„Ég held það vilji enginn upplifa svona aftur“ Aron Guðmundsson skrifar 1. júní 2025 12:01 Sölvi Geir Ottesen er þjálfari Víkings Reykjavíkur vísir / diego Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings Reykjavíkur, segir tapið í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra gegn Breiðabliki ekki ofarlega í huga fyrir stórleik liðanna í kvöld í Bestu deildinni. Hins vegar geti menn nýtt sér tilfinningarnar frá því kvöldi, muna hvernig þeim leið og mæta klárir í hörku leik. „Leggst mjög vel í mig, stórleikur og leikirnir við Breiðablik eru yfirleitt skemmtilegir leikir þar sem að það er hart barist. Við erum bara spenntir, góð úrslit setja okkur í góða stöðu,“ segir Sölvi Geir í samtali við íþróttadeild. Víkingarnir eru með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar á næstu lið fyrir neðan sig og geta með sigri í kvöld breikkað bilið á milli sín og Breiðabliks í sjö stig. Skiptir það máli á þessum tímapunkti á tímabilinu? „Já auðvitað viltu alltaf koma þér eins langt frá andstæðingum þínum og þú mögulega getur. Það er góður möguleiki fyrir okkur núna að komast aðeins frá okkar helstu keppinautum síðustu ára. En við vitum líka að tímabilið er langt frá því búið, það á eftir að spila helling af fótbolta og mig minnir nú að í fyrra höfðum við verið með ágætis forskot sem við glutruðum niður með tímanum. Breiðablik gerði þar vel og fóru af stað í langa taplausa hrinu. Núna einbeitum við okkur bara að þessum eina leik þó svo að við getum komist í sjö stiga forystu á lið eins og Breiðablik, við megum ekki missa okkur í því. Við ætlum að gera vel í þessum leik.“ Eftir flotta byrjun á tímabilinu hefur lið Íslandsmeistara Breiðabliks hikstað upp á síðkastið. Liðið féll úr leik í bikarnum gegn Vestra á dögunum, hefur tapað tveimur leikjum í röð í deildinni fyrir leik kvöldsins og er fjöldi tapleikja liðsins í deildinni (3) sá sami og eftir deildarkeppni Bestu deildarinnar fyrir skiptingu á síðasta tímabili. Gerir slæmt gengi Breiðabliks upp á síðkastið þá að hættulegri andstæðingi komandi inn í leik kvöldsins? „Ég held að form liðanna, hvernig það hefur verið á tímabilinu, skipti voða litlu máli þegar komið er að þessum leik þar sem hér er um að ræða tvö lið sem hafa verið að keppast um titilinn síðustu ár. Það er sama hvernig takturinn hjá þeim er í deildinni, þeir ná alltaf að gíra sig upp í þessa leiki. Við vitum hvernig þetta hefur verið undanfarin ár. Það er mikill hiti í þessum leikjum, mikið undir og því skiptir í raun ekki neinu máli hvernig takturinn hefur verið. Ég veit að Blikarnir munu koma vel stemmdir inn í þennan leik, þetta verður hrikalega erfiður leikur. Það hefur yfirleitt verið erfitt fyrir öll lið að mæta í Kópavoginn. Við megum ekkert hugsa út í þeirra takt, einbeitum okkur frekar að okkur sjálfum, komum vel stemmdir inn í þetta og búumst við hörku leik.“ Þetta eru liðin sem hafa eldað grátt silfur saman í gegnum tíðina og mættust í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra, þar hafði Breiðablik betur á Víkingsvelli. Er sá leikur ykkur ofarlega í huga komandi inn í leik kvöldsins? „Þú þurftir að minnast á hann núna?“ svaraði Sölvi Geir og hló. „Nei alls ekki. Auðvitað situr þetta í mönnum, titillinn í fyrra vannst á mjög dramatískan hátt og ég held það vilji enginn upplifa svona aftur. Við kannski getum nýtt okkur þetta komandi inn í þennan leik, að muna eftir því hvernig okkur leið og þá sjá menn til þess að þeir mæta vel stemmdir og gíraðir inn í þennan leik.“ Stórleikur Breiðabliks og Víkings Reykjavíkur í 10.umferð Bestu deildar karla verður sýndur á Stöð 2 Sport í kvöld. Bein útsending frá Kópavogsvelli hefst klukkan sjö. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn fer ekki á loft Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjá meira
„Leggst mjög vel í mig, stórleikur og leikirnir við Breiðablik eru yfirleitt skemmtilegir leikir þar sem að það er hart barist. Við erum bara spenntir, góð úrslit setja okkur í góða stöðu,“ segir Sölvi Geir í samtali við íþróttadeild. Víkingarnir eru með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar á næstu lið fyrir neðan sig og geta með sigri í kvöld breikkað bilið á milli sín og Breiðabliks í sjö stig. Skiptir það máli á þessum tímapunkti á tímabilinu? „Já auðvitað viltu alltaf koma þér eins langt frá andstæðingum þínum og þú mögulega getur. Það er góður möguleiki fyrir okkur núna að komast aðeins frá okkar helstu keppinautum síðustu ára. En við vitum líka að tímabilið er langt frá því búið, það á eftir að spila helling af fótbolta og mig minnir nú að í fyrra höfðum við verið með ágætis forskot sem við glutruðum niður með tímanum. Breiðablik gerði þar vel og fóru af stað í langa taplausa hrinu. Núna einbeitum við okkur bara að þessum eina leik þó svo að við getum komist í sjö stiga forystu á lið eins og Breiðablik, við megum ekki missa okkur í því. Við ætlum að gera vel í þessum leik.“ Eftir flotta byrjun á tímabilinu hefur lið Íslandsmeistara Breiðabliks hikstað upp á síðkastið. Liðið féll úr leik í bikarnum gegn Vestra á dögunum, hefur tapað tveimur leikjum í röð í deildinni fyrir leik kvöldsins og er fjöldi tapleikja liðsins í deildinni (3) sá sami og eftir deildarkeppni Bestu deildarinnar fyrir skiptingu á síðasta tímabili. Gerir slæmt gengi Breiðabliks upp á síðkastið þá að hættulegri andstæðingi komandi inn í leik kvöldsins? „Ég held að form liðanna, hvernig það hefur verið á tímabilinu, skipti voða litlu máli þegar komið er að þessum leik þar sem hér er um að ræða tvö lið sem hafa verið að keppast um titilinn síðustu ár. Það er sama hvernig takturinn hjá þeim er í deildinni, þeir ná alltaf að gíra sig upp í þessa leiki. Við vitum hvernig þetta hefur verið undanfarin ár. Það er mikill hiti í þessum leikjum, mikið undir og því skiptir í raun ekki neinu máli hvernig takturinn hefur verið. Ég veit að Blikarnir munu koma vel stemmdir inn í þennan leik, þetta verður hrikalega erfiður leikur. Það hefur yfirleitt verið erfitt fyrir öll lið að mæta í Kópavoginn. Við megum ekkert hugsa út í þeirra takt, einbeitum okkur frekar að okkur sjálfum, komum vel stemmdir inn í þetta og búumst við hörku leik.“ Þetta eru liðin sem hafa eldað grátt silfur saman í gegnum tíðina og mættust í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra, þar hafði Breiðablik betur á Víkingsvelli. Er sá leikur ykkur ofarlega í huga komandi inn í leik kvöldsins? „Þú þurftir að minnast á hann núna?“ svaraði Sölvi Geir og hló. „Nei alls ekki. Auðvitað situr þetta í mönnum, titillinn í fyrra vannst á mjög dramatískan hátt og ég held það vilji enginn upplifa svona aftur. Við kannski getum nýtt okkur þetta komandi inn í þennan leik, að muna eftir því hvernig okkur leið og þá sjá menn til þess að þeir mæta vel stemmdir og gíraðir inn í þennan leik.“ Stórleikur Breiðabliks og Víkings Reykjavíkur í 10.umferð Bestu deildar karla verður sýndur á Stöð 2 Sport í kvöld. Bein útsending frá Kópavogsvelli hefst klukkan sjö.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn fer ekki á loft Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn