„Ætlum að stríða þeim aftur“ Sindri Sverrisson skrifar 3. júní 2025 14:17 Sandra María Jessen vonast eftir sigri gegn Frökkum í dag. Stöð 2 Sport Sandra María Jessen er ekki í vafa um að Ísland hafi það sem til þarf til að geta lagt Frakkland að velli á spennandi kvöldi í Laugardalnum í kvöld. Um er að ræða fyrsta leikinn á endurbættum Laugardalsvelli, síðasta leikinn í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar og síðasta leik Íslands áður en EM hefst eftir mánuð. „Þetta er mjög góð blanda af spennu og tilhlökkun. Við erum svekktar eftir úrslitin í síðasta leik en á sama tíma jákvæðar og bjartsýnar. Við ætlum að nýta okkar styrkleika til að stríða Frökkum og ná í góð úrslit,“ segir Sandra María en viðtal Arons Guðmundssonar við hana, sem tekið var í aðdraganda leikdags, má sjá hér að neðan. Klippa: Sandra María fyrir stórleikinn í kvöld Sandra segir íslenska liðið ætla að nýta svekkelsið úr jafnteflinu við Noreg á föstudag, þar sem jöfnunarmark Norðmanna kom í lok leiks, til að leggja Frakka að velli. Það gæti reynst afar dýrmætt því Ísland er í harðri baráttu við Noreg og Sviss um að halda sér í A-deild og fellur ef bæði Ísland og Noregur tapa í kvöld. „Auðvitað ætlum við í þennan leik til að vinna hann, eins og alla aðra. Ég held það sé svolítið skemmtilegt að riðillinn er enn ansi opinn. Það er mikið undir hjá fleiri liðum en okkur. Spennandi að fá góðan leik, spila heima á nýju grasi, gegn heimsklassaleikmönnum. Þetta er gott próf fyrir okkur til að bera okkur saman við þær bestu. Ég trúi því klárlega, og við sem lið, að við getum náð í góð úrslit,“ segir Sandra María. Hún telur ekki sérstakt áhyggjuefni að Ísland sé nú án sigurs í átta leikjum í röð. Einn af þeim leikjum var 3-2 tapið gegn Frökkum ytra í febrúar. „Nei, nei. Við erum alla vega sallarólegar og vitum hvað í liðinu býr. Við þurfum bara að passa að vinna réttu leikina. Við sýndum í útileiknum á móti Frökkum að við búum klárlega yfir nógu miklum gæðum til að vinna og gefa þeim alvöru leik. Við ætlum að nýta það sem við gerðum vel í þeim leik, reyna að stríða þeim aftur og ná í fleiri stig en síðast.“ Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
Um er að ræða fyrsta leikinn á endurbættum Laugardalsvelli, síðasta leikinn í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar og síðasta leik Íslands áður en EM hefst eftir mánuð. „Þetta er mjög góð blanda af spennu og tilhlökkun. Við erum svekktar eftir úrslitin í síðasta leik en á sama tíma jákvæðar og bjartsýnar. Við ætlum að nýta okkar styrkleika til að stríða Frökkum og ná í góð úrslit,“ segir Sandra María en viðtal Arons Guðmundssonar við hana, sem tekið var í aðdraganda leikdags, má sjá hér að neðan. Klippa: Sandra María fyrir stórleikinn í kvöld Sandra segir íslenska liðið ætla að nýta svekkelsið úr jafnteflinu við Noreg á föstudag, þar sem jöfnunarmark Norðmanna kom í lok leiks, til að leggja Frakka að velli. Það gæti reynst afar dýrmætt því Ísland er í harðri baráttu við Noreg og Sviss um að halda sér í A-deild og fellur ef bæði Ísland og Noregur tapa í kvöld. „Auðvitað ætlum við í þennan leik til að vinna hann, eins og alla aðra. Ég held það sé svolítið skemmtilegt að riðillinn er enn ansi opinn. Það er mikið undir hjá fleiri liðum en okkur. Spennandi að fá góðan leik, spila heima á nýju grasi, gegn heimsklassaleikmönnum. Þetta er gott próf fyrir okkur til að bera okkur saman við þær bestu. Ég trúi því klárlega, og við sem lið, að við getum náð í góð úrslit,“ segir Sandra María. Hún telur ekki sérstakt áhyggjuefni að Ísland sé nú án sigurs í átta leikjum í röð. Einn af þeim leikjum var 3-2 tapið gegn Frökkum ytra í febrúar. „Nei, nei. Við erum alla vega sallarólegar og vitum hvað í liðinu býr. Við þurfum bara að passa að vinna réttu leikina. Við sýndum í útileiknum á móti Frökkum að við búum klárlega yfir nógu miklum gæðum til að vinna og gefa þeim alvöru leik. Við ætlum að nýta það sem við gerðum vel í þeim leik, reyna að stríða þeim aftur og ná í fleiri stig en síðast.“
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira