Valerie Mahaffey er látin Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júní 2025 10:47 Valerie Mahaffey lék í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda á sínum ferli sem spannaði tæpa hálfa öld. Getty Bandaríska leikkonan Valerie Mahaffey, sem er einna þekktust fyrir leik sinn í Seinfeld og Aðþrengdum eiginkonum, er látin 71 árs að aldri. Hún lést í Los Angeles föstudaginn 30. maí eftir baráttu við krabbamein. Eiginmaður Mahaffey, leikarinn Joseph Kell, greindi frá andláti hennar í tilkynningu. Mahaffey fæddist 16. júní 1953 í Súmötru í Indónesíu og bjó þar til ellefu ára aldurs. Faðir hennar starfaði í jarðolíuiðnaði svo fjölskyldan ferðaðist töluvert, Mahaffey ólst upp í Indónesíu, Nígeríu og Stóra-Bretlandi. Fjölskyldan settist loks að í Austin í Texas þar sem Mahaffey útskrifaðist úr menntaskóla og fór í leiklistarnám. Mahaffey hóf leiklistarferil sinn á sviði í New York en færði sig fljótt yfir í sjónvarp. Mahaffey fékk hlutverk í sápuóperunni The Doctors, lék í heilum 104 þáttum í seríunni og var tilnefnd til Daytime Emmy-verðlaun fyrir hlutverk sitt. Næstu árin eftir það lék Mahaffey í fjölmörgum sjónvarpsþáttaröðum, yfirleitt sem gestaleikari eða í smærri hlutverkum, þar á meðal Quantum Leap, Newhart, Cheers og Seinfeld. Hún kom aðeins fyrir í þættinum „The Truth“ í Seinfeld en lék þar hina eftirminnilegu og tilgerðarlegu Patrice. Valerie með Emmy-styttuna fyrir Northern Exposure.Getty Tíunda áratuginn lék Mahaffey í spítaladramanu ER og hlaut Emmy-verðlaun árið 1992 fyrir leik sinn í grínþáttunum Northern Exposure. Eftir aldamót var Mahaffey orðin þekkt stærð, lék gestahlutverk í sjónvarpsþáttunum Ally McBeal, The West Wing, Law & Order: SVU, CSI, Hannah Montana, Grey's Anatomy og Glee. Þá lék hún í myndum á borð við Seabiscuit (2003) og Jack and Jill (2011). Þekktasta hlutverk Mahaffey er hins vegar án efa hin lævísa og siðblinda Alma Hodge, fyrsta eiginkona Orson Hodge (McLachlan), sem leikur stóra rullu í þriðju seríu Aðþrengdra eiginkvenna. Hodge er yfirleitt talin með betri illmennum Aðþrengdra eiginkvenna. Síðustu tíu ár fékk Mahaffey fjölda góðra hlutverka í þáttum á borð við Dead to Me, Young Sheldon og The Man in the High Castle auk þess sem hún lék á móti Tom Hanks í spennumyndinni Sully (2016) í leikstjórn Clint Eastwood og grínmyndinni French Exit (2020). Andlát Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Sjá meira
Eiginmaður Mahaffey, leikarinn Joseph Kell, greindi frá andláti hennar í tilkynningu. Mahaffey fæddist 16. júní 1953 í Súmötru í Indónesíu og bjó þar til ellefu ára aldurs. Faðir hennar starfaði í jarðolíuiðnaði svo fjölskyldan ferðaðist töluvert, Mahaffey ólst upp í Indónesíu, Nígeríu og Stóra-Bretlandi. Fjölskyldan settist loks að í Austin í Texas þar sem Mahaffey útskrifaðist úr menntaskóla og fór í leiklistarnám. Mahaffey hóf leiklistarferil sinn á sviði í New York en færði sig fljótt yfir í sjónvarp. Mahaffey fékk hlutverk í sápuóperunni The Doctors, lék í heilum 104 þáttum í seríunni og var tilnefnd til Daytime Emmy-verðlaun fyrir hlutverk sitt. Næstu árin eftir það lék Mahaffey í fjölmörgum sjónvarpsþáttaröðum, yfirleitt sem gestaleikari eða í smærri hlutverkum, þar á meðal Quantum Leap, Newhart, Cheers og Seinfeld. Hún kom aðeins fyrir í þættinum „The Truth“ í Seinfeld en lék þar hina eftirminnilegu og tilgerðarlegu Patrice. Valerie með Emmy-styttuna fyrir Northern Exposure.Getty Tíunda áratuginn lék Mahaffey í spítaladramanu ER og hlaut Emmy-verðlaun árið 1992 fyrir leik sinn í grínþáttunum Northern Exposure. Eftir aldamót var Mahaffey orðin þekkt stærð, lék gestahlutverk í sjónvarpsþáttunum Ally McBeal, The West Wing, Law & Order: SVU, CSI, Hannah Montana, Grey's Anatomy og Glee. Þá lék hún í myndum á borð við Seabiscuit (2003) og Jack and Jill (2011). Þekktasta hlutverk Mahaffey er hins vegar án efa hin lævísa og siðblinda Alma Hodge, fyrsta eiginkona Orson Hodge (McLachlan), sem leikur stóra rullu í þriðju seríu Aðþrengdra eiginkvenna. Hodge er yfirleitt talin með betri illmennum Aðþrengdra eiginkvenna. Síðustu tíu ár fékk Mahaffey fjölda góðra hlutverka í þáttum á borð við Dead to Me, Young Sheldon og The Man in the High Castle auk þess sem hún lék á móti Tom Hanks í spennumyndinni Sully (2016) í leikstjórn Clint Eastwood og grínmyndinni French Exit (2020).
Andlát Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Sjá meira