Litla systir Duplantis með besta árangur ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2025 15:17 Armand „Mondo“ Duplantis er 25 ára en systir hans Johanna er þremur árum yngri @johannaduplantis/Getty/Maja Hitij Armand „Mondo“ Duplantis fór í 106. skiptið yfir sex metrana á Demantamóti á Bislett leikvanginum í Osló í gærkvöldi og tryggði sér sigur. Hann var þó ekki sá eini úr fjölskyldunni sem fagnaði góðum árangri í gær. Duplantis fór að lokum yfir 6,15 metra sem er mótsmet en heimsmet hans er 6,27 metrar. Enginn annar í keppninni í gær var nálægt því að fara yfir sex metrana. Systir hans Johanna Duplantis er þremur árum yngri og hún er líka á fullu í stangarstökki. Hún setti nýtt persónulegt met í gær með því að fara yfir 4,39 metra á meistaramóti bandarísku háskólanna. Þetta er áttundi besti árangurinn í sögu sænskra stangarstökkskvenna og sá besti hjá sænskri konu á þessu ári. Armand var spurður út í litlu systur eftir sigur sinn í gær. „Það er erfitt að lýsa því hvað hún hefur bætt sig ótrúlega mikið á þessu tímabili. Ég er svo ánægður fyrir hennar hönd,“ sagði Armand Duplantis. Duplantis sjálfur hefur sett ellefu heimsmet á ferlinum og hefur unnið tvö síðustu Ólympíugull í greininni auk þess að vera fimm sinnum heimsmeistari og fjórum sinnum Evrópumeistari. Meiri yfirburðamann er nánast vonlaust að finna. Hin 22 ára gamla Johanna Duplantis er á hraðri uppleið í bókstaflegri merkingu og það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort hún geti bætt sig enn frekar. View this post on Instagram A post shared by Sportbibeln (@sportbibeln.se) Frjálsar íþróttir Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Duplantis fór að lokum yfir 6,15 metra sem er mótsmet en heimsmet hans er 6,27 metrar. Enginn annar í keppninni í gær var nálægt því að fara yfir sex metrana. Systir hans Johanna Duplantis er þremur árum yngri og hún er líka á fullu í stangarstökki. Hún setti nýtt persónulegt met í gær með því að fara yfir 4,39 metra á meistaramóti bandarísku háskólanna. Þetta er áttundi besti árangurinn í sögu sænskra stangarstökkskvenna og sá besti hjá sænskri konu á þessu ári. Armand var spurður út í litlu systur eftir sigur sinn í gær. „Það er erfitt að lýsa því hvað hún hefur bætt sig ótrúlega mikið á þessu tímabili. Ég er svo ánægður fyrir hennar hönd,“ sagði Armand Duplantis. Duplantis sjálfur hefur sett ellefu heimsmet á ferlinum og hefur unnið tvö síðustu Ólympíugull í greininni auk þess að vera fimm sinnum heimsmeistari og fjórum sinnum Evrópumeistari. Meiri yfirburðamann er nánast vonlaust að finna. Hin 22 ára gamla Johanna Duplantis er á hraðri uppleið í bókstaflegri merkingu og það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort hún geti bætt sig enn frekar. View this post on Instagram A post shared by Sportbibeln (@sportbibeln.se)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira