„Ekki hægt að segja annað en fyrirgefið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2025 13:23 Þeir Egill, Steinþór og Auðunn taka hér lagið fyrir gesti hallarinnar á laugardag. Vísir/Viktor Freyr Þríeykið að baki útvarpsþættinum FM95Blö segist harma innilega að fólk hafi slasast á tónleikum sem haldnir voru í þeirra nafni. Þeir segjast ekki hafa viljað ræða við fjölmiðla strax þar sem þeir hafi ekki haft upplýsingar um nákvæmlega hvað hefði gerst. Þetta kom fram í hlaðvarpsþætti þeirra sem birtist í dag. „Ástæðan fyrir því að við höfum ekki svarað neinu. Við vildum ekki gera það í flýti, og vildum vita nákvæmlega hvað gerðist á tónleikunum, og erum bara að fá þetta allt staðfest núna,“ sagði skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal í nýjasta þætti hlaðvarpsins Blökastsins, sem hann heldur úti ásamt Agli Einarssyni og Steinþóri Hróari Steinþórssyni. Þeir þrír mynda saman hópinn FM95Blö, sem stóð fyrir umtöluðum tónleikum í Laugardalshöll um liðna helgi, og hafa ekki orðið við viðtalsbeiðnum fréttastofu frá því að fyrstu fréttir voru fluttar af troðningnum sem myndaðist í Laugardalshöll á tónleikum laugardagsins. Vilji ekki koma sér undan ábyrgð Í þættinum, sem ber yfirskriftina „Öðruvísi þáttur í dag“ ræða þeir þrír tónleikana, þar sem mikill troðningur varð eftir að þríeykið tróð upp. Í kjölfarið leituðu fimmtán á slysadeild vegna áverka. Auðunn sagðist ekki vilja fría sig eða félaga sína ábyrgð, enda hefðu þeir verið andlit viðburðarins og ráðið fólk til að koma að viðburðinum. „En það sem gerist er að við ráðum fyrirtæki til þess að sjá alfarið um allt sem kemur að höllinni, gæslu og öllu. Við erum með markaðssetningu og að búa til gott show,“ sagði Auðunn. Fyrirtækið sem hann vísar til er Nordic Live Events, en eigandi þess gaf út stutta yfirlýsingu vegna málsins fyrr í dag. Hann hefur ekki heldur viljað ræða við fréttastofu fram að þessu. „Við fréttum það svo bara á sunnudegi að það hafi illa farið og verið troðningur. Ég ætla rétt að vona að það haldi enginn að við séum ekki gjörsamlega miður okkar að fólk hafi slasast á okkar viðburði,“ sagði Auðunn. Egill tók í sama streng, og sagði það til marks um að viðburðurinn hafi „klikkað“. „Ef einn slasar sig, þá klikkaði giggið. Það er nóg að það sé einn, og það voru fleiri. Þetta bara klikkaði, og það er bara staðan,“ sagði Egill. Reyna að setja sig í samband við alla sem slösuðust Auðunn sagði aðra ástæðu þess að þríeykið hefði ekki tjáð sig við fjölmiðla vera þá að þeir hefðu varið síðustu dögum í að reyna að komast í samband við þá sem slösuðust. „Við erum búnir að heyra í nokkrum og erum að reyna að heyra í öllum,“ sagði Auðunn. Steinþór bætti við að það væri liður í að komast að því nákvæmlega hvað hefði gerst. Eigi ekki að gerast neins staðar „Núna eru Nordic Live Events að skoða málið með lögreglu og slökkviliði. Það er gerð einhvers konar rýniaðgerð, verið að skoða hvað hefði mátt betur fara. Þannig að við erum bara að bíða eftir nákvæmum svörum, því við í raun vitum ekkert sjálfir. Það er voða lítið hægt að segja nema bara að við hörmum þetta. Þetta er bara hræðilegt. Þetta er agalegt og á ekki að gerast á tónleikum hjá FM95Blö,“ sagði Steinþór. „Þetta á ekki að gerast á neinum tónleikum,“ sagði Auðunn og hélt áfram: „Það sem böggar okkur endalaust er að fólk hafi meitt sig eða orðið hrætt á okkar viðburði. Það er eitthvað sem við hörmum og biðjumst innilegrar afsökunar á.“ Egill sagði mikilvægt að atvikið yrði til þess að hægt verði að læra af atvikinu. „Að þetta gerist ekki aftur,“ sagði Egill. Nú taki við bið eftir frekari upplýsingum, þar sem Nordic Live Events eigi fund með slökkviliði og lögreglu á morgun, en Auðunn, Egill og Steinþór voru ekki boðaðir á þann fund. „Bara aftur, þá er ekki hægt að segja annað en fyrirgefið, þið sem voruð hrædd eða áttuð slæma upplifun í höllinni,“ sagði Auðunn. Tónleikar á Íslandi FM95BLÖ Tónlist Slökkvilið Lögreglumál Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
„Ástæðan fyrir því að við höfum ekki svarað neinu. Við vildum ekki gera það í flýti, og vildum vita nákvæmlega hvað gerðist á tónleikunum, og erum bara að fá þetta allt staðfest núna,“ sagði skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal í nýjasta þætti hlaðvarpsins Blökastsins, sem hann heldur úti ásamt Agli Einarssyni og Steinþóri Hróari Steinþórssyni. Þeir þrír mynda saman hópinn FM95Blö, sem stóð fyrir umtöluðum tónleikum í Laugardalshöll um liðna helgi, og hafa ekki orðið við viðtalsbeiðnum fréttastofu frá því að fyrstu fréttir voru fluttar af troðningnum sem myndaðist í Laugardalshöll á tónleikum laugardagsins. Vilji ekki koma sér undan ábyrgð Í þættinum, sem ber yfirskriftina „Öðruvísi þáttur í dag“ ræða þeir þrír tónleikana, þar sem mikill troðningur varð eftir að þríeykið tróð upp. Í kjölfarið leituðu fimmtán á slysadeild vegna áverka. Auðunn sagðist ekki vilja fría sig eða félaga sína ábyrgð, enda hefðu þeir verið andlit viðburðarins og ráðið fólk til að koma að viðburðinum. „En það sem gerist er að við ráðum fyrirtæki til þess að sjá alfarið um allt sem kemur að höllinni, gæslu og öllu. Við erum með markaðssetningu og að búa til gott show,“ sagði Auðunn. Fyrirtækið sem hann vísar til er Nordic Live Events, en eigandi þess gaf út stutta yfirlýsingu vegna málsins fyrr í dag. Hann hefur ekki heldur viljað ræða við fréttastofu fram að þessu. „Við fréttum það svo bara á sunnudegi að það hafi illa farið og verið troðningur. Ég ætla rétt að vona að það haldi enginn að við séum ekki gjörsamlega miður okkar að fólk hafi slasast á okkar viðburði,“ sagði Auðunn. Egill tók í sama streng, og sagði það til marks um að viðburðurinn hafi „klikkað“. „Ef einn slasar sig, þá klikkaði giggið. Það er nóg að það sé einn, og það voru fleiri. Þetta bara klikkaði, og það er bara staðan,“ sagði Egill. Reyna að setja sig í samband við alla sem slösuðust Auðunn sagði aðra ástæðu þess að þríeykið hefði ekki tjáð sig við fjölmiðla vera þá að þeir hefðu varið síðustu dögum í að reyna að komast í samband við þá sem slösuðust. „Við erum búnir að heyra í nokkrum og erum að reyna að heyra í öllum,“ sagði Auðunn. Steinþór bætti við að það væri liður í að komast að því nákvæmlega hvað hefði gerst. Eigi ekki að gerast neins staðar „Núna eru Nordic Live Events að skoða málið með lögreglu og slökkviliði. Það er gerð einhvers konar rýniaðgerð, verið að skoða hvað hefði mátt betur fara. Þannig að við erum bara að bíða eftir nákvæmum svörum, því við í raun vitum ekkert sjálfir. Það er voða lítið hægt að segja nema bara að við hörmum þetta. Þetta er bara hræðilegt. Þetta er agalegt og á ekki að gerast á tónleikum hjá FM95Blö,“ sagði Steinþór. „Þetta á ekki að gerast á neinum tónleikum,“ sagði Auðunn og hélt áfram: „Það sem böggar okkur endalaust er að fólk hafi meitt sig eða orðið hrætt á okkar viðburði. Það er eitthvað sem við hörmum og biðjumst innilegrar afsökunar á.“ Egill sagði mikilvægt að atvikið yrði til þess að hægt verði að læra af atvikinu. „Að þetta gerist ekki aftur,“ sagði Egill. Nú taki við bið eftir frekari upplýsingum, þar sem Nordic Live Events eigi fund með slökkviliði og lögreglu á morgun, en Auðunn, Egill og Steinþór voru ekki boðaðir á þann fund. „Bara aftur, þá er ekki hægt að segja annað en fyrirgefið, þið sem voruð hrædd eða áttuð slæma upplifun í höllinni,“ sagði Auðunn.
Tónleikar á Íslandi FM95BLÖ Tónlist Slökkvilið Lögreglumál Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira