Nýkjörinn forseti Póllands: Trúrækinn sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. júní 2025 15:34 Karol Nawrocki bar nauman sigur úr býtum, rétt tæpt 51 prósent atkvæða. AP/Czarek Sokolowski Karol Nawrocki, sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi verður næsti forseti Póllands. Þetta varð ljóst í morgun þegar talningu lauk. Hann hlaut rétt tæpt 51 prósent atkvæða og bar því afar nauman sigur úr býtum gegn Rafał Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár. Honum hefur ýmist verið lýst sem lýðskrumara, þjóðernissinna og íhaldsmanni og bjó að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Viktors Orbán Ungverjalandsforseta. Hann var einnig studdur af íhaldsflokknum Lögum og réttlæti líkt og núverandi forseti Andrzej Duda. Reynslulítill stjórnmálamaður Nawrocki er aðeins 42 ára gamall og á ekki langan feril að baki á vettvangi stjórnmálanna. Hann hefur starfað lengi sem sagnfræðingur og hefur undanfarin ár gegnt embætti forstöðumanns hinnar svokölluðu Þjóðminningarstofnunar sem sinnir rannsóknum á nútímasögu Póllands og glæpum nasista og kommúnistastjórnarinnar á tuttugustu öld. Í því embætti hefur hann þó þótt umdeildur. Í stjórnartíð hans hratt stofnunin af stað herferð sem miðaði að því að rífa niður minnisvarða frá kommúnistatímanum og þá hefur hann einnig verið gagnrýndur fyrir að draga úr þætti helfararinnar í hlut Póllands í heimsstyrjöldinni síðari þegar hann fór fyrir safni um seinni heimsstyrjöldina í Gdańsk. Hann er með doktorspróf í sagnfræði frá Háskólanum í Gdańsk. Neikvæður í garð úkraínskra innflytjenda Samkvæmt umfjöllun New York Times hefur Nawrocki málað upp af sér mynd í kosningaherferðinni sem hluti af alþjóðlegri hreyfingu þjóðernissinnaðra íhaldsmanna og er duglegur að birta myndir af sér og fjölskyldu sinni á samfélagsmiðlum, þar koma einnig reglulega fyrir færslur sem eiga að sýna trúrækni hans, skotvopn í hans eigu og eins íþróttamennsku hans en hann spilaði fótbolta á yngri árum til hliðar við hnefaleikana. Meðal baráttumála Nawrocki í aðdraganda kosninganna var að stórefla pólska herinn sem er þegar stærsti her Evrópusambandsins. Hann vill einnig styðja Úkraínumenn í stríði þeirra en vakti athygli fyrir málflutning sinn í garð úkraínsks flóttafólks en um milljón Úkraínumenn hafa flúið heimili sín til Póllands frá upphafi stríðsins. Löndin deila enda löngum landamærum. Forseti stjórnarandstöðunnar Flokkur Nawrocki, Lög og réttlæti, eru í stjórnarandstöðu um þessar mundir. Borgarabandalagið, flokkur Donalds Tusk forsætisráðherra, leiðir ríkisstjórnina en ekki er mikill samhljómur milli stefnu hans og forsetans nýkjörna. Forseti Póllands hefur neitunarvald sem forveri Nawrocki, Andrzej Duda, nýtti meðal annars síðast þegar Lög og réttlæti voru í stjórnarandstöðu. Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, í samtali við fréttastofu í dag að búast mætti við því að Nawrocki verði að minnsta kosti jafnduglegur við beitingu neitunarvaldsins og forveri sinn. Nawrocki er giftur Mörtu Nawrocku sem er embættiskona og þau eiga saman þrjú börn, Daniel, Antoni og Katarzynu. Pólland Kosningar í Póllandi Fréttaskýringar Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Honum hefur ýmist verið lýst sem lýðskrumara, þjóðernissinna og íhaldsmanni og bjó að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Viktors Orbán Ungverjalandsforseta. Hann var einnig studdur af íhaldsflokknum Lögum og réttlæti líkt og núverandi forseti Andrzej Duda. Reynslulítill stjórnmálamaður Nawrocki er aðeins 42 ára gamall og á ekki langan feril að baki á vettvangi stjórnmálanna. Hann hefur starfað lengi sem sagnfræðingur og hefur undanfarin ár gegnt embætti forstöðumanns hinnar svokölluðu Þjóðminningarstofnunar sem sinnir rannsóknum á nútímasögu Póllands og glæpum nasista og kommúnistastjórnarinnar á tuttugustu öld. Í því embætti hefur hann þó þótt umdeildur. Í stjórnartíð hans hratt stofnunin af stað herferð sem miðaði að því að rífa niður minnisvarða frá kommúnistatímanum og þá hefur hann einnig verið gagnrýndur fyrir að draga úr þætti helfararinnar í hlut Póllands í heimsstyrjöldinni síðari þegar hann fór fyrir safni um seinni heimsstyrjöldina í Gdańsk. Hann er með doktorspróf í sagnfræði frá Háskólanum í Gdańsk. Neikvæður í garð úkraínskra innflytjenda Samkvæmt umfjöllun New York Times hefur Nawrocki málað upp af sér mynd í kosningaherferðinni sem hluti af alþjóðlegri hreyfingu þjóðernissinnaðra íhaldsmanna og er duglegur að birta myndir af sér og fjölskyldu sinni á samfélagsmiðlum, þar koma einnig reglulega fyrir færslur sem eiga að sýna trúrækni hans, skotvopn í hans eigu og eins íþróttamennsku hans en hann spilaði fótbolta á yngri árum til hliðar við hnefaleikana. Meðal baráttumála Nawrocki í aðdraganda kosninganna var að stórefla pólska herinn sem er þegar stærsti her Evrópusambandsins. Hann vill einnig styðja Úkraínumenn í stríði þeirra en vakti athygli fyrir málflutning sinn í garð úkraínsks flóttafólks en um milljón Úkraínumenn hafa flúið heimili sín til Póllands frá upphafi stríðsins. Löndin deila enda löngum landamærum. Forseti stjórnarandstöðunnar Flokkur Nawrocki, Lög og réttlæti, eru í stjórnarandstöðu um þessar mundir. Borgarabandalagið, flokkur Donalds Tusk forsætisráðherra, leiðir ríkisstjórnina en ekki er mikill samhljómur milli stefnu hans og forsetans nýkjörna. Forseti Póllands hefur neitunarvald sem forveri Nawrocki, Andrzej Duda, nýtti meðal annars síðast þegar Lög og réttlæti voru í stjórnarandstöðu. Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, í samtali við fréttastofu í dag að búast mætti við því að Nawrocki verði að minnsta kosti jafnduglegur við beitingu neitunarvaldsins og forveri sinn. Nawrocki er giftur Mörtu Nawrocku sem er embættiskona og þau eiga saman þrjú börn, Daniel, Antoni og Katarzynu.
Pólland Kosningar í Póllandi Fréttaskýringar Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sjá meira