Bíða eftir gúmmíi og spila á Þórsvelli eins og stelpurnar Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2025 18:02 Hásteinsvöllur hefur alltaf verið lagður grasi, eins og á þessari mynd, en núna er komið gervigras sem á vantar gúmmíkurl. ÍBV Eyjamenn neyðast til að spila heimaleiki sína áfram á Þórsvelli um sinn þó að búið sé að leggja gervigras á Hásteinsvöll, því beðið er eftir sendingu af gúmmíkurli á nýja völlinn. Þetta staðfestir Magnús Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, við Fótbolta.net í dag. Bæði karla- og kvennalið ÍBV hafa byrjað fótboltasumarið á grasinu á Þórsvelli og reyndar vegnað þar býsna vel. Vonir stóðu þó til þess að Hásteinsvöllur yrði klár fyrir síðustu mánaðamót, svo að til að mynda yrði hægt að nýta hann á stóru krakkamótunum. Hins vegar er ekki hægt að spila á honum á TM-mótinu sem hófst í morgun. Stelpurnar á TM-mótinu munu aftur á móti spila á Þórsvelli á mótinu, líkt og karlalið ÍBV gegn Breiðabliki í Bestu deildinni á sunnudag, og viðurkennir Magnús að menn hafi óttast að álagið á vellinum yrði of mikið: „Já, en miðað við hvernig spáin er þá hef ég minni áhyggjur af því í dag heldur en ég hafði í síðustu viku. Við höfðum sannarlega áhyggjur, en það er flottur dagur í dag og verður á morgun líka. Við erum að reyna spila sem minnst á Þórsvelli,“ segir Magnús við Fótbolta.net. Blæs á samsæriskenningar Samkvæmt frétt miðilsins er nú vonast til þess að gúmmíkurlið verið komið til Eyja og á hinn nýja Hásteinsvöll eftir viku. Það þýðir þó að auk leiksins við Breiðablik á sunnudag munu Eyjamenn spila bikarleikinn við Val á Þórsvelli næsta fimmtudag. Fyrsti leikur ÍBV á Hásteinsvelli í sumar gæti því orðið mánudaginn 23. júní í nýliðaslagnum við Aftureldingu í Bestu deild karla. Degi síðar eiga Eyjakonur svo heimaleik við Fylki í Lengjudeild kvenna. Karlalið ÍBV hefur fengið sjö stig af tólf mögulegum á Þórsvelli í sumar auk þess að vinna þar bikarsigur gegn Víkingum. Kvennalið ÍBV hefur svo náð í sjö stig af níu mögulegum á Þórsvelli og unnið þar bikarsigra gegn Gróttu og Völsungi. Það er því óhætt að segja að uppskeran hafi verið góð hjá ÍBV á Þórsvelli en Magnús blæs á allar samsæriskenningar um að reynt sé að fresta því að liðin færi sig yfir á gervigrasið á Hásteinsvelli, bara vegna þess hve vel gangi á Þórsvelli: „Ég er heiðarlegur með að það hefur ekkert með þetta að gera, upphaflega planið var að völlurinn átti að vera klár í maí,“ segir Magnús og ítrekar að málið hafi sett ÍBV í mikinn vanda því öll plön hafi gert ráð fyrir að hægt yrði að nýta Hásteinsvöll í júní. Besta deild karla ÍBV Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira
Þetta staðfestir Magnús Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, við Fótbolta.net í dag. Bæði karla- og kvennalið ÍBV hafa byrjað fótboltasumarið á grasinu á Þórsvelli og reyndar vegnað þar býsna vel. Vonir stóðu þó til þess að Hásteinsvöllur yrði klár fyrir síðustu mánaðamót, svo að til að mynda yrði hægt að nýta hann á stóru krakkamótunum. Hins vegar er ekki hægt að spila á honum á TM-mótinu sem hófst í morgun. Stelpurnar á TM-mótinu munu aftur á móti spila á Þórsvelli á mótinu, líkt og karlalið ÍBV gegn Breiðabliki í Bestu deildinni á sunnudag, og viðurkennir Magnús að menn hafi óttast að álagið á vellinum yrði of mikið: „Já, en miðað við hvernig spáin er þá hef ég minni áhyggjur af því í dag heldur en ég hafði í síðustu viku. Við höfðum sannarlega áhyggjur, en það er flottur dagur í dag og verður á morgun líka. Við erum að reyna spila sem minnst á Þórsvelli,“ segir Magnús við Fótbolta.net. Blæs á samsæriskenningar Samkvæmt frétt miðilsins er nú vonast til þess að gúmmíkurlið verið komið til Eyja og á hinn nýja Hásteinsvöll eftir viku. Það þýðir þó að auk leiksins við Breiðablik á sunnudag munu Eyjamenn spila bikarleikinn við Val á Þórsvelli næsta fimmtudag. Fyrsti leikur ÍBV á Hásteinsvelli í sumar gæti því orðið mánudaginn 23. júní í nýliðaslagnum við Aftureldingu í Bestu deild karla. Degi síðar eiga Eyjakonur svo heimaleik við Fylki í Lengjudeild kvenna. Karlalið ÍBV hefur fengið sjö stig af tólf mögulegum á Þórsvelli í sumar auk þess að vinna þar bikarsigur gegn Víkingum. Kvennalið ÍBV hefur svo náð í sjö stig af níu mögulegum á Þórsvelli og unnið þar bikarsigra gegn Gróttu og Völsungi. Það er því óhætt að segja að uppskeran hafi verið góð hjá ÍBV á Þórsvelli en Magnús blæs á allar samsæriskenningar um að reynt sé að fresta því að liðin færi sig yfir á gervigrasið á Hásteinsvelli, bara vegna þess hve vel gangi á Þórsvelli: „Ég er heiðarlegur með að það hefur ekkert með þetta að gera, upphaflega planið var að völlurinn átti að vera klár í maí,“ segir Magnús og ítrekar að málið hafi sett ÍBV í mikinn vanda því öll plön hafi gert ráð fyrir að hægt yrði að nýta Hásteinsvöll í júní.
Besta deild karla ÍBV Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira