Segir komu írsku lögreglunnar marka tímamót í leitinni að Jóni Þresti Smári Jökull Jónsson skrifar 20. júní 2025 20:56 Davíð Karl vill ekki vera með getgátur um kenningar sem fram hafa komið í máli bróður hans Jóns Þrastar Jónssonar. Hann segir skýrslutökur lögreglu sem framundan eru marka tímamót í málinu. Vísir/Ívar Skýrslur verða teknar af þrjátíu og fimm einstaklingum í næstu viku í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Jónssonar. Bróðir Jóns Þrastar segir skýrslutökurnar marka tímamót í málinu. Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dyflinni á Írlandi í febrúar árið 2019 og hefur mál hans verið til rannsóknar síðan þá. Í apríl framkvæmdi írska lögreglan leit í almenningsgarði í írsku höfuðborginni á grundvelli ábendinga. Sú leit bar engan árangur en í kjölfarið hefur írska lögreglan tekið málið fastari tökum en áður. Í frétt The Irish Times sem birtist í gær var sagt frá þeirri kenningu að Jón Þröstur hafi verið myrtur fyrir mistök af leigumorðingja sem ráðinn hafði verið til að myrða annan Íslending sem staddur var í borginni á sama tíma. Bróðir Jóns Þrastar segir lögregluna halda spilunum þétt að sér en samkvæmt lögreglu er upplýsinga að vænta eftir helgi. „Ég er ekki fær um að rýna í getgátur í raun og veru en það er eitthvað sem ég vil klárlega að sé skoðað. Þær upplýsingar sem við höfum fengið eru keimlíkar því sem þið vitið og kannski aðeins meira til,“ sagði Davíð Karl Wiium í samtali við fréttastofu. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um þessar kenningar. Í næstu viku eru væntanlegir hingað til lands írskir lögreglumenn sem taka munu skýrslu af þrjátíu og fimm aðilum í tengslum við málið. Skýrslutökurnar munu fara fram undir forræði og stjórn íslensku lögreglunnar. Davíð segir afar jákvætt að sjá írsku lögregluna taka þetta skref sem marki tímamót í málinu. Hann segir síðustu sex árin hafa verið erfiðan tíma en að fjölskyldan hafi farið áfram á hnefanum. „Þetta er búið að vera algjör rússíbani og við höfum gengið í gegnum allan skalann af tilfinningum í raun. Við vorum öll alveg búin á því eftir að við komum heim eftir heimsóknina [til Dublin] í mars. Stundum langar manni helst að moka þessu undir teppi og halda bara áfram.“ Þá vill Davíð ítreka beiðni lögreglunnar frá því í gær um upplýsingar frá almenningi. „Ég vona einnig að þeir Íslendingar og þeir sem gætu haft einhverjar upplýsingar um málið verði við beiðni lögreglunnar samkvæmt tilkynningu sem þeir sendu í gær og sendi inn ef þeir hafa einhverja vitneskju sem kunni að skipta máli.“ Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Írland Erlend sakamál Tengdar fréttir Þeir sem sendu ábendingarnar verði að stíga fram Írskur blaðamaður telur lögreglu ætla að halda áfram að leita að Jóni Þresti Jónssyni, þrátt fyrir að eftirgrennslan hafi enn ekki borið árangur, eftir að nafnlausar ábendingar bárust um hugsanleg afdrif hans. Þeir sem sendu vísbendingarnar verði að stíga fram svo Jón Þröstur finnist. 18. febrúar 2024 22:55 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dyflinni á Írlandi í febrúar árið 2019 og hefur mál hans verið til rannsóknar síðan þá. Í apríl framkvæmdi írska lögreglan leit í almenningsgarði í írsku höfuðborginni á grundvelli ábendinga. Sú leit bar engan árangur en í kjölfarið hefur írska lögreglan tekið málið fastari tökum en áður. Í frétt The Irish Times sem birtist í gær var sagt frá þeirri kenningu að Jón Þröstur hafi verið myrtur fyrir mistök af leigumorðingja sem ráðinn hafði verið til að myrða annan Íslending sem staddur var í borginni á sama tíma. Bróðir Jóns Þrastar segir lögregluna halda spilunum þétt að sér en samkvæmt lögreglu er upplýsinga að vænta eftir helgi. „Ég er ekki fær um að rýna í getgátur í raun og veru en það er eitthvað sem ég vil klárlega að sé skoðað. Þær upplýsingar sem við höfum fengið eru keimlíkar því sem þið vitið og kannski aðeins meira til,“ sagði Davíð Karl Wiium í samtali við fréttastofu. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um þessar kenningar. Í næstu viku eru væntanlegir hingað til lands írskir lögreglumenn sem taka munu skýrslu af þrjátíu og fimm aðilum í tengslum við málið. Skýrslutökurnar munu fara fram undir forræði og stjórn íslensku lögreglunnar. Davíð segir afar jákvætt að sjá írsku lögregluna taka þetta skref sem marki tímamót í málinu. Hann segir síðustu sex árin hafa verið erfiðan tíma en að fjölskyldan hafi farið áfram á hnefanum. „Þetta er búið að vera algjör rússíbani og við höfum gengið í gegnum allan skalann af tilfinningum í raun. Við vorum öll alveg búin á því eftir að við komum heim eftir heimsóknina [til Dublin] í mars. Stundum langar manni helst að moka þessu undir teppi og halda bara áfram.“ Þá vill Davíð ítreka beiðni lögreglunnar frá því í gær um upplýsingar frá almenningi. „Ég vona einnig að þeir Íslendingar og þeir sem gætu haft einhverjar upplýsingar um málið verði við beiðni lögreglunnar samkvæmt tilkynningu sem þeir sendu í gær og sendi inn ef þeir hafa einhverja vitneskju sem kunni að skipta máli.“
Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Írland Erlend sakamál Tengdar fréttir Þeir sem sendu ábendingarnar verði að stíga fram Írskur blaðamaður telur lögreglu ætla að halda áfram að leita að Jóni Þresti Jónssyni, þrátt fyrir að eftirgrennslan hafi enn ekki borið árangur, eftir að nafnlausar ábendingar bárust um hugsanleg afdrif hans. Þeir sem sendu vísbendingarnar verði að stíga fram svo Jón Þröstur finnist. 18. febrúar 2024 22:55 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Þeir sem sendu ábendingarnar verði að stíga fram Írskur blaðamaður telur lögreglu ætla að halda áfram að leita að Jóni Þresti Jónssyni, þrátt fyrir að eftirgrennslan hafi enn ekki borið árangur, eftir að nafnlausar ábendingar bárust um hugsanleg afdrif hans. Þeir sem sendu vísbendingarnar verði að stíga fram svo Jón Þröstur finnist. 18. febrúar 2024 22:55