„Getum alveg fundið glufur“ gegn Frakklandi Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. júní 2025 13:00 Hildur Antonsdóttir segir Ísland þurfa að halda liðinu þéttu og finna réttu leiðirnar fram á við. vísir / lýður Landsliðskonan Hildur Antonsdóttir segir Ísland alveg geta fundið glufur á franska liðinu sem spilar á fyrsta leikinn á nýjum Laugardalsvelli á morgun. Ísland þarf á sigri að halda til að tryggja áfram sæti sitt í A-deild Þjóðadeildarinnar. „Við erum bara spenntar að spila á móti Frökkum hérna heima, á nýju grasi á Laugardalsvelli. Allir leikir í A-deild eru erfiðir en það hjálpar okkur bara að verða betra lið“ sagði Hildur í viðtali við Aron Guðmundsson sem má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hildur fyrir leikinn gegn Frakklandi Hildur var, líkt og aðrir leikmenn Íslands, svekkt með niðurstöðuna gegn Noregi síðasta föstudag. Ísland leiddi leikinn lengst af en þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli eftir sjálfsmark undir lokin. Ísland situr í þriðja sæti riðilsins í Þjóðadeildinni með fjögur stig, Noregur er þar fyrir ofan með fimm stig en Sviss er sæti neðar með tvö stig. Sviss og Noregur mætast á sama tíma og Ísland tekur á móti toppliði Frakklands á morgun. „Þær eru með mjög sterka einstaklinga innan síns liðs en ég held að við getum alveg fundið glufur þarna á milli. Við erum með frábæra leikmenn fram á við sem eiga að geta strítt þeim. Ef við höldum liðinu þéttu og finnum réttu leiðina fram á við eigum við að geta strítt þeim aðeins“ sagði Hildur um frönsku andstæðingana. Leikurinn verður sá fyrsti á nýjum Laugardalsvelli. Framkvæmdar hafa staðið yfir í allan vetur, völlurinn færður nær stúkunni, hlaupabrautin farin burt og þegar tók að vora var sáð blönduðu grasi. „Nýtt gras og allt, þó það sé kannski smá leiðinlegt veður. Íslendingar eru nú vanir því, þannig að ég vona að sem flestir mæti og styðji við okkur“ sagði Hildur í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Miðasölu á leik Íslands og Frakklands má finna í hlekknum hér. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
„Við erum bara spenntar að spila á móti Frökkum hérna heima, á nýju grasi á Laugardalsvelli. Allir leikir í A-deild eru erfiðir en það hjálpar okkur bara að verða betra lið“ sagði Hildur í viðtali við Aron Guðmundsson sem má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hildur fyrir leikinn gegn Frakklandi Hildur var, líkt og aðrir leikmenn Íslands, svekkt með niðurstöðuna gegn Noregi síðasta föstudag. Ísland leiddi leikinn lengst af en þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli eftir sjálfsmark undir lokin. Ísland situr í þriðja sæti riðilsins í Þjóðadeildinni með fjögur stig, Noregur er þar fyrir ofan með fimm stig en Sviss er sæti neðar með tvö stig. Sviss og Noregur mætast á sama tíma og Ísland tekur á móti toppliði Frakklands á morgun. „Þær eru með mjög sterka einstaklinga innan síns liðs en ég held að við getum alveg fundið glufur þarna á milli. Við erum með frábæra leikmenn fram á við sem eiga að geta strítt þeim. Ef við höldum liðinu þéttu og finnum réttu leiðina fram á við eigum við að geta strítt þeim aðeins“ sagði Hildur um frönsku andstæðingana. Leikurinn verður sá fyrsti á nýjum Laugardalsvelli. Framkvæmdar hafa staðið yfir í allan vetur, völlurinn færður nær stúkunni, hlaupabrautin farin burt og þegar tók að vora var sáð blönduðu grasi. „Nýtt gras og allt, þó það sé kannski smá leiðinlegt veður. Íslendingar eru nú vanir því, þannig að ég vona að sem flestir mæti og styðji við okkur“ sagði Hildur í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Miðasölu á leik Íslands og Frakklands má finna í hlekknum hér.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira