Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Atli Ísleifsson skrifar 6. júní 2025 06:33 Maðurinn sagðist hafa notað skóla fimm til átta sinnum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur hafnað kröfu manns um endurgreiðslu á körfuboltaskóm sem hann hafi keypt og vildi síðar meina að væru haldnir vanköntum og hefðu aflagast. Í úrskurði nefndarinnar segir að maðurinn hafi keypt skóna í verslun í febrúar 2024 fyrir 9.190 krónur. Kaupandi skóparsins sagðist aðeins hafa notað skóna í fimm til átta skipti við körfuboltaiðkun, en í nóvember 2024 – um níu mánuði eftir kaupin – hafi hann fundið fyrir því að botn beggja skónna hefði aflagast við hælinn. Kaupandinn fór þá í verslunina og óskaði eftir að fá skóna endurgreidda. Vildi hann meina að skórnir hefðu verið gallaðir við kaupin og hafi hann upplýst seljanda um ágallana um leið og hann hafi orðið þeirra var. Forsvarsmenn verslunarinnar höfnuðu kröfu mannsins og vísuðu til þess að 28 daga skilafresturinn væri löngu liðinn og auk þess að kaupandinn ætti að beina kvörtuninni um galla til framleiðanda skónna. Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að þar sem ætlaður galli á skónum hafi komið upp að liðnum sex mánuðum hvíli sönnunarbyrði fyrir því að skórnir hafi verið haldnir galla við kaupin á kaupanda skónna. Lagði fram tvær ljósmyndir Við meðferð málsins lagði kaupandi skóparsins fram tvær ljósmyndir sem sýni skóna að innanverðu og að af þeim verði ráðið að einhver aflögun hafi orðið á innleggi við hæl. Nefndarmenn segja að þó sé erfitt að sjá með skýrum hætti hverjar skemmdir á skónum raunverulega hafi verið auk þess að líta verði til þess að ýmis atriði geti haft áhrif á líftíma skóa – svo sem notkun þeirra, umgengni og umhirða. „Með hliðsjón af framanröktu og framlögðum gögnum verður ekki séð að sóknaraðila hafi tekist sönnun um að þeir vankantar sem eru á skónum megi rekja til galla sem hafi verið til staðar við afhendingu þeirra 15. febrúar 2024. Verður því að hafna kröfu sóknaraðila,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Neytendur Verslun Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Sjá meira
Í úrskurði nefndarinnar segir að maðurinn hafi keypt skóna í verslun í febrúar 2024 fyrir 9.190 krónur. Kaupandi skóparsins sagðist aðeins hafa notað skóna í fimm til átta skipti við körfuboltaiðkun, en í nóvember 2024 – um níu mánuði eftir kaupin – hafi hann fundið fyrir því að botn beggja skónna hefði aflagast við hælinn. Kaupandinn fór þá í verslunina og óskaði eftir að fá skóna endurgreidda. Vildi hann meina að skórnir hefðu verið gallaðir við kaupin og hafi hann upplýst seljanda um ágallana um leið og hann hafi orðið þeirra var. Forsvarsmenn verslunarinnar höfnuðu kröfu mannsins og vísuðu til þess að 28 daga skilafresturinn væri löngu liðinn og auk þess að kaupandinn ætti að beina kvörtuninni um galla til framleiðanda skónna. Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að þar sem ætlaður galli á skónum hafi komið upp að liðnum sex mánuðum hvíli sönnunarbyrði fyrir því að skórnir hafi verið haldnir galla við kaupin á kaupanda skónna. Lagði fram tvær ljósmyndir Við meðferð málsins lagði kaupandi skóparsins fram tvær ljósmyndir sem sýni skóna að innanverðu og að af þeim verði ráðið að einhver aflögun hafi orðið á innleggi við hæl. Nefndarmenn segja að þó sé erfitt að sjá með skýrum hætti hverjar skemmdir á skónum raunverulega hafi verið auk þess að líta verði til þess að ýmis atriði geti haft áhrif á líftíma skóa – svo sem notkun þeirra, umgengni og umhirða. „Með hliðsjón af framanröktu og framlögðum gögnum verður ekki séð að sóknaraðila hafi tekist sönnun um að þeir vankantar sem eru á skónum megi rekja til galla sem hafi verið til staðar við afhendingu þeirra 15. febrúar 2024. Verður því að hafna kröfu sóknaraðila,“ segir í úrskurði nefndarinnar.
Neytendur Verslun Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Sjá meira