María og Haug fá ekki að mæta Íslandi á EM Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2025 14:16 María Þórisdóttir með Viviann Miedema í bakinu í leik við Holland í undankeppni EM í fyrra. Getty/Rico Brouwer Gemma Grainger virðist hafa komið fáum á óvart með vali sínu á norska landsliðshópnum fyrir EM kvenna í fótbolta sem hefst eftir hálfan mánuð. Hún valdi þó hvorki Maríu Þórisdóttur né Liverpool-stjörnuna Sophie Román Haug. Noregur er í riðli með Íslandi á EM í Sviss og það má alveg búast við því að mikið verði í húfi þegar liðin mætast í Thun 10. júlí, í þriðju og síðustu umferð riðlakeppninnar. Hin 35 ára gamla Maren Mjelde, sem er án félags, fær sæti í norska hópnum og fer því á sitt fimmta Evrópumót. Marthine Østenstad er hins vegar ekki valinn. Það er í raun eina breytingin á norska hópnum frá því í leikjunum í Þjóðadeildinni fyrr í þessum mánuði, þegar Noregur og Ísland gerðu 1-1 jafntefli í Þrándheimi, en Østenstad spilaði meirihlutann af þeim leik. María (dóttir Þóris Hergeirssonar handboltaþjálfara) og Haug voru ekki í norska hópnum í síðustu landsleikjum en eru líkt og Østenstad og Sunniva Skoglund á fjögurra manna varalista sem Grainger tilkynnti einnig í dag. Leikmenn sem munu að óbreyttu ekki fara á EM. Norski EM-hópurinn 2025. Fjórar eru á varalista og þar á meðal er María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar handboltaþjálfara.NFF Norski ríkismiðillinn NRK leitaði til sérfræðingsins Carl-Erik Torp eftir svörum um mat á valinu á EM-hópnum. Hann sagði valið heldur fyrirsjáanlegt og leiðinlegt. Mest sjái hann á eftir Haug. „Noreg vantar leikmann með X-faktor sem getur gefið okkur eitthvað annað en hinir leikmennirnir,“ sagði Torp og sagði norska liðið skorta leikmenn sem gætu leyst Ödu Hegerberg af í fremstu víglínu. Hegerberg, Caroline Graham Hansen, Guro Reiten og Frida Maanum eru á meðal helstu stjarna norska hópsins sem íslenska liðið þarf að halda í skefjum þann 10. júlí. EM-hópur Noregs: Cecilie Hauståker Fiskerstrand / Fiorentina S.P.A Aurora Mikalsen / 1. FC Köln Frauen Selma Panengstuen / SK Brann Tuva Hansen / FC Bayern München Guro Bergsvand / VFL Wolfsburg Maren Mjelde / Án félags Thea Bjelde / Vålerenga fotball Marit Bratberg Lund / SL Benfica Emilie Woldvik / Rosengård FC Mathilde Hauge Harviken / Juventus FC Ingrid Syrstad Engen / FC Barcelona Femeni Vilde Bøe Risa / Atletico Madrid Femenino Justine Kvaleng Kielland / VFL Wolfsburg Lisa Naalsund / Manchester United WFC Frida Leonhardsen Maanum / Arsenal WFC Karina Sævik / Vålerenga fotball Celin Bizet Ildhusøy / Manchester United WFC Guro Reiten / Chelsea FC Signe Gaupset / SK Brann Synne Jensen / Atletico Madrid Femenino Caroline Graham Hansen / FC Barcelona Ada Hegerberg / Olympique Lyonnais Féminin Elisabeth Terland / Manchester United WFC Varalisti: Sunniva Skoglund / Stabæk fotball Marthine Østenstad / SK Brann María Þórisdóttir / Brighton & Hove Albion Sophie Roman Haug / Liverpool FC Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Sjá meira
Noregur er í riðli með Íslandi á EM í Sviss og það má alveg búast við því að mikið verði í húfi þegar liðin mætast í Thun 10. júlí, í þriðju og síðustu umferð riðlakeppninnar. Hin 35 ára gamla Maren Mjelde, sem er án félags, fær sæti í norska hópnum og fer því á sitt fimmta Evrópumót. Marthine Østenstad er hins vegar ekki valinn. Það er í raun eina breytingin á norska hópnum frá því í leikjunum í Þjóðadeildinni fyrr í þessum mánuði, þegar Noregur og Ísland gerðu 1-1 jafntefli í Þrándheimi, en Østenstad spilaði meirihlutann af þeim leik. María (dóttir Þóris Hergeirssonar handboltaþjálfara) og Haug voru ekki í norska hópnum í síðustu landsleikjum en eru líkt og Østenstad og Sunniva Skoglund á fjögurra manna varalista sem Grainger tilkynnti einnig í dag. Leikmenn sem munu að óbreyttu ekki fara á EM. Norski EM-hópurinn 2025. Fjórar eru á varalista og þar á meðal er María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar handboltaþjálfara.NFF Norski ríkismiðillinn NRK leitaði til sérfræðingsins Carl-Erik Torp eftir svörum um mat á valinu á EM-hópnum. Hann sagði valið heldur fyrirsjáanlegt og leiðinlegt. Mest sjái hann á eftir Haug. „Noreg vantar leikmann með X-faktor sem getur gefið okkur eitthvað annað en hinir leikmennirnir,“ sagði Torp og sagði norska liðið skorta leikmenn sem gætu leyst Ödu Hegerberg af í fremstu víglínu. Hegerberg, Caroline Graham Hansen, Guro Reiten og Frida Maanum eru á meðal helstu stjarna norska hópsins sem íslenska liðið þarf að halda í skefjum þann 10. júlí. EM-hópur Noregs: Cecilie Hauståker Fiskerstrand / Fiorentina S.P.A Aurora Mikalsen / 1. FC Köln Frauen Selma Panengstuen / SK Brann Tuva Hansen / FC Bayern München Guro Bergsvand / VFL Wolfsburg Maren Mjelde / Án félags Thea Bjelde / Vålerenga fotball Marit Bratberg Lund / SL Benfica Emilie Woldvik / Rosengård FC Mathilde Hauge Harviken / Juventus FC Ingrid Syrstad Engen / FC Barcelona Femeni Vilde Bøe Risa / Atletico Madrid Femenino Justine Kvaleng Kielland / VFL Wolfsburg Lisa Naalsund / Manchester United WFC Frida Leonhardsen Maanum / Arsenal WFC Karina Sævik / Vålerenga fotball Celin Bizet Ildhusøy / Manchester United WFC Guro Reiten / Chelsea FC Signe Gaupset / SK Brann Synne Jensen / Atletico Madrid Femenino Caroline Graham Hansen / FC Barcelona Ada Hegerberg / Olympique Lyonnais Féminin Elisabeth Terland / Manchester United WFC Varalisti: Sunniva Skoglund / Stabæk fotball Marthine Østenstad / SK Brann María Þórisdóttir / Brighton & Hove Albion Sophie Roman Haug / Liverpool FC
EM-hópur Noregs: Cecilie Hauståker Fiskerstrand / Fiorentina S.P.A Aurora Mikalsen / 1. FC Köln Frauen Selma Panengstuen / SK Brann Tuva Hansen / FC Bayern München Guro Bergsvand / VFL Wolfsburg Maren Mjelde / Án félags Thea Bjelde / Vålerenga fotball Marit Bratberg Lund / SL Benfica Emilie Woldvik / Rosengård FC Mathilde Hauge Harviken / Juventus FC Ingrid Syrstad Engen / FC Barcelona Femeni Vilde Bøe Risa / Atletico Madrid Femenino Justine Kvaleng Kielland / VFL Wolfsburg Lisa Naalsund / Manchester United WFC Frida Leonhardsen Maanum / Arsenal WFC Karina Sævik / Vålerenga fotball Celin Bizet Ildhusøy / Manchester United WFC Guro Reiten / Chelsea FC Signe Gaupset / SK Brann Synne Jensen / Atletico Madrid Femenino Caroline Graham Hansen / FC Barcelona Ada Hegerberg / Olympique Lyonnais Féminin Elisabeth Terland / Manchester United WFC Varalisti: Sunniva Skoglund / Stabæk fotball Marthine Østenstad / SK Brann María Þórisdóttir / Brighton & Hove Albion Sophie Roman Haug / Liverpool FC
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Sjá meira