„Hef alltof margar aðrar áhyggjur til að pæla í því“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Ágúst Orri Arnarson skrifa 15. júní 2025 21:29 Jón Þór í leik dagsins. Vísir/Diego „Svekktur, mjög svekkjandi tap. Svekkjandi niðurstaða,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir að hans menn töpuðu 4-1 fyrir Aftureldingu í botnslag Bestu deildar karla í fótbolta. Hann hefur eðlilega áhyggjur af stöðu sinni hjá liðinu. „Það er fullt af vendipunktum í þessum leik. Lengi framan af fannst mér meira jákvætt en neikvætt, í fyrri hálfleik og framan af seinni hálfleiknum. Okkur tókst ekki að nýta færin okkar og koma okkur í betri stöðu,“ sagði Jón Þór og hélt áfram. „Áður en þeir jafna eigum við að vera komnir í stærri forystu. Annað er að mér finnst Axel Óskar (Andrésson) komast upp með tvö ljót brot á gulu spjaldi í seinni hálfleik, í stöðunni 1-1. Síðan á endanum var annað liðið sem nýtti færin sín, það var Afturelding og fóru þar af leiðandi með sigur af hólmi.“ ÍA stillti upp með fjögurra manna varnarlínu í kvöld en hefur fram til þessa á leiktíðinni spilað með fimm til baka. Breyting til hins betra eða verra? „Eins og ég sagði, lengi framan af leik var fleira jákvætt heldur en neikvætt. Komum okkur trekk í trekk í stöður til að koma okkur í góða stöðu í leiknum en inn vildi boltinn ekki. Bæði hefðum við getað nýtt færin okkar betur og mér fannst oft á tíðum þegar við erum að koma okkur í stöðu ofarlega á vellinum vantaði betri síðustu sendingu til að gera sér betri mat úr þeim stöðum til að skapa fleiri færi.“ Skagamenn eru neðstir með 9 stig að loknum 11 umferðum. Hversu áhyggjufullur er Jón Þór? „Staðan er ekki góð, það er klárt.“ „Að sjálfsögðu. Á meðan við komum okkur ekki í betri stöðu í töflunni þá hefur maður áhyggjur af því. En ég hef alltof margar aðrar áhyggjur til að pæla í því,“ sagði Jón Þór um áhyggjur af sinni stöðu. „Það er alveg klárt að við þurfum að ná aðeins að endurstilla okkur og hrista af okkur, við erum alltof þungir í herðunum og það þarf alltof lítið að gerast til að liðið brotni eins og í restina. Þetta er aldrei 3-1/4-1 leikur en trekk í trekk finnum við okkur í þeirri stöðu og eigum viku eftir viku möguleika til að koma okkur í betri mál í deildinni en meðan við nýtum það ekki þá hefur maður áhyggjur af mörgum hlutum.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Sjá meira
„Það er fullt af vendipunktum í þessum leik. Lengi framan af fannst mér meira jákvætt en neikvætt, í fyrri hálfleik og framan af seinni hálfleiknum. Okkur tókst ekki að nýta færin okkar og koma okkur í betri stöðu,“ sagði Jón Þór og hélt áfram. „Áður en þeir jafna eigum við að vera komnir í stærri forystu. Annað er að mér finnst Axel Óskar (Andrésson) komast upp með tvö ljót brot á gulu spjaldi í seinni hálfleik, í stöðunni 1-1. Síðan á endanum var annað liðið sem nýtti færin sín, það var Afturelding og fóru þar af leiðandi með sigur af hólmi.“ ÍA stillti upp með fjögurra manna varnarlínu í kvöld en hefur fram til þessa á leiktíðinni spilað með fimm til baka. Breyting til hins betra eða verra? „Eins og ég sagði, lengi framan af leik var fleira jákvætt heldur en neikvætt. Komum okkur trekk í trekk í stöður til að koma okkur í góða stöðu í leiknum en inn vildi boltinn ekki. Bæði hefðum við getað nýtt færin okkar betur og mér fannst oft á tíðum þegar við erum að koma okkur í stöðu ofarlega á vellinum vantaði betri síðustu sendingu til að gera sér betri mat úr þeim stöðum til að skapa fleiri færi.“ Skagamenn eru neðstir með 9 stig að loknum 11 umferðum. Hversu áhyggjufullur er Jón Þór? „Staðan er ekki góð, það er klárt.“ „Að sjálfsögðu. Á meðan við komum okkur ekki í betri stöðu í töflunni þá hefur maður áhyggjur af því. En ég hef alltof margar aðrar áhyggjur til að pæla í því,“ sagði Jón Þór um áhyggjur af sinni stöðu. „Það er alveg klárt að við þurfum að ná aðeins að endurstilla okkur og hrista af okkur, við erum alltof þungir í herðunum og það þarf alltof lítið að gerast til að liðið brotni eins og í restina. Þetta er aldrei 3-1/4-1 leikur en trekk í trekk finnum við okkur í þeirri stöðu og eigum viku eftir viku möguleika til að koma okkur í betri mál í deildinni en meðan við nýtum það ekki þá hefur maður áhyggjur af mörgum hlutum.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Sjá meira