Þorði ekki í mikilvægan landsleik af ótta við stefnu Trumps Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2025 07:02 Raiko Arozarena vildi ekki taka áhættuna á að fara til Kúbu og missti af afar mikilvægum landsleik. Getty/Megan Briggs Kúbverjar eru úr leik í undankeppni HM karla í fótbolta en kannski ættu þeir enn von ef að markvörður þeirra og fyrirliði hefði þorað að yfirgefa Bandaríkin til að spila lykilleik gegn Bermúda. Áhyggjur hafa verið af því hvaða áhrif hörð innflytjendastefna ríkisstjórnar Donald Trump muni hafa á heimsmeistaramótið á næsta ári, ekki síst eftir að tólf þjóðir voru settar á bannlista á mánudaginn. Ferðabannið er að minnsta kosti þegar farið að hafa áhrif á undankeppni HM því markvörður Kúbu, Raiko Arozarena sem spilar með Las Vegas Lights í Bandaríkjunum, vildi ekki taka sénsinn á að spila gegn Bermúda á Kúbu á þriðjudaginn. Kúba er ekki í hópi landanna tólf sem sett voru á bannlista en er eitt af sjö öðrum löndum sem nú þurfa að lúta strangari reglum um komu til Bandaríkjanna. Arozarena er búsettur í Bandaríkjunum og hefði samkvæmt reglunum ekki átt að þurfa að óttast að mega ekki snúa aftur heim eftir leik á Kúbu en gerði það þó samt, samkvæmt yfirlýsingu kúbverska knattspyrnusambandsins. Hann tilkynnti ákvörðun sína aðeins nokkrum klukkutímum fyrir flug frá Antígva og Barbúda, þar sem hann hafði staðið í markinu og borið fyrirliðabandið í 1-0 útisigri Kúbverja. Gáfu leik gegn Kúbu „Leikmaðurinn útskýrði að hann hefði áhyggjur af nýjustu innflytjendareglunum sem bandarísk stjórnvöld eru að innleiða. Hann býr í Bandaríkjunum og reglurnar takmarka ferðalög til landsins frá Kúbu og fleiri löndum, svo hann taldi félagsliðaferli sínum ógnað,“ sagði í yfirlýsingu sambandsins. Án Arozarena tapaði Kúba gegn Bermúda, 2-1, missti þar með Bermúda upp fyrir sig í riðlinum og þar með er HM-draumurinn úti. Bermúda komst hins vegar á næsta stig ásamt Hondúras sem vann riðilinn. Fyrr í þessum landsleikjaglugga ákváðu Cayman-eyjar að gefa leik sinn gegn Kúbverjum vegna ótta um að hópur leikmanna liðsins myndi ekki geta snúið aftur til Bandaríkjanna eftir leikinn. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Lille - Brann | Íslendingar berjast í Evrópudeild Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjá meira
Áhyggjur hafa verið af því hvaða áhrif hörð innflytjendastefna ríkisstjórnar Donald Trump muni hafa á heimsmeistaramótið á næsta ári, ekki síst eftir að tólf þjóðir voru settar á bannlista á mánudaginn. Ferðabannið er að minnsta kosti þegar farið að hafa áhrif á undankeppni HM því markvörður Kúbu, Raiko Arozarena sem spilar með Las Vegas Lights í Bandaríkjunum, vildi ekki taka sénsinn á að spila gegn Bermúda á Kúbu á þriðjudaginn. Kúba er ekki í hópi landanna tólf sem sett voru á bannlista en er eitt af sjö öðrum löndum sem nú þurfa að lúta strangari reglum um komu til Bandaríkjanna. Arozarena er búsettur í Bandaríkjunum og hefði samkvæmt reglunum ekki átt að þurfa að óttast að mega ekki snúa aftur heim eftir leik á Kúbu en gerði það þó samt, samkvæmt yfirlýsingu kúbverska knattspyrnusambandsins. Hann tilkynnti ákvörðun sína aðeins nokkrum klukkutímum fyrir flug frá Antígva og Barbúda, þar sem hann hafði staðið í markinu og borið fyrirliðabandið í 1-0 útisigri Kúbverja. Gáfu leik gegn Kúbu „Leikmaðurinn útskýrði að hann hefði áhyggjur af nýjustu innflytjendareglunum sem bandarísk stjórnvöld eru að innleiða. Hann býr í Bandaríkjunum og reglurnar takmarka ferðalög til landsins frá Kúbu og fleiri löndum, svo hann taldi félagsliðaferli sínum ógnað,“ sagði í yfirlýsingu sambandsins. Án Arozarena tapaði Kúba gegn Bermúda, 2-1, missti þar með Bermúda upp fyrir sig í riðlinum og þar með er HM-draumurinn úti. Bermúda komst hins vegar á næsta stig ásamt Hondúras sem vann riðilinn. Fyrr í þessum landsleikjaglugga ákváðu Cayman-eyjar að gefa leik sinn gegn Kúbverjum vegna ótta um að hópur leikmanna liðsins myndi ekki geta snúið aftur til Bandaríkjanna eftir leikinn.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Lille - Brann | Íslendingar berjast í Evrópudeild Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjá meira