Þegar samfélagið þagnar Benóný Valur Jakobsson skrifar 4. júní 2025 16:32 Það er ekki svo langt síðan „samfélag“ var ekki bara orð. Það var andrúmsloft, óskrifuð regla, ósýnilegur strengur á milli fólks. Það var að ganga inn í sjoppuna og vita að einhver vissi hvað þú hétir og hafði áhuga á því hvað þú hafðir fyrir stafni. Það var að mæta í jarðarför og kveðja ekki bara manneskjuna sem féll frá, heldur þátttöku hennar í lífi bæjarins. Það var að vera hluti af einhverju sem var stærra en maður sjálfur, en samt hlýtt og aðgengilegt. Fólk fann að það tilheyrði samfélagi. Á Húsavík var sterkt samfélag og það eru enn leifar af því. En eitthvað hefur breyst. Við eigum það til að leita skýringa og greina breytingar á atvinnulífi, tækni eða stjórnmálum, því sannarlega hafa þær áhrif. En stundum er það tíðarandinn sjálfur sem læðist inn og breytir því hvernig við hugsum. Við erum sífellt í samskiptum, en síður í tengslum. Við vitum meira um fólk í Reykjavík, Kaupmannahöfn eða Kaliforníu en við vitum um fólkið sem býr í húsinu við hliðina. Þegar samfélagið þagnar gerist það hægt. Við hættum að mæta. Fyrst í félagsheimilin, svo á þorrablótið, svo á Mærudaga. Við byrjum að panta hluti á netinu því það er aðeins auðveldara og hættum að styðja verslunina sem hefur haldið hurðinni opinni í áratugi. Við förum í leikhús eða á tónleika annars staðar en hér heima, af því að „þar er meira í boði“. En því sem við gleymum er að við erum lykillinn að því sem er í boði. Ef fólkið í samfélaginu mætir ekki, þá þurrkast þjónustan út. Samfélag er ekki eitthvað sem er alltaf til staðar. Það er eitthvað sem verður til. Það myndast þegar fólk kemur saman, horfir hvert á annað, hlær saman, syrgir saman, klappar, skammar og knúsar. Þegar við mætum í leikhús – ekki bara til að sjá leikritið, heldur til að vera með fólkinu í sal og sviði sem saman býr til töfra leikhússins. Þegar við klæðum okkur upp fyrir þorrablót, ekki af því að við höfum alltaf elskað sviðasultu, heldur af því að það skiptir máli að við hittumst og nærum samfélagið. Þegar við tökum þátt í Mærudögum og leyfum bænum að verða vettvangur gleði, hláturs og ævilangra minninga. Samfélag byggist ekki á viðburðunum einum – heldur á því að við sýnum hvert öðru að við séum til. Að við eigum þetta saman. Það er auðvelt að halda því fram að samfélag hverfi af sjálfu sér – að það sé hluti af þróuninni, af nútímanum. En það sem hverfur, ef við pössum ekki upp á það, er ekki bara samveran heldur tilfinningin að við séum ekki ein. Samfélag er móteitrið við einmanaleika, við að vera týnd í tóminu þó að það sé fullt af fólki í kringum þig. Við höfum enn möguleika á að spyrna við. Ef samfélagið er að þagna, getum við svarað með sterkri rödd. Með mætingu. Með nærveru. Með því að velja að versla hér. Mæta hér. Vera hér. Samfélag er ekki hugtak sem tilheyrir fortíðinni. Það er ákvörðun fólks á hverjum einasta degi að velja að tilheyra samfélagi. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðurþingi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Norðurþing Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Það er ekki svo langt síðan „samfélag“ var ekki bara orð. Það var andrúmsloft, óskrifuð regla, ósýnilegur strengur á milli fólks. Það var að ganga inn í sjoppuna og vita að einhver vissi hvað þú hétir og hafði áhuga á því hvað þú hafðir fyrir stafni. Það var að mæta í jarðarför og kveðja ekki bara manneskjuna sem féll frá, heldur þátttöku hennar í lífi bæjarins. Það var að vera hluti af einhverju sem var stærra en maður sjálfur, en samt hlýtt og aðgengilegt. Fólk fann að það tilheyrði samfélagi. Á Húsavík var sterkt samfélag og það eru enn leifar af því. En eitthvað hefur breyst. Við eigum það til að leita skýringa og greina breytingar á atvinnulífi, tækni eða stjórnmálum, því sannarlega hafa þær áhrif. En stundum er það tíðarandinn sjálfur sem læðist inn og breytir því hvernig við hugsum. Við erum sífellt í samskiptum, en síður í tengslum. Við vitum meira um fólk í Reykjavík, Kaupmannahöfn eða Kaliforníu en við vitum um fólkið sem býr í húsinu við hliðina. Þegar samfélagið þagnar gerist það hægt. Við hættum að mæta. Fyrst í félagsheimilin, svo á þorrablótið, svo á Mærudaga. Við byrjum að panta hluti á netinu því það er aðeins auðveldara og hættum að styðja verslunina sem hefur haldið hurðinni opinni í áratugi. Við förum í leikhús eða á tónleika annars staðar en hér heima, af því að „þar er meira í boði“. En því sem við gleymum er að við erum lykillinn að því sem er í boði. Ef fólkið í samfélaginu mætir ekki, þá þurrkast þjónustan út. Samfélag er ekki eitthvað sem er alltaf til staðar. Það er eitthvað sem verður til. Það myndast þegar fólk kemur saman, horfir hvert á annað, hlær saman, syrgir saman, klappar, skammar og knúsar. Þegar við mætum í leikhús – ekki bara til að sjá leikritið, heldur til að vera með fólkinu í sal og sviði sem saman býr til töfra leikhússins. Þegar við klæðum okkur upp fyrir þorrablót, ekki af því að við höfum alltaf elskað sviðasultu, heldur af því að það skiptir máli að við hittumst og nærum samfélagið. Þegar við tökum þátt í Mærudögum og leyfum bænum að verða vettvangur gleði, hláturs og ævilangra minninga. Samfélag byggist ekki á viðburðunum einum – heldur á því að við sýnum hvert öðru að við séum til. Að við eigum þetta saman. Það er auðvelt að halda því fram að samfélag hverfi af sjálfu sér – að það sé hluti af þróuninni, af nútímanum. En það sem hverfur, ef við pössum ekki upp á það, er ekki bara samveran heldur tilfinningin að við séum ekki ein. Samfélag er móteitrið við einmanaleika, við að vera týnd í tóminu þó að það sé fullt af fólki í kringum þig. Við höfum enn möguleika á að spyrna við. Ef samfélagið er að þagna, getum við svarað með sterkri rödd. Með mætingu. Með nærveru. Með því að velja að versla hér. Mæta hér. Vera hér. Samfélag er ekki hugtak sem tilheyrir fortíðinni. Það er ákvörðun fólks á hverjum einasta degi að velja að tilheyra samfélagi. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðurþingi
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun