England verður án þriggja Evrópumeistara á EM Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. júní 2025 12:46 Fran Kirby og Millie Bright tilkynntu báðar í morgun að þær væru hættar með landsliðinu. Eins og markmaðurinn Mary Earps. Naomi Baker - The FA/The FA via Getty Images England er ríkjandi Evrópumeistari kvenna og stefnir á að verja titilinn í Sviss í sumar, en mun gera það án þriggja lykilleikmanna liðsins frá síðasta móti. Miðjumaðurinn Fran Kirby er hætt með landsliðinu og miðvörðurinn Millie Bright hefur dregið sig úr hópnum. Þær tvær tilkynntu ákvörðun sína í dag, nokkrum dögum eftir að markmaðurinn Mary Earps hætti með landsliðinu. Þær þrjár voru allar í byrjunarliði Englands í öllum leikjum á EM 2022 og voru kallaðar inn í landsliðshópinn fyrir lokaleiki liðsins í Þjóðadeildinni á dögunum en engin þeirra tók þátt þar. Fran Kirby var tilkynnt að hún yrði ekki valin í EM-hópinn og ákvað þá að taka ekki þátt í Þjóðadeildarverkefninu og hætti með landsliðinu. Kirby skoraði í undanúrslitum EM 2022 gegn Svíþjóð. Shaun Botterill/Getty Images „Planið var að hætta eftir EM, en eftir að hafa rætt við Sarina [Wiegman, landsliðsþjálfara], ákvað ég að hætta. Þetta var eins og rýtingur í hjartastað en á sama tíma léttir. Tilfinningarík stund og við skildum báðar það sem hin hafði að segja“ sagði Fran Kirby við BBC. Millie Bright ákvað að draga sig úr Þjóðadeildarhópnum og gefa ekki kost á sér fyrir EM. Hún er leikmaður Chelsea sem vann þrennuna á síðasta tímabili og þarf að jafna sig eftir langt og strangt tímabil. Hún vildi ekki þiggja sæti í landsliðinu þegar hún telur sig ekki tilbúna til að leggja allt sitt af mörkum. „Ein erfiðasta ákvörðun ævi minnar… Að stíga til hliðar er rétt ákvörðun fyrir mína heilsu“ segir Bright í Instagram færslu til aðdáenda. View this post on Instagram A post shared by Millie Bright OBE (@mbrighty04) Mary Earps var tilkynnt að hún yrði ekki aðalmarkmaður Englands á EM og ákvað því að hætta með landsliðinu. Þjóðadeild kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Sjá meira
Þær þrjár voru allar í byrjunarliði Englands í öllum leikjum á EM 2022 og voru kallaðar inn í landsliðshópinn fyrir lokaleiki liðsins í Þjóðadeildinni á dögunum en engin þeirra tók þátt þar. Fran Kirby var tilkynnt að hún yrði ekki valin í EM-hópinn og ákvað þá að taka ekki þátt í Þjóðadeildarverkefninu og hætti með landsliðinu. Kirby skoraði í undanúrslitum EM 2022 gegn Svíþjóð. Shaun Botterill/Getty Images „Planið var að hætta eftir EM, en eftir að hafa rætt við Sarina [Wiegman, landsliðsþjálfara], ákvað ég að hætta. Þetta var eins og rýtingur í hjartastað en á sama tíma léttir. Tilfinningarík stund og við skildum báðar það sem hin hafði að segja“ sagði Fran Kirby við BBC. Millie Bright ákvað að draga sig úr Þjóðadeildarhópnum og gefa ekki kost á sér fyrir EM. Hún er leikmaður Chelsea sem vann þrennuna á síðasta tímabili og þarf að jafna sig eftir langt og strangt tímabil. Hún vildi ekki þiggja sæti í landsliðinu þegar hún telur sig ekki tilbúna til að leggja allt sitt af mörkum. „Ein erfiðasta ákvörðun ævi minnar… Að stíga til hliðar er rétt ákvörðun fyrir mína heilsu“ segir Bright í Instagram færslu til aðdáenda. View this post on Instagram A post shared by Millie Bright OBE (@mbrighty04) Mary Earps var tilkynnt að hún yrði ekki aðalmarkmaður Englands á EM og ákvað því að hætta með landsliðinu.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Sjá meira