Vandræðaleg heimsókn til Trump í Hvíta Húsið: „Kæmist kona í ykkar lið?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2025 06:32 Donald Trump Bandaríkjaforseti sat við borðið sitt og spurði leikmenn Juventus spurninga. Fremst má sjá bikarinn sem keppt er um í heimsmeistarakeppni félagsliða. Getty/Chip Somodevilla Leikmenn og starfsmenn ítalska fótboltafélagsins Juventus var boðið í heimsókn í Hvíta húsið í Washington DC en upp kom frekar kjánaleg stund í boði Bandaríkjaforseta. Juventus er að taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða og áttu leik í nótt á móti Al Ain frá Sameinuðu furstadæmunum á Audi Field í Washington DC. Fyrir leikinn fóru leikmenn og starfsmenn félagsins í heimsóknina. Donaldo Trump spurði leikmenn Juventus um þeirra skoðun á transfólki í íþróttum. Guardian segir frá. Trump skrifaði undir lög í febrúar sem banna transkonum frá þátttöku í kvennaíþróttum. Hann vildi endilega ræða þessi mál við leikmenn ítalska stórliðsins. Meðal þeirra voru bandarísku leikmennirnir Timothy Weah og Weston McKennie, sem spila með ítalska liðinu. „Jæja strákar. Kæmist kona í ykkar lið,“ spurði Donald Trump. Leikmennirnir brostu vandræðalega en sögðu ekkert. Þegar Trump spurði sömu spurningar aftur þá reyndi framkvæmdastjórinn, Damien Comolli, að breyta um umræðuefni. „Við erum með mjög gott kvennalið,“ sagði Damien Comolli en Juventus konurnar eru einmitt ítalskir meistarar. „Þannig að þeir ættu að vera spila með konunum,“ sagði Trump léttur en Comolli svaraði ekki. „Hann er mjög pólitískur,“ svaraði þá Trump þegar hann gafst upp á því að bíða. Ummæli Trump koma á sama tíma og transfólk þarf að þola meira áreiti og fjandskap í Bandaríkjunum. Heimsóknin truflaði leikmennina þó ekki mikið í leiknum því Juventus vann hann 5-0 eftir að hafa komust í 4-0 í fyrri hálfleiknum. Kolo Muani og Chico Conceicao skoruðu báðir tvö mörk og Kenan Yildiz skoraði síðasta markið. Khéphren Thuram-Ulien og Alberto Costa voru báðir með tvær stoðsendingar í fyrri hálfleiknum. Ítalski boltinn Donald Trump HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Sjá meira
Juventus er að taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða og áttu leik í nótt á móti Al Ain frá Sameinuðu furstadæmunum á Audi Field í Washington DC. Fyrir leikinn fóru leikmenn og starfsmenn félagsins í heimsóknina. Donaldo Trump spurði leikmenn Juventus um þeirra skoðun á transfólki í íþróttum. Guardian segir frá. Trump skrifaði undir lög í febrúar sem banna transkonum frá þátttöku í kvennaíþróttum. Hann vildi endilega ræða þessi mál við leikmenn ítalska stórliðsins. Meðal þeirra voru bandarísku leikmennirnir Timothy Weah og Weston McKennie, sem spila með ítalska liðinu. „Jæja strákar. Kæmist kona í ykkar lið,“ spurði Donald Trump. Leikmennirnir brostu vandræðalega en sögðu ekkert. Þegar Trump spurði sömu spurningar aftur þá reyndi framkvæmdastjórinn, Damien Comolli, að breyta um umræðuefni. „Við erum með mjög gott kvennalið,“ sagði Damien Comolli en Juventus konurnar eru einmitt ítalskir meistarar. „Þannig að þeir ættu að vera spila með konunum,“ sagði Trump léttur en Comolli svaraði ekki. „Hann er mjög pólitískur,“ svaraði þá Trump þegar hann gafst upp á því að bíða. Ummæli Trump koma á sama tíma og transfólk þarf að þola meira áreiti og fjandskap í Bandaríkjunum. Heimsóknin truflaði leikmennina þó ekki mikið í leiknum því Juventus vann hann 5-0 eftir að hafa komust í 4-0 í fyrri hálfleiknum. Kolo Muani og Chico Conceicao skoruðu báðir tvö mörk og Kenan Yildiz skoraði síðasta markið. Khéphren Thuram-Ulien og Alberto Costa voru báðir með tvær stoðsendingar í fyrri hálfleiknum.
Ítalski boltinn Donald Trump HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Sjá meira