Kjarasamningar Play og ÍFF í höfn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. júní 2025 15:34 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/Einar Félagsmenn ÍFF hafa samþykkt langtímakjarasamninga við flugfélagið Play. Samtök atvinnulífsins fóru með samningsumboð fyrir hönd Play og byggja samningarnir á ramma stöðugleikasamningsins sem undirritaður var í mars í fyrra. Innan Íslenska flugstéttarfélagsins, ÍFF, starfa félagsmenn einungis hjá Play og félagið semur þvert á stéttir flugfélagsins. Sérstaklega er samið við flugliða annars vegar og flugmenn hins vegar. Samningaviðræður hafa staðið yfir frá því á síðasta ári. „Það er mikið fagnaðarefni að samningar til lengri tíma hafi náðst við ÍFF. Þessir samningar veita félagsmönnum kjarabætur en gera á sama tíma rekstur Play fyrirsjáanlegri. Það stefnir í mikið ferðasumar og við hjá Play munum kappkosta við að veita farþegum okkar gæða þjónustu og frábært úrval áfangastaða á lægra verði,“ er haft eftir Einari Erni Ólafssyni forstjóra í tilkynningu frá Play. Samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarpsins var kjaradeilunni vísað til ríkissáttasemjara í febrúar en sú beiðni var dregin til baka í kjölfarið á því að stórum hluta samninganefndarinnar var skipt út. Það hafi verið gert vegna þess að samningaviðræður hefðu staðið yfir lengi og að skipt hefði verið um nefndarmenn í þeirri von um að hlutirnir gengju betur fyrir sig. Er þetta haft eftir Kolbrúnu Maríu Einarsdóttur, formanni stjórnar flugliða hjá ÍFF. Allir félagsmenn Íslenska flugstéttafélagsins eru eins og fyrr segir starfsmenn flugfélagsins Play og hefur félagið verið vænt um að vera svokallað gult stéttarfélag eða gervistéttarfélag. Halla Gunnarsdóttir sakaði félagið meðal annars um slíka starfsemi í síðasta mánuði. Félagið hafnar ásökununum. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Play Fréttir af flugi Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Sjá meira
Innan Íslenska flugstéttarfélagsins, ÍFF, starfa félagsmenn einungis hjá Play og félagið semur þvert á stéttir flugfélagsins. Sérstaklega er samið við flugliða annars vegar og flugmenn hins vegar. Samningaviðræður hafa staðið yfir frá því á síðasta ári. „Það er mikið fagnaðarefni að samningar til lengri tíma hafi náðst við ÍFF. Þessir samningar veita félagsmönnum kjarabætur en gera á sama tíma rekstur Play fyrirsjáanlegri. Það stefnir í mikið ferðasumar og við hjá Play munum kappkosta við að veita farþegum okkar gæða þjónustu og frábært úrval áfangastaða á lægra verði,“ er haft eftir Einari Erni Ólafssyni forstjóra í tilkynningu frá Play. Samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarpsins var kjaradeilunni vísað til ríkissáttasemjara í febrúar en sú beiðni var dregin til baka í kjölfarið á því að stórum hluta samninganefndarinnar var skipt út. Það hafi verið gert vegna þess að samningaviðræður hefðu staðið yfir lengi og að skipt hefði verið um nefndarmenn í þeirri von um að hlutirnir gengju betur fyrir sig. Er þetta haft eftir Kolbrúnu Maríu Einarsdóttur, formanni stjórnar flugliða hjá ÍFF. Allir félagsmenn Íslenska flugstéttafélagsins eru eins og fyrr segir starfsmenn flugfélagsins Play og hefur félagið verið vænt um að vera svokallað gult stéttarfélag eða gervistéttarfélag. Halla Gunnarsdóttir sakaði félagið meðal annars um slíka starfsemi í síðasta mánuði. Félagið hafnar ásökununum.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Play Fréttir af flugi Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Sjá meira