„Ég vil drepa Manchester United“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2025 10:01 Rayan Cherki mætir í ensku úrvalsdeildina í haust og hann getur ekki beðið eftir Manchester slagnum á móti United. Getty/Carmen Mandato Nýjasti leikmaður Manchester City kemur í hefndarhug inn í ensku úrvalsdeildina á næstu leiktíð. City gekk á dögunum frá kaupunum á Rayan Cherki frá Lyon. Cherki sparaði ekki yfirlýsingarnar í fyrsta viðtali sínu sem leikmaður Manchester City. Stuðningsmenn City eru örugglega ánægðir með þá staðreynd að nágrannar þeirra í United séu aðalskotmarkið hjá Frakkanum. Breska ríkisútvarpið segir frá. Íþróttasíða Daily Mirror slær þessu upp.Daily Mirror „Ég var ekki hrifinn af því þegar Manchester United vann leikinn á móti Lyon því ég er Lyonnais maður, sagði Cherki. United átti magnaða endurkomu á móti Lyon í Evrópudeildinni eftir að hafa lent tveimur mörkum undir í framlengingunni. United vann leikinn 5-4 og þar með 7-6 samanlagt en þessi leikur var í átta liða úrslitunum í apríl. „Nú bíð ég eftir leiknum á móti þeim. Ég vil drepa Manchester United. Ég er mættur hingað til að vinna alla leiki,“ sagði Cherki. „Ég vildi bara fara til Manchester City,” sagði Cherki. Hans fyrstu leikir með liðinu verða væntanlega í heimsmeistarakeppni félagsliða í Bandaríkjunum. Cherki er 21 árs gamall en hann kom til Lyon þegar hann var bara sjö ára. Hann hefur spilað með aðalliði félagsins frá því hann var sautján ára gamall. Á síðasta tímabili þá var Cherki með 12 mörk og 19 stoðsendingar í 43 leikjum í frönsku deildinni og Evrópudeildinni. Öflugur leikmaður þar á ferðinni. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) Enski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira
City gekk á dögunum frá kaupunum á Rayan Cherki frá Lyon. Cherki sparaði ekki yfirlýsingarnar í fyrsta viðtali sínu sem leikmaður Manchester City. Stuðningsmenn City eru örugglega ánægðir með þá staðreynd að nágrannar þeirra í United séu aðalskotmarkið hjá Frakkanum. Breska ríkisútvarpið segir frá. Íþróttasíða Daily Mirror slær þessu upp.Daily Mirror „Ég var ekki hrifinn af því þegar Manchester United vann leikinn á móti Lyon því ég er Lyonnais maður, sagði Cherki. United átti magnaða endurkomu á móti Lyon í Evrópudeildinni eftir að hafa lent tveimur mörkum undir í framlengingunni. United vann leikinn 5-4 og þar með 7-6 samanlagt en þessi leikur var í átta liða úrslitunum í apríl. „Nú bíð ég eftir leiknum á móti þeim. Ég vil drepa Manchester United. Ég er mættur hingað til að vinna alla leiki,“ sagði Cherki. „Ég vildi bara fara til Manchester City,” sagði Cherki. Hans fyrstu leikir með liðinu verða væntanlega í heimsmeistarakeppni félagsliða í Bandaríkjunum. Cherki er 21 árs gamall en hann kom til Lyon þegar hann var bara sjö ára. Hann hefur spilað með aðalliði félagsins frá því hann var sautján ára gamall. Á síðasta tímabili þá var Cherki með 12 mörk og 19 stoðsendingar í 43 leikjum í frönsku deildinni og Evrópudeildinni. Öflugur leikmaður þar á ferðinni. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever)
Enski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira