„Ég á erfitt með að trúa þessu upp á hreinræktaðan Árbæing“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2025 11:02 Hér má sjá þessa tvo dóma sem Víkingar fengu á silfurfati í gær. Fyrst vítið sem Valdimar Þór Ingimundarson fiskaði og svo þegar Karl Friðleifur Gunnarsson varði með hendi á marklínu. Sýn Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans Albert Brynjar Ingason og Lárus Orri Sigurðsson ræddu vítadómana tvo í leik Víkings og KR í síðasta þætti Stúkunnar. Það þótti mörgum Víkingar hafa sloppið afar vel, fyrst með því að fá umdeilt víti og svo með því að komast upp með að verja með höndum á marklínunni. Karl Friðleifur Gunnarsson fékk vissulega dæmt á sig víti en slapp við rauða spjaldið. KR-ingar jöfnuðu metin úr vítinu en Víkingar voru áfram ellefu á móti ellefu og unnu leikinn að lokum 3-2. Það var ástæða til að ræða þessa tvo umdeildu dóma í Stúkunni. Klippa: Umræða Stúkunnar um umdeilda dóma í leik Víkings og KR Eins mikil dýfa og þær verða „Aðeins um þetta. Albert, þú öskraðir víti, víti, víti, strax og þetta gerðist. Þetta er aldrei vítaspyrna,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Ég hef aldrei séð Árbæing henda sér svona niður. Auðvitað hélt ég bara að þetta væri víti en þetta er aldrei vítaspyrna. Ég er mikill talsmaður vítaspyrna en þetta er eins mikil dýfa og þær verða,“ sagði Albert. „Sjáum við stöðu dómarans,“ spurði Lárus Orri Sigurðsson. „Við getum örugglega spólað aðeins til baka og hreinlega fengið að sjá þetta aftur. Séð hvert Jóhann Ingi er mættur þegar hann tekur þessa ákvörðun,“ sagði Guðmundur. „Það sést svo vel þegar hann stígur í hægri fótinn og hendir sér niður,“ sagði Albert. „Reynir svo að skilja vinstri fótinn eftir af því að hann náði ekki snertingu við þann hægri,“ sagði Guðmundur. Þú verður bara að trúa því Þeir voru samt á því að hnéð á markverði hafi mögulega snert vinstri fótinn á Valdimari en þá hafi framherjinn verið byrjaður að láta sig falla. „Ég á erfitt með að trúa þessu upp á hreinræktaðan Árbæing,“ sagði Albert. „Þú verður bara að trúa því,“ sagði Guðmundur og bætti við: „Þetta er risaatriði því þetta er fyrsta markið. Þetta er annað risa risaatriði,“ sagði Guðmundur og sýndi vítið sem KR fékk. „Karl Friðleifi vantaði bara hanska því þetta er bara varsla og þetta er varsla sem Ingvar var aldrei að fara að verja. Hann fer strax í vasann án þess að hugsa þetta,“ sagði Guðmundur. Þetta er klárlega rautt spjald „Þetta er nánast eins og hann sé að verja boltann með hendi á marklínu. Boltinn er á leiðinni inn,“ sagði Lárus Orri. „Þetta er klárlega rautt spjald,“ sagði Lárus. „Ég er sammála því, hann er aldrei að fara að verja þetta,“ sagði Albert. Umræðuna má sjá hér fyrir ofan. Besta deild karla Stúkan KR Víkingur Reykjavík Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Það þótti mörgum Víkingar hafa sloppið afar vel, fyrst með því að fá umdeilt víti og svo með því að komast upp með að verja með höndum á marklínunni. Karl Friðleifur Gunnarsson fékk vissulega dæmt á sig víti en slapp við rauða spjaldið. KR-ingar jöfnuðu metin úr vítinu en Víkingar voru áfram ellefu á móti ellefu og unnu leikinn að lokum 3-2. Það var ástæða til að ræða þessa tvo umdeildu dóma í Stúkunni. Klippa: Umræða Stúkunnar um umdeilda dóma í leik Víkings og KR Eins mikil dýfa og þær verða „Aðeins um þetta. Albert, þú öskraðir víti, víti, víti, strax og þetta gerðist. Þetta er aldrei vítaspyrna,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Ég hef aldrei séð Árbæing henda sér svona niður. Auðvitað hélt ég bara að þetta væri víti en þetta er aldrei vítaspyrna. Ég er mikill talsmaður vítaspyrna en þetta er eins mikil dýfa og þær verða,“ sagði Albert. „Sjáum við stöðu dómarans,“ spurði Lárus Orri Sigurðsson. „Við getum örugglega spólað aðeins til baka og hreinlega fengið að sjá þetta aftur. Séð hvert Jóhann Ingi er mættur þegar hann tekur þessa ákvörðun,“ sagði Guðmundur. „Það sést svo vel þegar hann stígur í hægri fótinn og hendir sér niður,“ sagði Albert. „Reynir svo að skilja vinstri fótinn eftir af því að hann náði ekki snertingu við þann hægri,“ sagði Guðmundur. Þú verður bara að trúa því Þeir voru samt á því að hnéð á markverði hafi mögulega snert vinstri fótinn á Valdimari en þá hafi framherjinn verið byrjaður að láta sig falla. „Ég á erfitt með að trúa þessu upp á hreinræktaðan Árbæing,“ sagði Albert. „Þú verður bara að trúa því,“ sagði Guðmundur og bætti við: „Þetta er risaatriði því þetta er fyrsta markið. Þetta er annað risa risaatriði,“ sagði Guðmundur og sýndi vítið sem KR fékk. „Karl Friðleifi vantaði bara hanska því þetta er bara varsla og þetta er varsla sem Ingvar var aldrei að fara að verja. Hann fer strax í vasann án þess að hugsa þetta,“ sagði Guðmundur. Þetta er klárlega rautt spjald „Þetta er nánast eins og hann sé að verja boltann með hendi á marklínu. Boltinn er á leiðinni inn,“ sagði Lárus Orri. „Þetta er klárlega rautt spjald,“ sagði Lárus. „Ég er sammála því, hann er aldrei að fara að verja þetta,“ sagði Albert. Umræðuna má sjá hér fyrir ofan.
Besta deild karla Stúkan KR Víkingur Reykjavík Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira