Sló heimsmet og sagði annað vera tímasóun Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2025 21:32 Karsten Warholm gladdi norsku þjóðina með heimsmeti á heimavelli í kvöld og gaf sér góðan tíma í að sinna aðdáendum. Getty/Maja Hitij Norski grindahlauparinn Karsten Warholm naut sín á botn fyrir framan landa sína á Bislett-leikvanginum í kvöld og setti nýtt heimsmet. Annað hefði verið tímaeyðsla að hans eigin sögn. Warholm sló sitt eigið heimsmet í 300 metra grindahlaupi, sem vissulega hefur mun sjaldnar verið keppt í en 400 metra grindahlaupi sem Warholm hlaut silfur í á síðustu Ólympíuleikum og gull í Tókýó 2021. Hann hljóp á Demantamótinu í kvöld á 32,67 sekúndum og sló metið sitt frá því í Kína í vor um 62/100 úr sekúndu. Í ár er í fyrsta sinn keppt í 300 metra grindahlaupi á Demantamótaröðinni en heimsmet í greininni eru þó ekki skráð hjá alþjóða frjálsíþróttasambandinu. „Það skemmtilegasta var að vinna og sjá gleðina hjá öllum áhorfendunum. Það toppar ekkert tilfinninguna við að vinna á heimavelli og setja heimsmet. Ef mér tekst ekki að koma mér í svona stöðu þá finnst mér ég vera að sóa tíma mínum,“ sagði Warholm við SVT Sport. The fastest 300m hurdles in history! 🔥 Karsten Warholm 🇳🇴 shatters his world best with 32.67 at the Bislett Games in Oslo!He takes 0.38 off his previous mark. 🥵#DiamondLeague pic.twitter.com/IM7eSeoRB9— European Athletics (@EuroAthletics) June 12, 2025 Warholm var þó ekki með forystuna framan af hlaupi því Bandaríkjamaðurinn Rai Benjamin byrjaði betur. Warholm nýtti hins vegar stuðninginn úr stúkunni og endaði rúmlega hálfri sekúndu á undan Benjamin sem kom í mark á 33,22 sekúndum. Alison dos Santos varð svo þriðji á 33,38 sekúndum. Benjamin hafði haft betur gegn Warholm á Ólympíuleikunum í fyrra og Dos Santos vann hann á Bislett-leikvanginum í fyrra, svo sigurinn var enn kærkomnari í kvöld. „Þetta hefur angrað mig mikið. En það verður að segjast að svona lagað er líka langbesta hvatningin og eitthvað sem ekkert annað getur fært þér,“ sagði Warholm um samkeppnina. Frjálsar íþróttir Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Real Oviedo - Barcelona | Vilja ekki missa Real of langt frá sér Í beinni: Fram - Haukar | Hörkuleikur á heimavelli meistaranna Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sjá meira
Warholm sló sitt eigið heimsmet í 300 metra grindahlaupi, sem vissulega hefur mun sjaldnar verið keppt í en 400 metra grindahlaupi sem Warholm hlaut silfur í á síðustu Ólympíuleikum og gull í Tókýó 2021. Hann hljóp á Demantamótinu í kvöld á 32,67 sekúndum og sló metið sitt frá því í Kína í vor um 62/100 úr sekúndu. Í ár er í fyrsta sinn keppt í 300 metra grindahlaupi á Demantamótaröðinni en heimsmet í greininni eru þó ekki skráð hjá alþjóða frjálsíþróttasambandinu. „Það skemmtilegasta var að vinna og sjá gleðina hjá öllum áhorfendunum. Það toppar ekkert tilfinninguna við að vinna á heimavelli og setja heimsmet. Ef mér tekst ekki að koma mér í svona stöðu þá finnst mér ég vera að sóa tíma mínum,“ sagði Warholm við SVT Sport. The fastest 300m hurdles in history! 🔥 Karsten Warholm 🇳🇴 shatters his world best with 32.67 at the Bislett Games in Oslo!He takes 0.38 off his previous mark. 🥵#DiamondLeague pic.twitter.com/IM7eSeoRB9— European Athletics (@EuroAthletics) June 12, 2025 Warholm var þó ekki með forystuna framan af hlaupi því Bandaríkjamaðurinn Rai Benjamin byrjaði betur. Warholm nýtti hins vegar stuðninginn úr stúkunni og endaði rúmlega hálfri sekúndu á undan Benjamin sem kom í mark á 33,22 sekúndum. Alison dos Santos varð svo þriðji á 33,38 sekúndum. Benjamin hafði haft betur gegn Warholm á Ólympíuleikunum í fyrra og Dos Santos vann hann á Bislett-leikvanginum í fyrra, svo sigurinn var enn kærkomnari í kvöld. „Þetta hefur angrað mig mikið. En það verður að segjast að svona lagað er líka langbesta hvatningin og eitthvað sem ekkert annað getur fært þér,“ sagði Warholm um samkeppnina.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Real Oviedo - Barcelona | Vilja ekki missa Real of langt frá sér Í beinni: Fram - Haukar | Hörkuleikur á heimavelli meistaranna Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sjá meira