Ríkið tekur – landsbyggðirnar fá minna Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar 4. júní 2025 21:00 Óvissa, sundurlyndi og uggur einkennir umræðuna um hækkun veiðigjalda. Þar sem hún mun hafa mest áhrif. Vilji ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur er skýr um að gjöldin skuli hækka. Og um það virðist stór hluti þjóðarinnar sammála. Að í sameiginlega sjóði renni með beinum hætti aukin renta af fiskveiðiauðlindinni. En það hvernig þessum réttlætisskatti skal komið á er önnur saga. Markmiðið virðist vera að ná meira af þeim fyrirtækjum sem hafa það best og mest en stefnir í að hafa mest áhrif á þau fyrirtæki sem síst geta brugðist við á svo skömmum tíma. Tilraun til að jafna tekjumun sem mun leiða til aukinnar samþjöppunar og einhæfni, draga úr nýsköpun til skemmri tíma með alvarlegum afleiðingum á minni byggðarlög. Því hvaða fyrirtæki eða útgerðir eru líklegust til að geta keypt minni fyrirtæki eða útgerðir. Umræðan má ekki hverfast aðeins um þann stærsta og hinn minnsta heldur allt þar á milli. Raufarhöfn Skilningur á mikilvægi sjávarútvegs í mörgum sjávarplássum, líkt og Raufarhöfn, virðist vera takmarkaður hjá þeim ráða för. Enn síður um þau afleiddu störf sem styðja þessa mikilvægu atvinnugrein. Þar sem sjávarútvegur og fiskvinnsla er grunnurinn að öðru atvinnulífi. En mest öll þjónusta á Raufarhöfn er háð þessum eina stóra vinnustað í kaupstaðnum. Það eitt og sér er ekki eftirsótt ábyrgð að bera. Staðan er engu að síður þannig. Í frystihúsinu á Raufarhöfn, þessu nyrsta kauptúni sem lengst er frá þjónustumiðju ríkisins, starfa um 35 einstaklingar. Þeirri aðferðafræði sem nú er beitt, að keyra hækkun veiðigjalda í gegn skapar óvissu um þessi störf, um stærsta vinnustaðinn. Ekki hefur gengið vel að fá ríkisvaldið til að klára verkefni og fjárfesta í innviðum eins og Heimskautsgerði eða opinberum störfum. Því skyldi útgerðin gera það þegar herða skal ólina og auka skattbyrði fyrirtækja um 47%? Meiri gjöld → minni hagnaður → minna útsvar → minni fjárhagur sveitarfélaga. Þvert á tilgang frumvarpsins. Tekjur ríkisins munu hinsvegar aukast. Það er vel. Um 81% af skattspori sjávarútvegsins verður til utan höfuðborgarsvæðisins. Verði af óðahækkun ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur mun það skerða getu fyrirtækja til skamms tíma. Það veldur óvissu í hinum dreifðu byggðum. Þetta vita þingmenn landsbyggðanna hvar í flokki sem þeir standa og þau sem til þekkja. Leiðir til minna útsvars og lækkar tekjur sveitarfélaga. Það eru mögulega afleiðingar sem einhver telja ásættanlegar? Raufarhöfn. Eitt er að hafa sýn og markmið og annað að geta bent á gögn og útreikninga. Jú, markmiðið er skýrt og gott; að hækka veiðigjöld, að fólk telji sig fá meira í sameiginlega sjóði af auðlind í sinni eigu. En á kostnað hvers kæra Kristrún Frostadóttir? Heilu byggðalögin, sveitarfélögin og fólk víða um land spyr og fær ekki svör. Það skapar óvissu sem verður að eyða svo hægt sé að halda áfram með málið. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Norðurþings Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurþing Sjávarútvegur Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Óvissa, sundurlyndi og uggur einkennir umræðuna um hækkun veiðigjalda. Þar sem hún mun hafa mest áhrif. Vilji ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur er skýr um að gjöldin skuli hækka. Og um það virðist stór hluti þjóðarinnar sammála. Að í sameiginlega sjóði renni með beinum hætti aukin renta af fiskveiðiauðlindinni. En það hvernig þessum réttlætisskatti skal komið á er önnur saga. Markmiðið virðist vera að ná meira af þeim fyrirtækjum sem hafa það best og mest en stefnir í að hafa mest áhrif á þau fyrirtæki sem síst geta brugðist við á svo skömmum tíma. Tilraun til að jafna tekjumun sem mun leiða til aukinnar samþjöppunar og einhæfni, draga úr nýsköpun til skemmri tíma með alvarlegum afleiðingum á minni byggðarlög. Því hvaða fyrirtæki eða útgerðir eru líklegust til að geta keypt minni fyrirtæki eða útgerðir. Umræðan má ekki hverfast aðeins um þann stærsta og hinn minnsta heldur allt þar á milli. Raufarhöfn Skilningur á mikilvægi sjávarútvegs í mörgum sjávarplássum, líkt og Raufarhöfn, virðist vera takmarkaður hjá þeim ráða för. Enn síður um þau afleiddu störf sem styðja þessa mikilvægu atvinnugrein. Þar sem sjávarútvegur og fiskvinnsla er grunnurinn að öðru atvinnulífi. En mest öll þjónusta á Raufarhöfn er háð þessum eina stóra vinnustað í kaupstaðnum. Það eitt og sér er ekki eftirsótt ábyrgð að bera. Staðan er engu að síður þannig. Í frystihúsinu á Raufarhöfn, þessu nyrsta kauptúni sem lengst er frá þjónustumiðju ríkisins, starfa um 35 einstaklingar. Þeirri aðferðafræði sem nú er beitt, að keyra hækkun veiðigjalda í gegn skapar óvissu um þessi störf, um stærsta vinnustaðinn. Ekki hefur gengið vel að fá ríkisvaldið til að klára verkefni og fjárfesta í innviðum eins og Heimskautsgerði eða opinberum störfum. Því skyldi útgerðin gera það þegar herða skal ólina og auka skattbyrði fyrirtækja um 47%? Meiri gjöld → minni hagnaður → minna útsvar → minni fjárhagur sveitarfélaga. Þvert á tilgang frumvarpsins. Tekjur ríkisins munu hinsvegar aukast. Það er vel. Um 81% af skattspori sjávarútvegsins verður til utan höfuðborgarsvæðisins. Verði af óðahækkun ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur mun það skerða getu fyrirtækja til skamms tíma. Það veldur óvissu í hinum dreifðu byggðum. Þetta vita þingmenn landsbyggðanna hvar í flokki sem þeir standa og þau sem til þekkja. Leiðir til minna útsvars og lækkar tekjur sveitarfélaga. Það eru mögulega afleiðingar sem einhver telja ásættanlegar? Raufarhöfn. Eitt er að hafa sýn og markmið og annað að geta bent á gögn og útreikninga. Jú, markmiðið er skýrt og gott; að hækka veiðigjöld, að fólk telji sig fá meira í sameiginlega sjóði af auðlind í sinni eigu. En á kostnað hvers kæra Kristrún Frostadóttir? Heilu byggðalögin, sveitarfélögin og fólk víða um land spyr og fær ekki svör. Það skapar óvissu sem verður að eyða svo hægt sé að halda áfram með málið. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Norðurþings
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar