Fer frá City eftir aðeins tvo leiki en tólf titla á sex árum Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. júní 2025 12:45 Scott Carson á margfalt fleiri titla með Manchester City heldur en leiki spilaða. Ryan Crockett/DeFodi Images via Getty Images Einn þekktasti þriðji markmaður ensku úrvalsdeildarinnar og sannarlega sá sigursælasti, Scott Carson, er á förum frá Manchester City. Hann spilaði aðeins tvo leiki fyrir félagið en vann tólf titla síðustu sex árin. Carson gekk fyrst til liðs við Manchester City að láni árið 2019, samdi síðan formlega við félagið árið 2021 og hefur verið þriðji markmaður liðsins síðustu sex ár. Á þeim tíma hefur hann aðeins spilað tvo leiki, hann stóð í rammanum í 4-3 sigri gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni árið 2021 og kom inn á sem varamaður seinustu 17 mínúturnar í markalausu jafntefli gegn Sporting í Meistaradeildinni árið 2022. Þrátt fyrir lítinn sem engan leiktíma hefur Carson ávallt verið gríðarlega vel metinn í herbúðum City og þjálfarinn Pep Guardiola hefur hrósað honum í hástert fyrir fagmennsku. Scott Carson vann Meistaradeildina, ensku úrvalsdeildina og FA bikarinn árið 2023. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Til merkis um það má nefna að þrátt fyrir að Carson hafi aldrei uppfyllt leikjafjöldann sem þarf til að vera verðlaunaður með medalíu hefur City alltaf tekið frá eina af aukamedalíunum og gefið honum. Alls hefur Carson því unnið tólf titla með Manchester City síðustu sex árin, ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum, deildabikarinn og Samfélagsskjöldinn í tvígang, FA bikarinn, Meistaradeildina, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða. Félagið tilkynnti hins vegar í morgun að hann væri á förum. Talið er að City muni sækjast eftir Marcus Bettinelli frá Chelsea til að taka stöðu þriðja markmanns á eftir Ederson og Stefan Ortega. After six seasons with the Club, Scott Carson will leave Manchester City when his contract expires this summer.We would like to thank Scott for his hard work and dedication and wish him the very best of luck for the future 🩵— Manchester City (@ManCity) June 9, 2025 Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Sjá meira
Carson gekk fyrst til liðs við Manchester City að láni árið 2019, samdi síðan formlega við félagið árið 2021 og hefur verið þriðji markmaður liðsins síðustu sex ár. Á þeim tíma hefur hann aðeins spilað tvo leiki, hann stóð í rammanum í 4-3 sigri gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni árið 2021 og kom inn á sem varamaður seinustu 17 mínúturnar í markalausu jafntefli gegn Sporting í Meistaradeildinni árið 2022. Þrátt fyrir lítinn sem engan leiktíma hefur Carson ávallt verið gríðarlega vel metinn í herbúðum City og þjálfarinn Pep Guardiola hefur hrósað honum í hástert fyrir fagmennsku. Scott Carson vann Meistaradeildina, ensku úrvalsdeildina og FA bikarinn árið 2023. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Til merkis um það má nefna að þrátt fyrir að Carson hafi aldrei uppfyllt leikjafjöldann sem þarf til að vera verðlaunaður með medalíu hefur City alltaf tekið frá eina af aukamedalíunum og gefið honum. Alls hefur Carson því unnið tólf titla með Manchester City síðustu sex árin, ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum, deildabikarinn og Samfélagsskjöldinn í tvígang, FA bikarinn, Meistaradeildina, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða. Félagið tilkynnti hins vegar í morgun að hann væri á förum. Talið er að City muni sækjast eftir Marcus Bettinelli frá Chelsea til að taka stöðu þriðja markmanns á eftir Ederson og Stefan Ortega. After six seasons with the Club, Scott Carson will leave Manchester City when his contract expires this summer.We would like to thank Scott for his hard work and dedication and wish him the very best of luck for the future 🩵— Manchester City (@ManCity) June 9, 2025
Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Sjá meira