Getur uppbyggilegur fréttaflutningur aukið velsæld í íslensku samfélagi? Ása Fríða Kjartansdóttir og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifa 6. júní 2025 14:03 Þegar talað er um áhrif frétta er sjaldnast fjallað um tilfinningaleg áhrif á lesendur. Fréttamiðlar eiga að varpa ljósi á raunveruleikann en þeir geta einnig mótað hughrif og upplifun lesandans. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að neikvæður fréttaflutningur getur aukið kvíða, streitu og depurð. Þegar neikvæðar fréttir eru daglegt brauð getur þróast bjöguð útgáfa af veruleikanum sem dregur úr bjartsýni og von ásamt því að leiða til sinnuleysis og vanmáttakenndar. Þessi tegund af fréttamennsku er ekki beint uppbyggileg. Það má velta fyrir sér af hverju fókusinn á fréttamiðlum sé frekar á hið neikvæða en hið jákvæða. Ein af skýringunum má finna í þróunarsálfræðinni, nokkuð sem er kallað neikvæðni skekkja eða negativity bias. Við bregðumst fyrr við því sem er er neikvætt því það gæti mögulega verið ógn og hjá frummanninum gat viðbragðstíminn greint á milli lífs og dauða. Þó það eigi sjaldnast við hjá okkur í nútímanum þá er það enn þannig að við bregðumst fyrr við því sem er neikvætt og því eru þær fréttir líklegri til að fá meiri athygli. En hvað er til ráða? Fjölmargir fræðimenn og fréttamenn eru meðvitaðir um þessa skekkju og hafa leitað leiða til að setja fréttir fram á uppbyggilegri hátt. Uppbyggileg fréttamennska (e. constructive journalism) hefur færst í aukana á alþjóðavettvangi. Frá því að Washington Post tileinkaði sér hana að hluta árið 2014 hafa margir áhrifamiklir miðlar fylgt í kjölfarið og þessi fræðigrein eflst innan nokkurra háskóla. Uppbyggileg fréttamennska byggir á því að birta ekki einungis gagnrýni heldur einnig eflandi leiðir þar sem blaðamennska sameinast jákvæðri sálfræði með markvissum hætti og getur þannig skapað raunverulega breytingu til góðs. Uppbyggileg fréttamennska er leið til að auka gæði og áhrif fréttamiðlunar með því að leggja áherslu á lausnir, seiglu, ábyrgð og jákvæð áhrif á einstaklinga og samfélag. Slík nálgun á alls ekki að vera andstæða gagnrýni eða rannsóknarblaðamennsku, heldur viðbót sem eykur jafnvægi og dýpt í umfjöllun. Kjarnaáherslur uppbyggilegar fréttmennsku eru: Að varpa ljósi á lausnir og árangur Að veita yfirvegaða og nákvæma umfjöllun Að auka von og seiglu í samfélaginu Að styðja við gagnrýna hugsun og valdeflingu almennings Í rannsókn undirritaðrar, Ásu Fríðu, og Reynis Grétarssonar í diplómanámi í Jákvæðri sálfræði, á tíðni neikvæðra, jákvæðra og hlutlausra frétta hjá þremur stærstu netmiðlum landsins (Visir.is, Mbl.is og Ruv.is) kom í ljós að neikvæðar fréttir eru mun algengari en jákvæðar. Neikvæðar fréttir í rannsókninni voru sérstaklega algengar í umfjöllun um stjórnmál, lögreglumál og öryggismál – efni sem oft fá mikla athygli í fréttaflutningi og geta vakið kvíða, reiði eða vanmátt. Á móti voru jákvæð áhrif helst tengd fréttum af íþróttum, menningu, mat og afrekum einstaklinga sem oft fá minna vægi í fréttaflutningi. Sérstaka athygli vekur að ríkismiðillinn, RÚV, var með hæsta hlutfall neikvæðra frétta í rannsókninni eðaum 46%. Þetta er áhugavert í ljósi þess að hlutverk ríkismiðils er jafnan talið felast í að miðla ábyrgu og uppbyggilegu efni, sem stuðlar að upplýstri og virðingarmikilli samfélagsumræðu. Þetta þarf ekki að vera svona því fréttir geta varpað ljósi á lausnir en ekki aðeins vandamál. Þar sem hefðbundin fréttamennska er gjarnan vandamálamiðuð sækir uppbyggileg fréttamennska í þátttöku, valdeflingu og skilning á samhengi. Fréttaflutningur sem byggir á kjarnaáherslum uppbyggilegrar fréttamennsku skilar ekki aðeins betur upplýstum lesendum heldur getur einnig haft raunveruleg áhrif á andlega líðan. Sýnt hefur verið fram á að lesendur sem ekki þurfa ítrekað að bregðast við áfallamiðuðu efni upplifa minni streitu, meiri virkni og eru ólíklegri til að missa trú á eigin getu til að hafa áhrif á samfélagið sitt. Þessar upplýsingar gefa tilefni til að skoða hvort miðlar geti ekki mótað fréttadagskrá með meira jafnvægi – ekki með því að sleppa gagnrýni heldur með því að leggja áherslu á að fjalla um uppbyggilegar lausnir á vandamálum eða leiðir til að gera betur. Að vekja von og efla fólk til góðra verka en ekki ýta undir vonleysi og ótta. Fjölmiðlar hafa vald til að móta ekki bara sögu heldur líðan. Þeir eru ekki einungis spegill heldur áhrifavaldur og það er mikilvægt að spegillinn sé ekki neikvætt skekktur. Þegar fjölmiðlar beita sér af ábyrgð geta þeir stutt við andlega velsæld þjóðarinnar. Uppbyggileg fréttamennska er ekki tilraun til þess að fegra raunverulegar aðstæður heldur leggur frekar áherslu á raunsæi sem sýnir að þar sem vandinn er geta einnig verið tækifæri til að gera betur. Höfundar eru Ása Fríða Kjartansdóttir, diplóma á meistarastigi í Jákvæðri sálfræði og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, kennslustjóri í diplómanámi í Jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Geðheilbrigði Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Þegar talað er um áhrif frétta er sjaldnast fjallað um tilfinningaleg áhrif á lesendur. Fréttamiðlar eiga að varpa ljósi á raunveruleikann en þeir geta einnig mótað hughrif og upplifun lesandans. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að neikvæður fréttaflutningur getur aukið kvíða, streitu og depurð. Þegar neikvæðar fréttir eru daglegt brauð getur þróast bjöguð útgáfa af veruleikanum sem dregur úr bjartsýni og von ásamt því að leiða til sinnuleysis og vanmáttakenndar. Þessi tegund af fréttamennsku er ekki beint uppbyggileg. Það má velta fyrir sér af hverju fókusinn á fréttamiðlum sé frekar á hið neikvæða en hið jákvæða. Ein af skýringunum má finna í þróunarsálfræðinni, nokkuð sem er kallað neikvæðni skekkja eða negativity bias. Við bregðumst fyrr við því sem er er neikvætt því það gæti mögulega verið ógn og hjá frummanninum gat viðbragðstíminn greint á milli lífs og dauða. Þó það eigi sjaldnast við hjá okkur í nútímanum þá er það enn þannig að við bregðumst fyrr við því sem er neikvætt og því eru þær fréttir líklegri til að fá meiri athygli. En hvað er til ráða? Fjölmargir fræðimenn og fréttamenn eru meðvitaðir um þessa skekkju og hafa leitað leiða til að setja fréttir fram á uppbyggilegri hátt. Uppbyggileg fréttamennska (e. constructive journalism) hefur færst í aukana á alþjóðavettvangi. Frá því að Washington Post tileinkaði sér hana að hluta árið 2014 hafa margir áhrifamiklir miðlar fylgt í kjölfarið og þessi fræðigrein eflst innan nokkurra háskóla. Uppbyggileg fréttamennska byggir á því að birta ekki einungis gagnrýni heldur einnig eflandi leiðir þar sem blaðamennska sameinast jákvæðri sálfræði með markvissum hætti og getur þannig skapað raunverulega breytingu til góðs. Uppbyggileg fréttamennska er leið til að auka gæði og áhrif fréttamiðlunar með því að leggja áherslu á lausnir, seiglu, ábyrgð og jákvæð áhrif á einstaklinga og samfélag. Slík nálgun á alls ekki að vera andstæða gagnrýni eða rannsóknarblaðamennsku, heldur viðbót sem eykur jafnvægi og dýpt í umfjöllun. Kjarnaáherslur uppbyggilegar fréttmennsku eru: Að varpa ljósi á lausnir og árangur Að veita yfirvegaða og nákvæma umfjöllun Að auka von og seiglu í samfélaginu Að styðja við gagnrýna hugsun og valdeflingu almennings Í rannsókn undirritaðrar, Ásu Fríðu, og Reynis Grétarssonar í diplómanámi í Jákvæðri sálfræði, á tíðni neikvæðra, jákvæðra og hlutlausra frétta hjá þremur stærstu netmiðlum landsins (Visir.is, Mbl.is og Ruv.is) kom í ljós að neikvæðar fréttir eru mun algengari en jákvæðar. Neikvæðar fréttir í rannsókninni voru sérstaklega algengar í umfjöllun um stjórnmál, lögreglumál og öryggismál – efni sem oft fá mikla athygli í fréttaflutningi og geta vakið kvíða, reiði eða vanmátt. Á móti voru jákvæð áhrif helst tengd fréttum af íþróttum, menningu, mat og afrekum einstaklinga sem oft fá minna vægi í fréttaflutningi. Sérstaka athygli vekur að ríkismiðillinn, RÚV, var með hæsta hlutfall neikvæðra frétta í rannsókninni eðaum 46%. Þetta er áhugavert í ljósi þess að hlutverk ríkismiðils er jafnan talið felast í að miðla ábyrgu og uppbyggilegu efni, sem stuðlar að upplýstri og virðingarmikilli samfélagsumræðu. Þetta þarf ekki að vera svona því fréttir geta varpað ljósi á lausnir en ekki aðeins vandamál. Þar sem hefðbundin fréttamennska er gjarnan vandamálamiðuð sækir uppbyggileg fréttamennska í þátttöku, valdeflingu og skilning á samhengi. Fréttaflutningur sem byggir á kjarnaáherslum uppbyggilegrar fréttamennsku skilar ekki aðeins betur upplýstum lesendum heldur getur einnig haft raunveruleg áhrif á andlega líðan. Sýnt hefur verið fram á að lesendur sem ekki þurfa ítrekað að bregðast við áfallamiðuðu efni upplifa minni streitu, meiri virkni og eru ólíklegri til að missa trú á eigin getu til að hafa áhrif á samfélagið sitt. Þessar upplýsingar gefa tilefni til að skoða hvort miðlar geti ekki mótað fréttadagskrá með meira jafnvægi – ekki með því að sleppa gagnrýni heldur með því að leggja áherslu á að fjalla um uppbyggilegar lausnir á vandamálum eða leiðir til að gera betur. Að vekja von og efla fólk til góðra verka en ekki ýta undir vonleysi og ótta. Fjölmiðlar hafa vald til að móta ekki bara sögu heldur líðan. Þeir eru ekki einungis spegill heldur áhrifavaldur og það er mikilvægt að spegillinn sé ekki neikvætt skekktur. Þegar fjölmiðlar beita sér af ábyrgð geta þeir stutt við andlega velsæld þjóðarinnar. Uppbyggileg fréttamennska er ekki tilraun til þess að fegra raunverulegar aðstæður heldur leggur frekar áherslu á raunsæi sem sýnir að þar sem vandinn er geta einnig verið tækifæri til að gera betur. Höfundar eru Ása Fríða Kjartansdóttir, diplóma á meistarastigi í Jákvæðri sálfræði og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, kennslustjóri í diplómanámi í Jákvæðri sálfræði.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun