Vill að Þorbjörg Sigríður dragi orð sín til baka Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2025 14:01 Hildur Sverrisdóttir taldi orð sem Þorbjörg Sigríður lét falla í Eldhúsdagsumræðum í gær ekki boðleg. vísir/anton brink Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs í dagskrárliðnum Störfum þingsins nú rétt í þessu og sagði að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir væri maður að meiri ef hún myndi biðjast afsökunar á orðum sínum í Eldhúsdagsumræðum. Hildur var afar alvarleg í bragði þegar hún lýsti yfir miklum vonbrigðum með þau orð sem Þorbjörg Sigríður lét falla í Eldhúsdagsumræðum í gær. En þá var hún að hrósa fjármálaráðherra fyrir afar vel heppnaða sölu á Íslandsbanka. „Svo bætti hún við að það hefði ekki þurft neina sakamálarannsókn í kjölfarið,“ sagði Hildur. Hún sagði það fyrirliggjandi í því mál, algerlega fyrirliggjandi, að það hefði engin sakamálarannsókn átt sér stað í kjölfar sölunnar á Íslandbanka, undir stjórn Bjarna Benediktssonar fyrrverandi fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði af sér vegna álits umboðsmanns Alþingis. Hildur sagði að það mætti láta vera að salan þá hefði skilað meiru í ríkiskassann, það „mætti hía á þá sölu“ og svo framvegis. „En hér er verið að nota mjög stór orð,“ sagði Hildur og að Þorbjörg Sigríður mætti vel gera sér grein fyrir því hversu alvarleg og gildishlaðin, verandi dómsmálaráðherra. „Hún veit alveg hvað sakamálarannsókn er,“ sagði Hildur. Það gengi ekki að láta svona nokkuð falla en hafa í nánast sama orðinu áhyggjur af upplýsingaóreiðu og að traust á stjórnmálum væri í frjálsu falli. Hildur sagði að Þorbjörg Sigríður væri maður að meiri ef hún myndi draga þessi orð sín til baka. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Hildur var afar alvarleg í bragði þegar hún lýsti yfir miklum vonbrigðum með þau orð sem Þorbjörg Sigríður lét falla í Eldhúsdagsumræðum í gær. En þá var hún að hrósa fjármálaráðherra fyrir afar vel heppnaða sölu á Íslandsbanka. „Svo bætti hún við að það hefði ekki þurft neina sakamálarannsókn í kjölfarið,“ sagði Hildur. Hún sagði það fyrirliggjandi í því mál, algerlega fyrirliggjandi, að það hefði engin sakamálarannsókn átt sér stað í kjölfar sölunnar á Íslandbanka, undir stjórn Bjarna Benediktssonar fyrrverandi fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði af sér vegna álits umboðsmanns Alþingis. Hildur sagði að það mætti láta vera að salan þá hefði skilað meiru í ríkiskassann, það „mætti hía á þá sölu“ og svo framvegis. „En hér er verið að nota mjög stór orð,“ sagði Hildur og að Þorbjörg Sigríður mætti vel gera sér grein fyrir því hversu alvarleg og gildishlaðin, verandi dómsmálaráðherra. „Hún veit alveg hvað sakamálarannsókn er,“ sagði Hildur. Það gengi ekki að láta svona nokkuð falla en hafa í nánast sama orðinu áhyggjur af upplýsingaóreiðu og að traust á stjórnmálum væri í frjálsu falli. Hildur sagði að Þorbjörg Sigríður væri maður að meiri ef hún myndi draga þessi orð sín til baka.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira