Óttast að boð og bönn ráðherra muni setja verslanir í þrot Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. júní 2025 19:44 Erna hefur um árabil rekið verslunina Gryfjuna sem sérhæfir sig í sölu nikótínvara. Vísir/Lýður Valberg Verslunareigandi segir að gangi áform heilbrigðisráðherra eftir um breytingar á löggjöf fyrir tóbaks- og níkótínvörur muni fyrirtæki hennar fara í þrot. Hún gagnrýnir stjórnvöld fyrir samráðsleysi og segir alla vilja vanda til verka þegar kemur að sölu nikótíns. Heilbrigðisráðherra hefur birt áform um breytingar á löggjöf fyrir tóbaks- og nikótínvörur í samráðsgátt stjórnvalda. Þar segir meðal annars að þörf sé á frekari aðgerðum í ljósi þess hve útbreidd notkun nikótínvara sé orðin. Nýjustu tölur Landlæknis sýna að dagleg notkun nikótínpúða er að aukast og eru þeir algengasta neysluform nikótíns. Áform ráðherrans fela í sér bann við sölu á nikótínvörum sem innihalda bragðefni sem höfða til barna og að umbúðir þeirra verði einsleitar líkt og á við um umbúðir tóbaksvara. Saknar samráðs Erna Margrét Oddsdóttir verslunareigandi Gryfjunnar sem selur nikótínvörur líkt og rafrettur og nikótínpúða segir að gangi áformin óbreytt í gegn þýði það að sérverslanir með nikótín muni þurfa að leggja upp laupana. „Og það er ekki jákvætt því að sérverslanirnar, við erum með lokað fyrir gluggana, þú sérð ekki hérna inn, við megum ekkert auglýsa eða neitt svoleiðis, hér máttu ekki koma inn nema þú sért orðinn átján, sem þýðir að þetta færi bara í bensínstöðvarnar, bara í litlu búðirnar þar sem er kannski ekki eins mikið eftirlit og ekki eins mikið power í að vilja stoppa. Ég held ekki að við myndum lifa þetta af, aðallega bara út af bragðefninu, jú jú ef þeir vilja breyta umbúðunum...en það skiptir fólk ekkert máli hvernig umbúðirnar eru.“ Hún segir stjórnvöld ekkert samráð eiga við verslunareigendur. Sjálf sé hún með fullt af hugmyndum um hvernig megi þrengja reglur og koma í veg fyrir að börn geti keypt nikótínvörur. „Það eru svo margar aðgerðir sem hægt er að fara í á undan því að banna. Boð og bönn virka ekki, það er fullorðið fólk sem er að nota bragðefni, bragðefni eru ekki óþarfa hlutur sem er settur í upp á fönnið, þetta er það sem hjálpar fólki að hætta að reykja,“ segir Erna. „Það þurfa að vera ákveðnar reglur, við viljum ekki að ungmenni séu að nota þessar vörur, þau eiga ekki að komast í þessar vörur, en setjum harðari reglur, hvar er lekinn í kerfinu? Hver er að selja börnunum? Hvernig eru þau að fá þetta? Það er það sem þarf að skoða, stoppa það.“ Nikótínpúðar Heilbrigðismál Verslun Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Innlent Fleiri fréttir Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur birt áform um breytingar á löggjöf fyrir tóbaks- og nikótínvörur í samráðsgátt stjórnvalda. Þar segir meðal annars að þörf sé á frekari aðgerðum í ljósi þess hve útbreidd notkun nikótínvara sé orðin. Nýjustu tölur Landlæknis sýna að dagleg notkun nikótínpúða er að aukast og eru þeir algengasta neysluform nikótíns. Áform ráðherrans fela í sér bann við sölu á nikótínvörum sem innihalda bragðefni sem höfða til barna og að umbúðir þeirra verði einsleitar líkt og á við um umbúðir tóbaksvara. Saknar samráðs Erna Margrét Oddsdóttir verslunareigandi Gryfjunnar sem selur nikótínvörur líkt og rafrettur og nikótínpúða segir að gangi áformin óbreytt í gegn þýði það að sérverslanir með nikótín muni þurfa að leggja upp laupana. „Og það er ekki jákvætt því að sérverslanirnar, við erum með lokað fyrir gluggana, þú sérð ekki hérna inn, við megum ekkert auglýsa eða neitt svoleiðis, hér máttu ekki koma inn nema þú sért orðinn átján, sem þýðir að þetta færi bara í bensínstöðvarnar, bara í litlu búðirnar þar sem er kannski ekki eins mikið eftirlit og ekki eins mikið power í að vilja stoppa. Ég held ekki að við myndum lifa þetta af, aðallega bara út af bragðefninu, jú jú ef þeir vilja breyta umbúðunum...en það skiptir fólk ekkert máli hvernig umbúðirnar eru.“ Hún segir stjórnvöld ekkert samráð eiga við verslunareigendur. Sjálf sé hún með fullt af hugmyndum um hvernig megi þrengja reglur og koma í veg fyrir að börn geti keypt nikótínvörur. „Það eru svo margar aðgerðir sem hægt er að fara í á undan því að banna. Boð og bönn virka ekki, það er fullorðið fólk sem er að nota bragðefni, bragðefni eru ekki óþarfa hlutur sem er settur í upp á fönnið, þetta er það sem hjálpar fólki að hætta að reykja,“ segir Erna. „Það þurfa að vera ákveðnar reglur, við viljum ekki að ungmenni séu að nota þessar vörur, þau eiga ekki að komast í þessar vörur, en setjum harðari reglur, hvar er lekinn í kerfinu? Hver er að selja börnunum? Hvernig eru þau að fá þetta? Það er það sem þarf að skoða, stoppa það.“
Nikótínpúðar Heilbrigðismál Verslun Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Innlent Fleiri fréttir Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Sjá meira