Halla flytur hátíðarávarpið í stað Kristrúnar Árni Sæberg skrifar 11. júní 2025 11:46 Kristrún hefur boðið Höllu að flytja hátíðarávarpið á 17. júní. Vísir/Vilhelm Hátíðardagskrá á Austurvelli á 17. júní verður með breyttu sniði í ár þar sem Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur boðið Höllu Tómasdóttur forseta Íslands að flytja hátíðarávarpið, sem allt fram til þessa hefur verið í höndum forsætisráðherra. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að á þjóðhátíðardaginn fari fram hátíðarguðsþjónusta í Dómkirkjunni í Reykjavík og að henni lokinni hefst hátíðardagskrá á Austurvelli. Auk breytingar á flutningsmanni hátíðarávarpsins verði tilhögun nú með þeim hætti að athöfnin verður sýnilegri almenningi en áður. Íhaldsmaðurinn Bjarni vildi ekki víkja Guðni Th. Jóhannesson, forveri Höllu í embætti forseta, lagði til í kveðjuávarpi sínu til Alþingis síðasta sumar að forseti tæki við flutningi hátíðarávarpsins af forsætisráðherra. „Ekki hef ég viljað vekja máls á því opinberlega á meðan ég sit sjálfur á Bessastöðum en í ljósi hinnar einstöku stöðu forseta Íslands í stjórnskipun og samfélagi tel ég fara vel á því að sá eða sú sem því embætti gegnir flytji ávarp til þjóðarinnar á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn frekar en forsætisráðherra eins og venja hefur verið,“ sagði Guðni. Þar færi stjórnmálaleiðtogi sem talaði frá degi til dags fyrir hönd ríkisstjórnar eða síns flokks. Sá maður væri því í öðrum sporum en forseti hverju sinni. Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, tók ekki undir þessa hugmynd. „Ég er nú svona íhaldsmaður í grunninn og það er mjög löng hefð fyrir því á Íslandi að forsætisráðherra ávarpi þjóðina á 17. júní. Mér finnst kannski engin sérstök ástæða til að taka upp þá löngu hefð og endurhugsa hana,“ sagði Bjarni. Kristrún leggur þó blómsveiginn að minnisvarða Jóns Í tilkynningunni segir að hátíðarathöfnin á Austurvelli verði í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV og bein útvarpsútsending verði frá hátíðarguðsþjónustunni klukkan 10:15. Forsætisráðherra muni leggja blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og fjallkonan flytji ávarp, en venju samkvæmt hvíli leynd yfir því hver hún er þar til hún gengur út á völlinn. Að lokinni athöfn fari skrúðganga frá Austurvelli í Hólavallakirkjugarð. Frekari upplýsingar um hátíðarhöld og götulokanir í borginni megi nálgast á vefnum www.17juni.is. Dagskrá á Austurvelli á 17. júni, frá klukkan 11: Kórinn Graduale Nobili syngur Yfir voru ættarlandi Forsætisráðherra leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar Kór syngur þjóðsönginn Hátíðarræða forseta Íslands Kór syngur Hver á sér fegra föðurland Fjallkonan flytur ávarp Hornleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands leika Ég vil elska mitt land Skrúðganga frá Austurvelli í Hóllavallakirkjugarð við Suðurgötu kl. 11.50. Forseti Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur 17. júní Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að á þjóðhátíðardaginn fari fram hátíðarguðsþjónusta í Dómkirkjunni í Reykjavík og að henni lokinni hefst hátíðardagskrá á Austurvelli. Auk breytingar á flutningsmanni hátíðarávarpsins verði tilhögun nú með þeim hætti að athöfnin verður sýnilegri almenningi en áður. Íhaldsmaðurinn Bjarni vildi ekki víkja Guðni Th. Jóhannesson, forveri Höllu í embætti forseta, lagði til í kveðjuávarpi sínu til Alþingis síðasta sumar að forseti tæki við flutningi hátíðarávarpsins af forsætisráðherra. „Ekki hef ég viljað vekja máls á því opinberlega á meðan ég sit sjálfur á Bessastöðum en í ljósi hinnar einstöku stöðu forseta Íslands í stjórnskipun og samfélagi tel ég fara vel á því að sá eða sú sem því embætti gegnir flytji ávarp til þjóðarinnar á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn frekar en forsætisráðherra eins og venja hefur verið,“ sagði Guðni. Þar færi stjórnmálaleiðtogi sem talaði frá degi til dags fyrir hönd ríkisstjórnar eða síns flokks. Sá maður væri því í öðrum sporum en forseti hverju sinni. Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, tók ekki undir þessa hugmynd. „Ég er nú svona íhaldsmaður í grunninn og það er mjög löng hefð fyrir því á Íslandi að forsætisráðherra ávarpi þjóðina á 17. júní. Mér finnst kannski engin sérstök ástæða til að taka upp þá löngu hefð og endurhugsa hana,“ sagði Bjarni. Kristrún leggur þó blómsveiginn að minnisvarða Jóns Í tilkynningunni segir að hátíðarathöfnin á Austurvelli verði í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV og bein útvarpsútsending verði frá hátíðarguðsþjónustunni klukkan 10:15. Forsætisráðherra muni leggja blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og fjallkonan flytji ávarp, en venju samkvæmt hvíli leynd yfir því hver hún er þar til hún gengur út á völlinn. Að lokinni athöfn fari skrúðganga frá Austurvelli í Hólavallakirkjugarð. Frekari upplýsingar um hátíðarhöld og götulokanir í borginni megi nálgast á vefnum www.17juni.is. Dagskrá á Austurvelli á 17. júni, frá klukkan 11: Kórinn Graduale Nobili syngur Yfir voru ættarlandi Forsætisráðherra leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar Kór syngur þjóðsönginn Hátíðarræða forseta Íslands Kór syngur Hver á sér fegra föðurland Fjallkonan flytur ávarp Hornleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands leika Ég vil elska mitt land Skrúðganga frá Austurvelli í Hóllavallakirkjugarð við Suðurgötu kl. 11.50.
Forseti Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur 17. júní Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira