Styrktarforeldrið Hafdís er fundin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. júní 2025 12:01 Ambika lét fylgja með mynd af kortum sem Hafdís hafði sent henni í gegnum árin. Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS barnaþorpa, hefur nú fundið Hafdísi. Samsett Styrktarforeldrið Hafdís sem auglýst var eftir á Facebook-síðu SOS barnaþorpa er fundin. Ambika, indversk kona, sem Hafdís styrkti í tíu ár er á leið til Íslands þar sem þær munu hittast í fyrsta skipti. Færsla á Facebook-síðu SOS barnaþorpa vakti mikla athygli en þar var auglýst eftir Hafdísi sem hafði verið styrktarforeldri indverskrar konu að nafni Ambika. Þar segir að Ambika sé nú á leið til Íslands með eiginmanni sínum. „Hana langar afar mikið að hitta Hafdísi til að þakka henni stuðninginn og kortasendingarnar í öll þessi ár,“ segir í færslunni. „Það var í mars eða apríl sem við fáum skilaboð í gegnum Instagram reikninginn okkar og þar er þessi kona sem heitir Ambika og hafði alist upp í SOS barnaþorpi í Greenfields í útjaðri Delí á Indlandi,“ segir Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS barnaþorpa, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Með skilaboðum Ambika hafði hún látið fylgja mynd af kortunum sem hún hafði fengið frá Hafdísi í gegnum árin. Starfsfólk SOS barnaþorpa á Íslandi leitaði í tölvukerfum sínum en engar upplýsingar hafi fundist um styrktarforeldri að nafni Hafdís. Það var þá sem Hans Steinar ákvað að birta færsluna á Facebook. „Svo vakna ég í gærmorgun og ég sé að það er komið hellingur af ábendingum og skilaboðum. Það er ein ábendingin þarna sem að mér finnst mjög sterk og líkleg. Það er kona sem sendir ábendingu um eina sem heitir Hafdís að millinafni, en með annað fornafn. Ég fletti henni upp og sé að hún hefur verið að styrkja á Indlandi og í Greenfields,“ segir hann. „Þetta gerist ekki oft“ Hans Steinar hafði samband við Hafdísi sem var í sumarbústað er hann í náði í hana og hafði ekkert frétt af málinu. „Þetta er kona um sjötugt og hún kom algjörlega af fjöllum og var eiginlega í áfalli, jákvæðu áfalli. Hún sagði við mig í lok að hún væri rosalega ánægð og spennt því hún hafði verið virkilega áhugasöm um framfarir þessarar stúlku. Hún hafði virkilegan áhuga og verulega umhyggju fyrir henni.“ Hafdís og Ambika munu því að öllu óbreyttu hittast nú í sumar og hefur Hans Steinar fengið leyfi til að vera viðstaddur. Að hans sögn eru svona mál alveg einstök. „Þetta gerist ekki oft. Nánast aldrei. Hins vegar gerist ýmislegt svona án okkar vitundar. Það verða svona samskipti á milli barnanna þegar þau eru orðin ungmenni og treysta sér til að skrifast á.“ Hins vegar séu til dæmi um að styrktarforeldrar og börnin hittist án vitundar starfsfólk SOS barnaþorpa. Til að mynda hafi kona frá Vestur-Afríku heimsótt Ísland og maður frá Brasilíu. „Mari Järsk, ofurhlaupari, er þekktasta dæmið, það voru samskipti sem áttu sér stað án okkar vitundar sem urðu til þess að hún flutti hingað. Hún ólst upp í barnaþorpi í Eistlandi,“ segir Hans Steinar. Hjálparstarf Góðverk Indland Bítið Mest lesið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Fleiri fréttir Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Sjá meira
Færsla á Facebook-síðu SOS barnaþorpa vakti mikla athygli en þar var auglýst eftir Hafdísi sem hafði verið styrktarforeldri indverskrar konu að nafni Ambika. Þar segir að Ambika sé nú á leið til Íslands með eiginmanni sínum. „Hana langar afar mikið að hitta Hafdísi til að þakka henni stuðninginn og kortasendingarnar í öll þessi ár,“ segir í færslunni. „Það var í mars eða apríl sem við fáum skilaboð í gegnum Instagram reikninginn okkar og þar er þessi kona sem heitir Ambika og hafði alist upp í SOS barnaþorpi í Greenfields í útjaðri Delí á Indlandi,“ segir Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS barnaþorpa, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Með skilaboðum Ambika hafði hún látið fylgja mynd af kortunum sem hún hafði fengið frá Hafdísi í gegnum árin. Starfsfólk SOS barnaþorpa á Íslandi leitaði í tölvukerfum sínum en engar upplýsingar hafi fundist um styrktarforeldri að nafni Hafdís. Það var þá sem Hans Steinar ákvað að birta færsluna á Facebook. „Svo vakna ég í gærmorgun og ég sé að það er komið hellingur af ábendingum og skilaboðum. Það er ein ábendingin þarna sem að mér finnst mjög sterk og líkleg. Það er kona sem sendir ábendingu um eina sem heitir Hafdís að millinafni, en með annað fornafn. Ég fletti henni upp og sé að hún hefur verið að styrkja á Indlandi og í Greenfields,“ segir hann. „Þetta gerist ekki oft“ Hans Steinar hafði samband við Hafdísi sem var í sumarbústað er hann í náði í hana og hafði ekkert frétt af málinu. „Þetta er kona um sjötugt og hún kom algjörlega af fjöllum og var eiginlega í áfalli, jákvæðu áfalli. Hún sagði við mig í lok að hún væri rosalega ánægð og spennt því hún hafði verið virkilega áhugasöm um framfarir þessarar stúlku. Hún hafði virkilegan áhuga og verulega umhyggju fyrir henni.“ Hafdís og Ambika munu því að öllu óbreyttu hittast nú í sumar og hefur Hans Steinar fengið leyfi til að vera viðstaddur. Að hans sögn eru svona mál alveg einstök. „Þetta gerist ekki oft. Nánast aldrei. Hins vegar gerist ýmislegt svona án okkar vitundar. Það verða svona samskipti á milli barnanna þegar þau eru orðin ungmenni og treysta sér til að skrifast á.“ Hins vegar séu til dæmi um að styrktarforeldrar og börnin hittist án vitundar starfsfólk SOS barnaþorpa. Til að mynda hafi kona frá Vestur-Afríku heimsótt Ísland og maður frá Brasilíu. „Mari Järsk, ofurhlaupari, er þekktasta dæmið, það voru samskipti sem áttu sér stað án okkar vitundar sem urðu til þess að hún flutti hingað. Hún ólst upp í barnaþorpi í Eistlandi,“ segir Hans Steinar.
Hjálparstarf Góðverk Indland Bítið Mest lesið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Fleiri fréttir Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Sjá meira