið. Atvikið má sjá í hápunktum leiksins hér að neðan. Flamengo vann leikinn 3-1 og Chelsea þarf nú að sleppa við tap gegn Espérance á þriðjudagskvöld til að komast áfram í 16-liða úrslitin. Jackson, sem nú hefur fengið aukna samkeppni með tilkomu Liam Delap til Chelsea, var harðlega gagnrýndur af fyrrverandi leikmanni Chelsea, John Obi Mikel, í sjónvarpsútsendingu DAZN eftir leik: „Þetta eru ótrúlega heimskuleg mistök. Ég veit ekki hvað er í gangi í hausnum á honum. Hann kemur inn í þennan leik þegar liðið hans er 2-1 undir og þarf á honum að halda, og hann gerir þetta,“ sagði Mikel og rifjaði upp rauða spjaldið sem Jackson fékk í maí í ensku úrvalsdeildinni. „Hann gerði þetta gegn Newcastle, í mjög mikilvægum leik sem við þurftum að vinna til að komast í Meistaradeild Evrópu. Menn geta ekki haldið áfram að gera svona mistök. Mér er sama yfir hverju hann er pirraður. Þetta er stórt félag, Chelsea Football Club. Ef að hann er pirraður yfir samkeppninni við Delap… góðir leikmenn þurfa að fagna því. Við getum náð árangri saman sem lið,“ sagði Mikel. Jackson sendi frá sér skrif á samfélagsmiðlum innan við tveimur tímum eftir að leiknum við Flamengo lauk og þar sagði: „Mig langar að biðjast afsökunar. Biðja félagið, liðsfélagana og alla stuðningsmennina afsökunar því ég brást ykkur. Annað rautt spjald og ég er svo reiður út í sjálfan mig. Ég legg mikið á mig á hverjum degi til að hjálpa liðinu að lenda ekki í svona stöðu. Ég skil enn ekki alveg hvað gerðist. Eitt er þó á hreinu: þetta var ekki viljandi. Bara augnablik í fótbolta sem fór úrskeiðis. Engar afsakanir. Ég tek fulla ábyrgð. Ég skoða þetta, þroskast og kem til baka sterkari fyrir félagið og alla sem hafa trú á mér. Afsakið mig.“
HM félagsliða í fótbolta 2025 Enski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira