England verður án þriggja Evrópumeistara á EM Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. júní 2025 12:46 Fran Kirby og Millie Bright tilkynntu báðar í morgun að þær væru hættar með landsliðinu. Eins og markmaðurinn Mary Earps. Naomi Baker - The FA/The FA via Getty Images England er ríkjandi Evrópumeistari kvenna og stefnir á að verja titilinn í Sviss í sumar, en mun gera það án þriggja lykilleikmanna liðsins frá síðasta móti. Miðjumaðurinn Fran Kirby er hætt með landsliðinu og miðvörðurinn Millie Bright hefur dregið sig úr hópnum. Þær tvær tilkynntu ákvörðun sína í dag, nokkrum dögum eftir að markmaðurinn Mary Earps hætti með landsliðinu. Þær þrjár voru allar í byrjunarliði Englands í öllum leikjum á EM 2022 og voru kallaðar inn í landsliðshópinn fyrir lokaleiki liðsins í Þjóðadeildinni á dögunum en engin þeirra tók þátt þar. Fran Kirby var tilkynnt að hún yrði ekki valin í EM-hópinn og ákvað þá að taka ekki þátt í Þjóðadeildarverkefninu og hætti með landsliðinu. Kirby skoraði í undanúrslitum EM 2022 gegn Svíþjóð. Shaun Botterill/Getty Images „Planið var að hætta eftir EM, en eftir að hafa rætt við Sarina [Wiegman, landsliðsþjálfara], ákvað ég að hætta. Þetta var eins og rýtingur í hjartastað en á sama tíma léttir. Tilfinningarík stund og við skildum báðar það sem hin hafði að segja“ sagði Fran Kirby við BBC. Millie Bright ákvað að draga sig úr Þjóðadeildarhópnum og gefa ekki kost á sér fyrir EM. Hún er leikmaður Chelsea sem vann þrennuna á síðasta tímabili og þarf að jafna sig eftir langt og strangt tímabil. Hún vildi ekki þiggja sæti í landsliðinu þegar hún telur sig ekki tilbúna til að leggja allt sitt af mörkum. „Ein erfiðasta ákvörðun ævi minnar… Að stíga til hliðar er rétt ákvörðun fyrir mína heilsu“ segir Bright í Instagram færslu til aðdáenda. View this post on Instagram A post shared by Millie Bright OBE (@mbrighty04) Mary Earps var tilkynnt að hún yrði ekki aðalmarkmaður Englands á EM og ákvað því að hætta með landsliðinu. Þjóðadeild kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Þær þrjár voru allar í byrjunarliði Englands í öllum leikjum á EM 2022 og voru kallaðar inn í landsliðshópinn fyrir lokaleiki liðsins í Þjóðadeildinni á dögunum en engin þeirra tók þátt þar. Fran Kirby var tilkynnt að hún yrði ekki valin í EM-hópinn og ákvað þá að taka ekki þátt í Þjóðadeildarverkefninu og hætti með landsliðinu. Kirby skoraði í undanúrslitum EM 2022 gegn Svíþjóð. Shaun Botterill/Getty Images „Planið var að hætta eftir EM, en eftir að hafa rætt við Sarina [Wiegman, landsliðsþjálfara], ákvað ég að hætta. Þetta var eins og rýtingur í hjartastað en á sama tíma léttir. Tilfinningarík stund og við skildum báðar það sem hin hafði að segja“ sagði Fran Kirby við BBC. Millie Bright ákvað að draga sig úr Þjóðadeildarhópnum og gefa ekki kost á sér fyrir EM. Hún er leikmaður Chelsea sem vann þrennuna á síðasta tímabili og þarf að jafna sig eftir langt og strangt tímabil. Hún vildi ekki þiggja sæti í landsliðinu þegar hún telur sig ekki tilbúna til að leggja allt sitt af mörkum. „Ein erfiðasta ákvörðun ævi minnar… Að stíga til hliðar er rétt ákvörðun fyrir mína heilsu“ segir Bright í Instagram færslu til aðdáenda. View this post on Instagram A post shared by Millie Bright OBE (@mbrighty04) Mary Earps var tilkynnt að hún yrði ekki aðalmarkmaður Englands á EM og ákvað því að hætta með landsliðinu.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira