Mömmu þjálfarans fannst framkoma Bellingham viðbjóðsleg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2025 06:46 Jude Bellingham var mjög ósáttur með Stephanie Frappart dómara eftir að mark var dæmt af honum í tapleiknum á móti Senegal. Getty/Carl Recine Thomas Tuchel, þjálfari enska landsliðsins, segist alveg skilja gagnrýnina á framkomu stórstjörnunnar Jude Bellingham í tapleiknum á móti Senegal á þriðjudaginn. Bellingham reifst kröftulega við dómara leiksins eftir að jöfnunarmark hans var dæmt af. Hann hefði þá jafnað metin í 2-2 en Senegal vann á endanum 3-1. Tuchel ræddi framkomu Bellingham í viðtali við TalkSport. Hann varði sinn leikmann en skildi jafnframt þau þeirra sem eru ósátt með hann. Tuchel sagði meðal annars að móður hans hefði fundist framkoma Bellingham viðbjóðsleg. „Hann hefur eitthvað sérstakt. Hann kemur með þetta aukalega sem getur hjálpað okkur að ná markmiðum okkar. Hann þarf hins vegar að ná meiri stjórn á sjálfum sér. Hann þarf að stýra þessu í átt að mótherjanum, í átt að markinu en ekki í átt að því að ógna liðsfélögum eða vera of agressífur við liðsfélaga eða dómara,“ sagði Thomas Tuchel. „Hann hefur þennan eldmóð og ég vil ekki missa hann. Hann á að spila með þennan eldmóð því þar liggur styrkur hans. Þessum eldmóði fylgir ýmislegt sem liðsfélagar hans geta túlkað á annan hátt,“ sagði Tuchel. „Þú sérð hann stundum missa sig við dómara og láta reiði sína taka yfir. Við getum hjálpað honum að ná að stýra þessu í rétta átt. Hann hefur þetta aukalega sem erfitt er að finna,“ sagði Tuchel. „Þegar hann brosir þá heillar hann alla en stundum birtist reiðin, hungrið og eldmóðurinn. Það kemur út með þeim hætti sem sumum finnst vera viðbjóðslegt. Gott dæmi um það er móðir mín þegar hún situr fyrir fram sjónvarðið og sér þetta. Heilt yfir þá er ég samt mjög ánægður með hann því þetta er sérstakur strákur,“ sagði Tuchel. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Enski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira
Bellingham reifst kröftulega við dómara leiksins eftir að jöfnunarmark hans var dæmt af. Hann hefði þá jafnað metin í 2-2 en Senegal vann á endanum 3-1. Tuchel ræddi framkomu Bellingham í viðtali við TalkSport. Hann varði sinn leikmann en skildi jafnframt þau þeirra sem eru ósátt með hann. Tuchel sagði meðal annars að móður hans hefði fundist framkoma Bellingham viðbjóðsleg. „Hann hefur eitthvað sérstakt. Hann kemur með þetta aukalega sem getur hjálpað okkur að ná markmiðum okkar. Hann þarf hins vegar að ná meiri stjórn á sjálfum sér. Hann þarf að stýra þessu í átt að mótherjanum, í átt að markinu en ekki í átt að því að ógna liðsfélögum eða vera of agressífur við liðsfélaga eða dómara,“ sagði Thomas Tuchel. „Hann hefur þennan eldmóð og ég vil ekki missa hann. Hann á að spila með þennan eldmóð því þar liggur styrkur hans. Þessum eldmóði fylgir ýmislegt sem liðsfélagar hans geta túlkað á annan hátt,“ sagði Tuchel. „Þú sérð hann stundum missa sig við dómara og láta reiði sína taka yfir. Við getum hjálpað honum að ná að stýra þessu í rétta átt. Hann hefur þetta aukalega sem erfitt er að finna,“ sagði Tuchel. „Þegar hann brosir þá heillar hann alla en stundum birtist reiðin, hungrið og eldmóðurinn. Það kemur út með þeim hætti sem sumum finnst vera viðbjóðslegt. Gott dæmi um það er móðir mín þegar hún situr fyrir fram sjónvarðið og sér þetta. Heilt yfir þá er ég samt mjög ánægður með hann því þetta er sérstakur strákur,“ sagði Tuchel. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Enski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira