Hlýjasti maímánuður á landinu frá upphafi mælinga Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2025 13:26 Gróður tók óvenjusnemma við sér í ár. Vorið, og maímánuður sérstaklega, var það hlýjasta frá upphafi mælinga. Vísir/Anton Brink Nýliðinn maímánuður var sá hlýjasti á landsvísu frá upphafi mælinga. Sett voru ný meðal- og hámarkshitamet fyrir mánuðinn á flestum veðurstöðvum landsins. Mesta hitabylgja sem vitað er um á íslandi í maímánuði setti svip sinn á mánuðinn. Hún stóð yfir dagana 13. til 22. maí og náði yfir allt landið. Markvert þykir hversu snemma árs hitabylgjan átti sér stað, hversu lengi hún stóð yfir og hversu útbreidd hún var. Hlýindakaflinn náði hámarki dagana 17. og 18. maí þegar hiti mældist tuttugu stig eða meira á um helmingi veðurstöðva landsins, að því er kemur fram í samantekt Veðurstofur Íslands á tíðarfari í maí. Nýtt hámarkshitamet fyrir landið í maí var sett þegar hitamælirinn fór í 26,6 gráður á Egilsstaðaflugvelli. Það var gráðu meira en fyrra met sem var sett á Vopnafirði árið 1992. Nánast allar veðurstöðvar landsins skráðu ný hámarkshitamet fyrir maímánuð. Landsmet á Akureyri Mánaðarhitinn í maí var langt yfir meðaltali á landinu öllu en sérstaklega á hálendinu norðaustan- og austanlands þar sem meðalhitinn var fimm stigum hærri en undanfarin tíu ár að meðaltali. Hæsti mánaðarhitinn mældist 10,1 gráða á Akureyri sem er nýtt landsmet. Það var tæpum fjórum gráðum hlýrra en meðallag maímánaðar þar á þrjátíu ára tímabili frá 1991 til 2020 en þremur og hálfum gráðum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Í Reykjavík var meðalhitinn níu stig, 2,3 stigum yfir meðaltali áranna 1991 til 2020 og síðustu tíu ára. Hlýjasta vor frá upphafi Vorið í heild, apríl og maí, var það hlýjasta frá upphafi mælinga. Auk hitabylgjunnar í maí var sérlega hlýtt í byrjun apríl. Meðalhiti í Reykjavík þessa tvo mánuði mældist 7,4 stig en það er 2,2 stigum hærra en 30 ára meðaltalið frá 1991 til 2020. Sami meðalhiti var á Akureyri í vor en þar hann þremur stigum yfir meðallaginu. Meðalhiti fyrstu fimm mánaða ársins var 4,1 stig í Reykjavík, 1,6 stigum yfir meðaltalinu frá 1991 til 2020. Það gerir byrjun ársins að þeirri þriðju hlýjustu undanfarin 155 ár. Á Akureyri mældist meðalhitinn 3,1 stig sem var 1,7 stigum yfir meðaltali. Veður Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Mesta hitabylgja sem vitað er um á íslandi í maímánuði setti svip sinn á mánuðinn. Hún stóð yfir dagana 13. til 22. maí og náði yfir allt landið. Markvert þykir hversu snemma árs hitabylgjan átti sér stað, hversu lengi hún stóð yfir og hversu útbreidd hún var. Hlýindakaflinn náði hámarki dagana 17. og 18. maí þegar hiti mældist tuttugu stig eða meira á um helmingi veðurstöðva landsins, að því er kemur fram í samantekt Veðurstofur Íslands á tíðarfari í maí. Nýtt hámarkshitamet fyrir landið í maí var sett þegar hitamælirinn fór í 26,6 gráður á Egilsstaðaflugvelli. Það var gráðu meira en fyrra met sem var sett á Vopnafirði árið 1992. Nánast allar veðurstöðvar landsins skráðu ný hámarkshitamet fyrir maímánuð. Landsmet á Akureyri Mánaðarhitinn í maí var langt yfir meðaltali á landinu öllu en sérstaklega á hálendinu norðaustan- og austanlands þar sem meðalhitinn var fimm stigum hærri en undanfarin tíu ár að meðaltali. Hæsti mánaðarhitinn mældist 10,1 gráða á Akureyri sem er nýtt landsmet. Það var tæpum fjórum gráðum hlýrra en meðallag maímánaðar þar á þrjátíu ára tímabili frá 1991 til 2020 en þremur og hálfum gráðum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Í Reykjavík var meðalhitinn níu stig, 2,3 stigum yfir meðaltali áranna 1991 til 2020 og síðustu tíu ára. Hlýjasta vor frá upphafi Vorið í heild, apríl og maí, var það hlýjasta frá upphafi mælinga. Auk hitabylgjunnar í maí var sérlega hlýtt í byrjun apríl. Meðalhiti í Reykjavík þessa tvo mánuði mældist 7,4 stig en það er 2,2 stigum hærra en 30 ára meðaltalið frá 1991 til 2020. Sami meðalhiti var á Akureyri í vor en þar hann þremur stigum yfir meðallaginu. Meðalhiti fyrstu fimm mánaða ársins var 4,1 stig í Reykjavík, 1,6 stigum yfir meðaltalinu frá 1991 til 2020. Það gerir byrjun ársins að þeirri þriðju hlýjustu undanfarin 155 ár. Á Akureyri mældist meðalhitinn 3,1 stig sem var 1,7 stigum yfir meðaltali.
Veður Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira