„Stundin sem við höfum óttast er runnin upp“ Atli Ísleifsson skrifar 11. júní 2025 06:40 Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag. AP Karen Bass, borgarstjóri Los Angeles í Bandaríkjunum, hefur komið á útgöngubanni í hluta borgarinnar til að stöðva gripdeildir og ofbeldi af hálfu mótmælenda. Lögregla hefur handtekið fjölda mótmælenda sem hafa ekki virt útgöngubannið. Bass tilkynnti í gærkvöldi að útgöngubanni á um tveggja og hálfs ferkílómetra svæði í miðborginni yrði komið á frá klukkan 20 á kvöldin til sex á morgnana. Útgöngubannið ætti þó ekki við um íbúa, blaðamenn og viðbragðsaðila og gerir borgarstjórinn ráð fyrir að bannið komi til með að vera í gildi „í nokkra daga“. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, sagði í gærkvöldi að Donald Trump Bandaríkjaforseti væri að kynda undir mótmælunum með ákvörðunum sínum og ógna sjálfu lýðræðinu. „Stundin sem við höfum óttast er runnin upp,“ sagði ríkisstjórinn í ávarpi í gærkvöldi. Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag í kjölfar aðgerða fulltrúa Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE, þar sem tugir innflytjenda voru handteknir. Multiple groups continue to congregate on 1st St between Spring and Alameda. Those groups are being addressed and mass arrests are being initiated. Curfew is in effect.— LAPD Central Division (@LAPDCentral) June 11, 2025 Lögregla í Los Angeles greindi frá því í gærkvöldi að 197 mótmælendur hið minnsta hefðu verið handteknir og að brotist hefði verið inn í að minnsta kosti 23 verslanir. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, ávarpaði íbúa í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi þar sem hann sakaði Donald Trump Bandaríkjaforseta að kynda undir mótmælin. „Að senda þjálfaða hermenn á göturnar er fordæmalaust og ógnar sjálfu lýðræðinu,“ sagði Newsom, en Trump hefur sent fjögur þúsund þjóðvarðliða og sjö hundruð landgönguliða til Los Angeles án samráðs við ríkisstjórann. „Það kann að vera að Kalifornía sé fyrst, en þessu mun klárlega ekki ljúka þar. Önnur ríki eru næst. Lýðræðið er næst. Það er verið að ráðast á lýðræðið fyrir framan nefið á okkur. Stundin sem við höfum óttast er runnin upp,“ sagði Newsom, harðorður í garð forsetans. Ríkisstjórinn hafði áður kært ákvörðun Trump að senda herlið til í Kaliforníu, en alríkisdómari hafnaði flýtimeðferð og verður málið tekið fyrir á morgun. Trump segist hafa tekið ákvörðunina um að senda þjóðvarðliða og landgönguliða til Los Angeles vegna mótmælanna sem hann lýsir sem „stórkostlegri árás á frið og allsherjarreglu“. Mótmæli vegna aðgerða ICE hafa nú einnig breiðst út til annarra bandarískra borga, meðal annars New York, Atlanta, Chicago, Dallas, Fíladelfíu og San Francisco. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir ástandið í Los Angeles „ekki eðlilegt“ Jeremy Ebobisse, framherji Los Angeles FC í Bandaríkjunum, segist styðja það stuðningsfólk sem lýsti yfir óánægju sinni með forseta Bandaríkjanna vegna ástandsins í Los Angeles um þessar mundir. 10. júní 2025 07:00 Sendir tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar til Los Angeles Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar, auk sjö hundruð landgönguliða, til Los Angeles í Kaliforníu vegna mótmælanna í borginni sem nú hafa staðið hafa í fjóra daga. Mótmæli gærkvöldsins voru nokkuð rólegri en síðustu daga. 10. júní 2025 06:37 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Bass tilkynnti í gærkvöldi að útgöngubanni á um tveggja og hálfs ferkílómetra svæði í miðborginni yrði komið á frá klukkan 20 á kvöldin til sex á morgnana. Útgöngubannið ætti þó ekki við um íbúa, blaðamenn og viðbragðsaðila og gerir borgarstjórinn ráð fyrir að bannið komi til með að vera í gildi „í nokkra daga“. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, sagði í gærkvöldi að Donald Trump Bandaríkjaforseti væri að kynda undir mótmælunum með ákvörðunum sínum og ógna sjálfu lýðræðinu. „Stundin sem við höfum óttast er runnin upp,“ sagði ríkisstjórinn í ávarpi í gærkvöldi. Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag í kjölfar aðgerða fulltrúa Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE, þar sem tugir innflytjenda voru handteknir. Multiple groups continue to congregate on 1st St between Spring and Alameda. Those groups are being addressed and mass arrests are being initiated. Curfew is in effect.— LAPD Central Division (@LAPDCentral) June 11, 2025 Lögregla í Los Angeles greindi frá því í gærkvöldi að 197 mótmælendur hið minnsta hefðu verið handteknir og að brotist hefði verið inn í að minnsta kosti 23 verslanir. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, ávarpaði íbúa í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi þar sem hann sakaði Donald Trump Bandaríkjaforseta að kynda undir mótmælin. „Að senda þjálfaða hermenn á göturnar er fordæmalaust og ógnar sjálfu lýðræðinu,“ sagði Newsom, en Trump hefur sent fjögur þúsund þjóðvarðliða og sjö hundruð landgönguliða til Los Angeles án samráðs við ríkisstjórann. „Það kann að vera að Kalifornía sé fyrst, en þessu mun klárlega ekki ljúka þar. Önnur ríki eru næst. Lýðræðið er næst. Það er verið að ráðast á lýðræðið fyrir framan nefið á okkur. Stundin sem við höfum óttast er runnin upp,“ sagði Newsom, harðorður í garð forsetans. Ríkisstjórinn hafði áður kært ákvörðun Trump að senda herlið til í Kaliforníu, en alríkisdómari hafnaði flýtimeðferð og verður málið tekið fyrir á morgun. Trump segist hafa tekið ákvörðunina um að senda þjóðvarðliða og landgönguliða til Los Angeles vegna mótmælanna sem hann lýsir sem „stórkostlegri árás á frið og allsherjarreglu“. Mótmæli vegna aðgerða ICE hafa nú einnig breiðst út til annarra bandarískra borga, meðal annars New York, Atlanta, Chicago, Dallas, Fíladelfíu og San Francisco.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir ástandið í Los Angeles „ekki eðlilegt“ Jeremy Ebobisse, framherji Los Angeles FC í Bandaríkjunum, segist styðja það stuðningsfólk sem lýsti yfir óánægju sinni með forseta Bandaríkjanna vegna ástandsins í Los Angeles um þessar mundir. 10. júní 2025 07:00 Sendir tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar til Los Angeles Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar, auk sjö hundruð landgönguliða, til Los Angeles í Kaliforníu vegna mótmælanna í borginni sem nú hafa staðið hafa í fjóra daga. Mótmæli gærkvöldsins voru nokkuð rólegri en síðustu daga. 10. júní 2025 06:37 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Segir ástandið í Los Angeles „ekki eðlilegt“ Jeremy Ebobisse, framherji Los Angeles FC í Bandaríkjunum, segist styðja það stuðningsfólk sem lýsti yfir óánægju sinni með forseta Bandaríkjanna vegna ástandsins í Los Angeles um þessar mundir. 10. júní 2025 07:00
Sendir tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar til Los Angeles Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar, auk sjö hundruð landgönguliða, til Los Angeles í Kaliforníu vegna mótmælanna í borginni sem nú hafa staðið hafa í fjóra daga. Mótmæli gærkvöldsins voru nokkuð rólegri en síðustu daga. 10. júní 2025 06:37