Badmus á förum en Valur heldur íslenskum lykilmönnum Sindri Sverrisson skrifar 3. júní 2025 14:46 Kristófer Acox, fyrirliði Vals, með bikarinn eftir að liðið varð bikarmeistari í vetur. vísir/Diego Bikarmeistarar Vals hafa endurnýjað samninga við nokkra af helstu lykilmönnum sínum í körfubolta. Taiwo Badmus virðist hins vegar hafa leikið sinn síðasta leik fyrir liðið. Körfuknattleiksdeild Vals greinir frá því í dag að þeir Kristófer Acox, Kári Jónsson, Hjálmar Stefánsson, Frank Booker og Ástþór Atli Svalason hafi allir skrifað undir nýja samninga við félagið. Kristinn Pálsson endurnýjaði samning sinn við Val í fyrra og er áfram samningsbundinn félaginu til sumarsins 2026. Íslenskir lykilmenn liðsins verða því allir áfram. View this post on Instagram A post shared by Valur Körfubolti (@valurkarfa) Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur hins vegar ekki verið samið við Badmus sem verið hefur í lykilhlutverki síðustu tvær leiktíðir, og er hann því að óbreyttu á förum frá Hlíðarenda. Hann var áður lykilmaður í liði Tindastóls í tvo vetur og náði því að verða Íslandsmeistari tvö ár í röð, með Stólunum 2023 en Val 2024. Taiwo Badmus varð bæði Íslands- og bikarmeistari á árunum tveimur hjá Val. Hann var valinn mikilvægastur í bikarúrslitunum í ár.vísir/Diego Valsmenn segja í tilkynningu að undirbúningur fyrir næsta tímabil sé farinn á fullt og unnið sé að því að klára að setja saman leikmannahópinn sem fyrst. Frekari fréttir af leikmannamálum verði birtar jafnóðum. Kári búinn að jafna sig af meiðslunum Þá er þess getið að Kári Jónsson hafi nú jafnað sig vel að meiðslunum sem hann hlaut í úrslitakeppninni og verði kominn á fullt innan skamms. Þrátt fyrir bikarmeistaratitil olli nýafstaðin leiktíð vonbrigðum á Hlíðarenda. Valsmenn, sem urðu í fyrra Íslandsmeistarar í annað sinn á þremur árum, urðu nefnilega að sætta sig við að falla úr leik í 8-liða úrslitum Bónus-deildarinnar í vor, eftir tap gegn Grindavík. Meiðsli Kára settu þar stórt strik í reikninginn. Óhætt er að ætla að tekjur félagsins í ár verði því mun minni en þrjú síðustu ár á undan, þegar Valsmenn komust alla leið í oddaleik í úrslitum í hvert sinn með tilheyrandi miða- og veitingasölu á vel sóttum heimaleikjum sínum. Bónus-deild karla Valur Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Vals greinir frá því í dag að þeir Kristófer Acox, Kári Jónsson, Hjálmar Stefánsson, Frank Booker og Ástþór Atli Svalason hafi allir skrifað undir nýja samninga við félagið. Kristinn Pálsson endurnýjaði samning sinn við Val í fyrra og er áfram samningsbundinn félaginu til sumarsins 2026. Íslenskir lykilmenn liðsins verða því allir áfram. View this post on Instagram A post shared by Valur Körfubolti (@valurkarfa) Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur hins vegar ekki verið samið við Badmus sem verið hefur í lykilhlutverki síðustu tvær leiktíðir, og er hann því að óbreyttu á förum frá Hlíðarenda. Hann var áður lykilmaður í liði Tindastóls í tvo vetur og náði því að verða Íslandsmeistari tvö ár í röð, með Stólunum 2023 en Val 2024. Taiwo Badmus varð bæði Íslands- og bikarmeistari á árunum tveimur hjá Val. Hann var valinn mikilvægastur í bikarúrslitunum í ár.vísir/Diego Valsmenn segja í tilkynningu að undirbúningur fyrir næsta tímabil sé farinn á fullt og unnið sé að því að klára að setja saman leikmannahópinn sem fyrst. Frekari fréttir af leikmannamálum verði birtar jafnóðum. Kári búinn að jafna sig af meiðslunum Þá er þess getið að Kári Jónsson hafi nú jafnað sig vel að meiðslunum sem hann hlaut í úrslitakeppninni og verði kominn á fullt innan skamms. Þrátt fyrir bikarmeistaratitil olli nýafstaðin leiktíð vonbrigðum á Hlíðarenda. Valsmenn, sem urðu í fyrra Íslandsmeistarar í annað sinn á þremur árum, urðu nefnilega að sætta sig við að falla úr leik í 8-liða úrslitum Bónus-deildarinnar í vor, eftir tap gegn Grindavík. Meiðsli Kára settu þar stórt strik í reikninginn. Óhætt er að ætla að tekjur félagsins í ár verði því mun minni en þrjú síðustu ár á undan, þegar Valsmenn komust alla leið í oddaleik í úrslitum í hvert sinn með tilheyrandi miða- og veitingasölu á vel sóttum heimaleikjum sínum.
Bónus-deild karla Valur Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Sjá meira