Ætlaði að myrða tvo þingmenn til viðbótar Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2025 20:15 Fjölmörg skotvopn fundurst í bíl Boelter. AP/George Walker IV Maðurinn sem hefur verið ákærður fyrir að myrða einn ríkisþingmann í Minnesota í Bandaríkjunum og særa annan, ætlaði sér að myrða tvo Demókrata til viðbótar. Vance Boelter, sem stendur frammi fyrir mögulegum dauðadómi, fór heim til tveggja annarra þingmanna á laugardaginn en annar þeirra var í fríi og Boelter flúði frá hinu heimilinu vegna lögregluþjóna sem voru þar á ferðinni. Tilkynnt var í dag að Boelter, sem er 57 ára gamall, hefur verið ákærður fyrir alríkisbrot eins og morð og aðra glæpi og er það til viðbótar við ákærur saksóknara í Minnesota. Verði hann fundinn sekur fyrir alríkisbrotin stendur Boelter frammi fyrir dauðadómi, samkvæmt AP fréttaveitunni. Saksóknarar opinberuðu einnig í dag að Boelter hafi ætlað sér að myrða tvo Demókrata til viðbótar. Ekki var þó gefið upp um hvaða Demókrata væri að ræða en ein þingkona segir að henni hafi verið sagt að maðurinn hafi lagt bíl sínum nærri heimili hennar en að skjót viðbrögð lögreglu hafi bjargað lífi hennar. Kort sem sýnir staðina sem Boelter fór á og hvenær.AP Fór á fjóra staði Aðfaranótt laugardags fór Boelter, dulbúinn sem lögregluþjónn, heim til þingmannsins John A. Hoffman og skaut hann og eiginkonu hans Yvette. Bæði lifðu þó af en eru þungt haldin á sjúkrahúsi. Í gögnum lögreglu segir að hann hafi bankað og kallað: „Þetta er lögreglan“. Hjónin sáu þó að hann var með grímu og reyndi Hoffman að ýta honum út um dyrnar. Þá skaut Boelter hann og eiginkonu hans bæði margsinnis og flúði af vettvangi. Dóttir þeirra hringdi á lögregluna. Því næst fór Boelter heim til annars Demókrata en sá var ekki heima. Þá fór hann til enn eins embættismannsins en þurfti frá að hverfa vegna lögregluþjóna sem voru á ferðinni, vegna banatilræðisins gegn Hoffman. Vance Boelter er 57 ára gamall.AP/Lögreglustjóri Hennepinsýslu Eftir það fór hann heim til Melissu Horman, ríkisþingmann Demókrata, og skaut hana og eiginmann hennar til bana. Þegar lögregluþjóna bar að garði sáu þeir Boelter skjóta Mark Hortman inn um opnar dyr á húsi þeirra. Lögregluþjónarnir skiptust á skotum við Boelter og flúið hann inn í húsið. Þar inni fundu lögregluþjónar svo Melissu Hortman látna og Boelter hafði einnig skotið hund þeirra hjóna. Boelter flúði af vettvangi en var handtekinn seint um sunnudagskvöld. Ekkert skýrt tilefni Boelter átti nokkrar stílabækur sem hann hafði notað til að skipuleggja ódæði sín og virðist sem undirbúningurinn hafi staðið yfir um nokkurra mánaða skeið. Hins vegar segja saksóknarar að meðal skrifa hans megi ekki finna skýrt tilefni fyrir morðum hans og morðtilraunum. Listi með nöfnum tuga manna, þar á meðal annarra þingmanna demókrata, baráttufólks fyrir réttindum kvenna til þungunarrofs og heilbrigðisstarfsmanna, fannst í bifreið hans. Báðir þingmennirnir sem hann skaut voru stuðningsmenn þungunarrofsréttinda. Áður og eftir hann hóf ódæði sín sendi Boelter skilaboð til vina og fjölskyldu sinnar þar sem hann gaf til kynna að hann myndi deyja. Í einum slíkum skilaboðum sem hann sendi til fjölskyldu sinnar eftir að hann skaut þingkonuna og mann hennar til bana skrifaði hann: „Pabbi fór í stríð í nótt.“ Þá sagðist hann ekki vilja skrifa meira svo hann kæmi engum í vandræði. Þá mun hann, samkvæmt lögreglunni, hafa sent skilaboð á eiginkonu sína þar sem hann baðst afsökunar og sagði að „vopnaðir og skotglaðir“ menn myndu koma heim til þeirra og þau ættu að fara úr húsinu. Lögregluþjónar fundu eiginkonu hans og börn síðar í bíl. Hún var með tvær skammbyssur, um tíu þúsund dali í reiðufé og vegabréf barnanna með sér. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Minnesota handtekinn Lögregla í Bandaríkjunum hefur handtekið 57 ára karlmann sem grunaður er um að hafa skotið ríkisþingmann og eiginmann hennar til bana um helgina. Grunaður árásarmaður var klæddur sem lögreglumaður þegar hann skaut hjónin. 16. júní 2025 06:19 Annar þingmaðurinn látinn og byssumannsins enn leitað Lögreglan í Minnesota leitar enn manns sem grunaður er um að hafa skotið tvo ríkisþingmenn Demókrata á heimilum þeirra á föstudagskvöld. Melissa Hortmann fulltrúadeildarþingmaður ríkisþingsins og eiginmaður hennar létust af sárum sínum í gær. 15. júní 2025 13:14 Tveir ríkisþingmenn skotnir á heimilum sínum Tveir ríkisþingmenn Demókrata í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum voru skotnir á heimilum sínum í gærkvöldi. 14. júní 2025 14:47 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Erlent Fleiri fréttir „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Sjá meira
Tilkynnt var í dag að Boelter, sem er 57 ára gamall, hefur verið ákærður fyrir alríkisbrot eins og morð og aðra glæpi og er það til viðbótar við ákærur saksóknara í Minnesota. Verði hann fundinn sekur fyrir alríkisbrotin stendur Boelter frammi fyrir dauðadómi, samkvæmt AP fréttaveitunni. Saksóknarar opinberuðu einnig í dag að Boelter hafi ætlað sér að myrða tvo Demókrata til viðbótar. Ekki var þó gefið upp um hvaða Demókrata væri að ræða en ein þingkona segir að henni hafi verið sagt að maðurinn hafi lagt bíl sínum nærri heimili hennar en að skjót viðbrögð lögreglu hafi bjargað lífi hennar. Kort sem sýnir staðina sem Boelter fór á og hvenær.AP Fór á fjóra staði Aðfaranótt laugardags fór Boelter, dulbúinn sem lögregluþjónn, heim til þingmannsins John A. Hoffman og skaut hann og eiginkonu hans Yvette. Bæði lifðu þó af en eru þungt haldin á sjúkrahúsi. Í gögnum lögreglu segir að hann hafi bankað og kallað: „Þetta er lögreglan“. Hjónin sáu þó að hann var með grímu og reyndi Hoffman að ýta honum út um dyrnar. Þá skaut Boelter hann og eiginkonu hans bæði margsinnis og flúði af vettvangi. Dóttir þeirra hringdi á lögregluna. Því næst fór Boelter heim til annars Demókrata en sá var ekki heima. Þá fór hann til enn eins embættismannsins en þurfti frá að hverfa vegna lögregluþjóna sem voru á ferðinni, vegna banatilræðisins gegn Hoffman. Vance Boelter er 57 ára gamall.AP/Lögreglustjóri Hennepinsýslu Eftir það fór hann heim til Melissu Horman, ríkisþingmann Demókrata, og skaut hana og eiginmann hennar til bana. Þegar lögregluþjóna bar að garði sáu þeir Boelter skjóta Mark Hortman inn um opnar dyr á húsi þeirra. Lögregluþjónarnir skiptust á skotum við Boelter og flúið hann inn í húsið. Þar inni fundu lögregluþjónar svo Melissu Hortman látna og Boelter hafði einnig skotið hund þeirra hjóna. Boelter flúði af vettvangi en var handtekinn seint um sunnudagskvöld. Ekkert skýrt tilefni Boelter átti nokkrar stílabækur sem hann hafði notað til að skipuleggja ódæði sín og virðist sem undirbúningurinn hafi staðið yfir um nokkurra mánaða skeið. Hins vegar segja saksóknarar að meðal skrifa hans megi ekki finna skýrt tilefni fyrir morðum hans og morðtilraunum. Listi með nöfnum tuga manna, þar á meðal annarra þingmanna demókrata, baráttufólks fyrir réttindum kvenna til þungunarrofs og heilbrigðisstarfsmanna, fannst í bifreið hans. Báðir þingmennirnir sem hann skaut voru stuðningsmenn þungunarrofsréttinda. Áður og eftir hann hóf ódæði sín sendi Boelter skilaboð til vina og fjölskyldu sinnar þar sem hann gaf til kynna að hann myndi deyja. Í einum slíkum skilaboðum sem hann sendi til fjölskyldu sinnar eftir að hann skaut þingkonuna og mann hennar til bana skrifaði hann: „Pabbi fór í stríð í nótt.“ Þá sagðist hann ekki vilja skrifa meira svo hann kæmi engum í vandræði. Þá mun hann, samkvæmt lögreglunni, hafa sent skilaboð á eiginkonu sína þar sem hann baðst afsökunar og sagði að „vopnaðir og skotglaðir“ menn myndu koma heim til þeirra og þau ættu að fara úr húsinu. Lögregluþjónar fundu eiginkonu hans og börn síðar í bíl. Hún var með tvær skammbyssur, um tíu þúsund dali í reiðufé og vegabréf barnanna með sér.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Minnesota handtekinn Lögregla í Bandaríkjunum hefur handtekið 57 ára karlmann sem grunaður er um að hafa skotið ríkisþingmann og eiginmann hennar til bana um helgina. Grunaður árásarmaður var klæddur sem lögreglumaður þegar hann skaut hjónin. 16. júní 2025 06:19 Annar þingmaðurinn látinn og byssumannsins enn leitað Lögreglan í Minnesota leitar enn manns sem grunaður er um að hafa skotið tvo ríkisþingmenn Demókrata á heimilum þeirra á föstudagskvöld. Melissa Hortmann fulltrúadeildarþingmaður ríkisþingsins og eiginmaður hennar létust af sárum sínum í gær. 15. júní 2025 13:14 Tveir ríkisþingmenn skotnir á heimilum sínum Tveir ríkisþingmenn Demókrata í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum voru skotnir á heimilum sínum í gærkvöldi. 14. júní 2025 14:47 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Erlent Fleiri fréttir „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Sjá meira
Árásarmaðurinn í Minnesota handtekinn Lögregla í Bandaríkjunum hefur handtekið 57 ára karlmann sem grunaður er um að hafa skotið ríkisþingmann og eiginmann hennar til bana um helgina. Grunaður árásarmaður var klæddur sem lögreglumaður þegar hann skaut hjónin. 16. júní 2025 06:19
Annar þingmaðurinn látinn og byssumannsins enn leitað Lögreglan í Minnesota leitar enn manns sem grunaður er um að hafa skotið tvo ríkisþingmenn Demókrata á heimilum þeirra á föstudagskvöld. Melissa Hortmann fulltrúadeildarþingmaður ríkisþingsins og eiginmaður hennar létust af sárum sínum í gær. 15. júní 2025 13:14
Tveir ríkisþingmenn skotnir á heimilum sínum Tveir ríkisþingmenn Demókrata í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum voru skotnir á heimilum sínum í gærkvöldi. 14. júní 2025 14:47
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent