Alþjóða skíðasambandið tekur upp gult og rautt spjald Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2025 06:32 Það komst upp um svindl Norðmanna í skíðastökki og það hefur kallað á breytingu á eftirlitskerfi Alþjóða skíðasambandsins. Nú verða tekin upp gul og rauð spjöld. Getty/Augustin Authamayou Við þekkjum gulu og rauðu spjöldin úr boltaíþróttunum en nú verða þau einnig tekin upp í skíðaheiminum. Alþjóða skíðasambandið FIS, ætlar að herða eftirlit sitt með keppnisbúningum í kjölfarið á hneykslismálinu mikla í skíðastökkinu. Nú verða tekin upp gul og rauð spjöld í eftirlitskerfi með búningum keppenda. Norðmenn voru uppvísir að því að nota alltof víða búninga í skíðastökkskeppni sem varð til þess að skíðastökkvarar þeirra áttu möguleika á það svífa enn lengra. Þetta komst upp og þótti mikil hneysa fyrir Norðmenn. Þetta var jafnframt áfellisdómur yfir eftirlitskerfi FIS. Forráðamenn Noregs neituðu fyrst að hafa svindlað en viðurkenndu síðan að þeir hefðu leikið á kerfið. Norsku fjölmiðlarnir Verdens Gang, Dagbladet og Nettavisen segja frá því að gulu og rauðu spjöldin séu niðurstaðan eftir fjarfund hjá búningsnefnd sambandsins í gær. „Við verðum að herða reglurnar og fylgja þeim betur eftir. Keppnisþjóðir og almenningur þurfa að öðlast meiri trú á FIS,“ sagði Tom Hilde við Dagbladet en hann var fulltrúi Norðmanna á fundinum. „Ef þú ert dæmdur úr leik í keppni þá færðu gult spjald. Þetta er þannig séð viðvörun. Ef þú ert síðan dæmdur aftur úr leik vegna brota á búningareglum þá færðu rauða spjaldið og missir af næsta móti líka. Þetta mun vonandi verða til þess að allir passi upp á það að fylgja þeim reglum sem eru í gildi,“ sagði Hilde. Rauða spjaldið hefur líka áhrif á stigakerfi þjóða en þær gætu þar tapað mikilvægum stigum í baráttu um sæti á styrkleikalistum. Alþjóða skíðaeftirlitið mun líka passa upp á það að hér eftir verði alltaf tveir eftirlitsmenn með búningum keppenda en hingað til hefur vanalega einn aðili séð um slíkt eftirlit. Skíðaíþróttir Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Alþjóða skíðasambandið FIS, ætlar að herða eftirlit sitt með keppnisbúningum í kjölfarið á hneykslismálinu mikla í skíðastökkinu. Nú verða tekin upp gul og rauð spjöld í eftirlitskerfi með búningum keppenda. Norðmenn voru uppvísir að því að nota alltof víða búninga í skíðastökkskeppni sem varð til þess að skíðastökkvarar þeirra áttu möguleika á það svífa enn lengra. Þetta komst upp og þótti mikil hneysa fyrir Norðmenn. Þetta var jafnframt áfellisdómur yfir eftirlitskerfi FIS. Forráðamenn Noregs neituðu fyrst að hafa svindlað en viðurkenndu síðan að þeir hefðu leikið á kerfið. Norsku fjölmiðlarnir Verdens Gang, Dagbladet og Nettavisen segja frá því að gulu og rauðu spjöldin séu niðurstaðan eftir fjarfund hjá búningsnefnd sambandsins í gær. „Við verðum að herða reglurnar og fylgja þeim betur eftir. Keppnisþjóðir og almenningur þurfa að öðlast meiri trú á FIS,“ sagði Tom Hilde við Dagbladet en hann var fulltrúi Norðmanna á fundinum. „Ef þú ert dæmdur úr leik í keppni þá færðu gult spjald. Þetta er þannig séð viðvörun. Ef þú ert síðan dæmdur aftur úr leik vegna brota á búningareglum þá færðu rauða spjaldið og missir af næsta móti líka. Þetta mun vonandi verða til þess að allir passi upp á það að fylgja þeim reglum sem eru í gildi,“ sagði Hilde. Rauða spjaldið hefur líka áhrif á stigakerfi þjóða en þær gætu þar tapað mikilvægum stigum í baráttu um sæti á styrkleikalistum. Alþjóða skíðaeftirlitið mun líka passa upp á það að hér eftir verði alltaf tveir eftirlitsmenn með búningum keppenda en hingað til hefur vanalega einn aðili séð um slíkt eftirlit.
Skíðaíþróttir Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira