Niðurstaðan setji áform ríkisstjórnarinnar í uppnám Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. júní 2025 13:00 Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. vísir/einar Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir nýkjörinn forseta Póllands bjóða meira af því sama. Búast megi við því að neitunarvaldinu verði beitt gegn ríkisstjórninni í hitamálum á borð við þungunarrof og hinsegin fólk. Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur og frambjóðandi flokksins Lög og réttlæti, bar sigur úr býtum í forsetakosningum í Póllandi í gær. Hlaut hann 50,89 prósent atkvæða og sigraði naumlega Rafal Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár, sem hlaut 49,11 prósent atkvæða. Áform ríkisstjórnarinnar í uppnámi Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, fylgdist með niðurstöðum kosninganna í nótt. Hann segir niðurstöðuna benda til að hlutirnir verði með sama fari og undanfarin ár í Póllandi. „Þetta er í rauninni óbreytt sama niðurstaða upp á 0,1 prósent og í kosningum fyrir fimm árum þegar að Duda bar sigur úr býtum. Í rauninni má segja að þetta sé engin breyting frá núverandi valdahlutföllum. Það er ljóst að núverandi ríkisstjórn lagði mikið undir til að ná forsetaembættinu til að geta hrint fleiri af sínum stefnumálum í gang. Þetta setur það auðvitað í ákveðið uppnám.“ Mjótt hefur verið á munum í síðustu fimm forsetakosningum. „Það er mjög algengt að þessar tvær blokkir skipta þjóðinni í tvennt. Það má segja að það sé munur á ungu fólki í kosningunum í ár. Trzaskowski vann með miklum yfirburðum hjá ungu fólki síðast en það var ekki þannig núna. Nawrocki vann í rauninni kosningarnar meðal ungs fólks. Kjörsóknin var mjög mikil og vanalega hefur það gagnast frjálslyndum öflum en það reyndist ekki tilfellið núna. Kjörsókn er nánast 72 prósent en samt vinnur Lög og réttlæti.“ Með neitunarvaldið á lofti Pawel tekur fram að Nawrocki sé reynslulítill stjórnmálamaður. Búast megi við því að hann nýti neitunarvaldið í miklum mæli eins og forveri sinn í forsetastólnum og flokksbróðir Andrzej Duda. „Pólskir forsetar eru duglegir að nýta neitunarvaldið. Þetta er ekki reynslumikill pólitíkus. Ég held að fyrir hálfu ári síðan vissu fæstir Pólverjar hver hann væri. Hann er sagnfræðingur sem hefur stýrt tveimur til þremur stofnunum, safni og svokallaðar minningarstofnun. Það má segja að hans árangur sé merki um það að vörumerki Lög og réttlætis sé enn mjög sterkt í Póllandi.“ Nawrocki naut stuðnings Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í kosningunum. Pawel bendir á að það sé ekkert nýtt af nálinni að forseti Póllands aðhyllist stjórnvöld vestanhafs á meðan ríkisstjórnin setur sig meira við hlið Evrópusambandsins. „Það er engin efnisleg breyting á því til skamms tíma. Margt getur þó breyst eftir tvö ár þegar kosningar þingsins fara fram.“ Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur og frambjóðandi flokksins Lög og réttlæti, bar sigur úr býtum í forsetakosningum í Póllandi í gær. Hlaut hann 50,89 prósent atkvæða og sigraði naumlega Rafal Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár, sem hlaut 49,11 prósent atkvæða. Áform ríkisstjórnarinnar í uppnámi Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, fylgdist með niðurstöðum kosninganna í nótt. Hann segir niðurstöðuna benda til að hlutirnir verði með sama fari og undanfarin ár í Póllandi. „Þetta er í rauninni óbreytt sama niðurstaða upp á 0,1 prósent og í kosningum fyrir fimm árum þegar að Duda bar sigur úr býtum. Í rauninni má segja að þetta sé engin breyting frá núverandi valdahlutföllum. Það er ljóst að núverandi ríkisstjórn lagði mikið undir til að ná forsetaembættinu til að geta hrint fleiri af sínum stefnumálum í gang. Þetta setur það auðvitað í ákveðið uppnám.“ Mjótt hefur verið á munum í síðustu fimm forsetakosningum. „Það er mjög algengt að þessar tvær blokkir skipta þjóðinni í tvennt. Það má segja að það sé munur á ungu fólki í kosningunum í ár. Trzaskowski vann með miklum yfirburðum hjá ungu fólki síðast en það var ekki þannig núna. Nawrocki vann í rauninni kosningarnar meðal ungs fólks. Kjörsóknin var mjög mikil og vanalega hefur það gagnast frjálslyndum öflum en það reyndist ekki tilfellið núna. Kjörsókn er nánast 72 prósent en samt vinnur Lög og réttlæti.“ Með neitunarvaldið á lofti Pawel tekur fram að Nawrocki sé reynslulítill stjórnmálamaður. Búast megi við því að hann nýti neitunarvaldið í miklum mæli eins og forveri sinn í forsetastólnum og flokksbróðir Andrzej Duda. „Pólskir forsetar eru duglegir að nýta neitunarvaldið. Þetta er ekki reynslumikill pólitíkus. Ég held að fyrir hálfu ári síðan vissu fæstir Pólverjar hver hann væri. Hann er sagnfræðingur sem hefur stýrt tveimur til þremur stofnunum, safni og svokallaðar minningarstofnun. Það má segja að hans árangur sé merki um það að vörumerki Lög og réttlætis sé enn mjög sterkt í Póllandi.“ Nawrocki naut stuðnings Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í kosningunum. Pawel bendir á að það sé ekkert nýtt af nálinni að forseti Póllands aðhyllist stjórnvöld vestanhafs á meðan ríkisstjórnin setur sig meira við hlið Evrópusambandsins. „Það er engin efnisleg breyting á því til skamms tíma. Margt getur þó breyst eftir tvö ár þegar kosningar þingsins fara fram.“
Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira