ÍR og Njarðvík áfram taplaus Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2025 21:21 Njarðvíkingar eru að gera flotta hluti. mynd/facebooksíða Njarðvíkur Nokkuð var um áhugaverð úrslit í Lengjudeild karla í knattspyrnu í dag. Fylkir bjargaði stigi undir lok leiks í Keflavík en það stefndi í að liðið yrði í fallsæti að leikjum kvöldsins loknum. ÍR og Njarðvík eru enn taplaus og Leiknir Reykjavík vann annan leikinn í röð eftir að Ágúst Gylfason tók við liðinu. Keflavík komst snemma leiks yfir þökk sé marki Muhamed Alghoul beint úr aukaspyrnu. Það þurfti að bíða lengi eftir næsta marki leiksin sen það skoraði Theodór Ingi Óskarsson þegar þrjár mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Mörkin urðu ekki fleiri og Keflavík er nú með 10 stig í 5. sæti að loknum sex leikjum. Á sama tíma er Fylkir með sex stig eftir sjö leiki og er ekki í fallsæti þökk sé betri markatölu en Selfoss. Leiknir Reykjavík vann annan leikinn í röð þegar liðið fékk Völsung í heimsókn. Rafnar Máni Gunnarsson kom gestunum frá Húsavík yfir en Shkelzen Veseli jafnaði metin áður en Dagur Ingi Hammer Gunnarsson skoraði tvennu og tryggði Leikni 3-1 sigur. Breiðhyltingar eru nú með sjö stig í 9. sæti, tveimur minna en Völsungur sem situr sæti ofar. Á Selfossi voru Fjölnismenn í heimsókn en bæði lið eru í harðri fallbaráttu. Fór það svo að heimamenn unnu 2-0 sigur, Aron Lucas Vokes og Frosti Brynjólfsson með mörkin. Þá fékk Reynir Haraldsson rautt spjald í liði Fjölnis þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Selfoss er nú í 11. sæti með sex stig á meðan Fjölnir er án sigurs í botnsætinu með þrjú stig. Á Akureyri gerðu Þórsarar 1-1 jafntefli við topplið ÍR. Tvö rauð spjöld fóru á loft í leiknum. Arnór Sölvi Harðarson kom gestunum úr Breiðholti yfir en tveimur mínútum síðar var Marc Mcausland rekinn af velli og gestirnir manni færri. Clement Bayiha jafnaði metin í síðari hálfleik en fjórum mínútum eftir það var Orri Sigurjónsson rekinn af velli og bæði lið kláruðu leikinn með tíu leikmenn inn á vellinum. ÍR-ingar eru áfram á toppi deildarinnar með 15 stig að loknum sjö leikjum. Þór Akureyri er á sama tíma í 4. sæti með 11 stig. ÍR og Njarðvík eru einu taplausu lið deildarinnar. Síðarnefnda liðið sótti Þrótt Reykjavík heim í Laugardalinn, lauk leiknum með 2-2 jafntefli í fjörugum leik. Njarðvík hefur ekki enn tapað leik.UMFN Knattspyrna Liam Daði Jeffs kom Þrótti yfir en Oumar Diouck jafnaði metin. Kári Kristjánsson kom Þrótti aftur yfir en Tómas Bjarki Jónsson jafnaði metin fyrir gestina og þar við sat. Þróttur í 5. sæti með 11 stig og Njarðvík í 2. sæti með 13 stig. Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Tengdar fréttir Endurkomusigur hjá Grindavík þrátt fyrir rautt spjald Grindavík vann 2-1 gegn HK þrátt fyrir að lenda undir í fyrri hálfleik og verða svo manni færri í seinni hálfleik, í sjöundu umferð Lengjudeildar karla í fótbolta. Ármann Ingi Finnbogason lagði bæði mörkin upp fyrir heimamenn. 9. júní 2025 16:02 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Keflavík komst snemma leiks yfir þökk sé marki Muhamed Alghoul beint úr aukaspyrnu. Það þurfti að bíða lengi eftir næsta marki leiksin sen það skoraði Theodór Ingi Óskarsson þegar þrjár mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Mörkin urðu ekki fleiri og Keflavík er nú með 10 stig í 5. sæti að loknum sex leikjum. Á sama tíma er Fylkir með sex stig eftir sjö leiki og er ekki í fallsæti þökk sé betri markatölu en Selfoss. Leiknir Reykjavík vann annan leikinn í röð þegar liðið fékk Völsung í heimsókn. Rafnar Máni Gunnarsson kom gestunum frá Húsavík yfir en Shkelzen Veseli jafnaði metin áður en Dagur Ingi Hammer Gunnarsson skoraði tvennu og tryggði Leikni 3-1 sigur. Breiðhyltingar eru nú með sjö stig í 9. sæti, tveimur minna en Völsungur sem situr sæti ofar. Á Selfossi voru Fjölnismenn í heimsókn en bæði lið eru í harðri fallbaráttu. Fór það svo að heimamenn unnu 2-0 sigur, Aron Lucas Vokes og Frosti Brynjólfsson með mörkin. Þá fékk Reynir Haraldsson rautt spjald í liði Fjölnis þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Selfoss er nú í 11. sæti með sex stig á meðan Fjölnir er án sigurs í botnsætinu með þrjú stig. Á Akureyri gerðu Þórsarar 1-1 jafntefli við topplið ÍR. Tvö rauð spjöld fóru á loft í leiknum. Arnór Sölvi Harðarson kom gestunum úr Breiðholti yfir en tveimur mínútum síðar var Marc Mcausland rekinn af velli og gestirnir manni færri. Clement Bayiha jafnaði metin í síðari hálfleik en fjórum mínútum eftir það var Orri Sigurjónsson rekinn af velli og bæði lið kláruðu leikinn með tíu leikmenn inn á vellinum. ÍR-ingar eru áfram á toppi deildarinnar með 15 stig að loknum sjö leikjum. Þór Akureyri er á sama tíma í 4. sæti með 11 stig. ÍR og Njarðvík eru einu taplausu lið deildarinnar. Síðarnefnda liðið sótti Þrótt Reykjavík heim í Laugardalinn, lauk leiknum með 2-2 jafntefli í fjörugum leik. Njarðvík hefur ekki enn tapað leik.UMFN Knattspyrna Liam Daði Jeffs kom Þrótti yfir en Oumar Diouck jafnaði metin. Kári Kristjánsson kom Þrótti aftur yfir en Tómas Bjarki Jónsson jafnaði metin fyrir gestina og þar við sat. Þróttur í 5. sæti með 11 stig og Njarðvík í 2. sæti með 13 stig. Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Tengdar fréttir Endurkomusigur hjá Grindavík þrátt fyrir rautt spjald Grindavík vann 2-1 gegn HK þrátt fyrir að lenda undir í fyrri hálfleik og verða svo manni færri í seinni hálfleik, í sjöundu umferð Lengjudeildar karla í fótbolta. Ármann Ingi Finnbogason lagði bæði mörkin upp fyrir heimamenn. 9. júní 2025 16:02 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Endurkomusigur hjá Grindavík þrátt fyrir rautt spjald Grindavík vann 2-1 gegn HK þrátt fyrir að lenda undir í fyrri hálfleik og verða svo manni færri í seinni hálfleik, í sjöundu umferð Lengjudeildar karla í fótbolta. Ármann Ingi Finnbogason lagði bæði mörkin upp fyrir heimamenn. 9. júní 2025 16:02