Á loks réttinn að öllum plötunum sínum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 31. maí 2025 22:26 Taylor Swift á loks réttinn að allri tónlistinni sinni. EPA Tónlistarkonan Taylor Swift hefur keypt réttindin að plötum sínum eftir sex ár og tvö eigendaskipti. Hún segir stærsta draum sinn hafa ræst. Fyrsta plötuútgáfufyrirtæki Swift, Big Machine, seldi umboðsmanninum Scooter Braun réttindin að plötunum sex árið 2019. Plöturnar fimm sem hún hefur gefið út síðan hafa verið gefnar út af Republic Records og á Swift sjálf réttindin. Swift tók einnig upp á því að taka aftur upp plöturnar og á tveimur árum gaf hún út sína útgáfu af plötunum Fearless, Red, Speak Now og 1989. Í nóvember árið 2020 ákvað Braun að selja fjárfestingarfyrirtækinu Shamrock Capital réttindin. Samkvæmt The Guardian keypti fyrirtækið réttindin fyrir þrjú hundruð milljónir bandarískra dollara eða rúma 38 milljarða íslenskra króna. Tónlistarkonan hefur nú keypt réttinn af Shamrock Capital og greiddi samkvæmt Billboard 360 milljónir dollara, tæpa 46 milljarða króna. Fyrirtækið hefur þó grætt mun meira á tónlistinni en talið er að Shamrock hafi grætt um þrjátíu milljónir dollara, tæpa fjóra milljarða króna, á ári á meðan þau áttu réttinn að tónlistinni. „Ég hætti næstum því að hugsa um að þetta gæti nokkurn tímann gerst, eftir tuttugu ár að hafa gulrótina innan seilingar og svo er henni kippt í burtu,“ segir Swift í tilkynningu til aðdáenda sinna. „Að segja að þetta sé stærsti draumur minn sem hefur ræst, þá er ég í raun og veru að vera fálát um það. Aðdáendur mínir vita hversu mikilvægt þetta er og hefur verið fyrir mig - svo mikilvægt að ég tók aftur upp og gaf út fjórar af plötunum mínum, kallaðar Taylor's Version.“ Tónlistarkonan hefur lengi verið vinsæl en sló öll met með tónleikaferðalagi sínu Eras Tour. Tónleikaferðalagið var það tekjuhæsta í sögunni og varð Swift milljarðamæringur þegar ferðalaginu lauk árið 2024. Hollywood Tónlist Bandaríkin Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Sjá meira
Fyrsta plötuútgáfufyrirtæki Swift, Big Machine, seldi umboðsmanninum Scooter Braun réttindin að plötunum sex árið 2019. Plöturnar fimm sem hún hefur gefið út síðan hafa verið gefnar út af Republic Records og á Swift sjálf réttindin. Swift tók einnig upp á því að taka aftur upp plöturnar og á tveimur árum gaf hún út sína útgáfu af plötunum Fearless, Red, Speak Now og 1989. Í nóvember árið 2020 ákvað Braun að selja fjárfestingarfyrirtækinu Shamrock Capital réttindin. Samkvæmt The Guardian keypti fyrirtækið réttindin fyrir þrjú hundruð milljónir bandarískra dollara eða rúma 38 milljarða íslenskra króna. Tónlistarkonan hefur nú keypt réttinn af Shamrock Capital og greiddi samkvæmt Billboard 360 milljónir dollara, tæpa 46 milljarða króna. Fyrirtækið hefur þó grætt mun meira á tónlistinni en talið er að Shamrock hafi grætt um þrjátíu milljónir dollara, tæpa fjóra milljarða króna, á ári á meðan þau áttu réttinn að tónlistinni. „Ég hætti næstum því að hugsa um að þetta gæti nokkurn tímann gerst, eftir tuttugu ár að hafa gulrótina innan seilingar og svo er henni kippt í burtu,“ segir Swift í tilkynningu til aðdáenda sinna. „Að segja að þetta sé stærsti draumur minn sem hefur ræst, þá er ég í raun og veru að vera fálát um það. Aðdáendur mínir vita hversu mikilvægt þetta er og hefur verið fyrir mig - svo mikilvægt að ég tók aftur upp og gaf út fjórar af plötunum mínum, kallaðar Taylor's Version.“ Tónlistarkonan hefur lengi verið vinsæl en sló öll met með tónleikaferðalagi sínu Eras Tour. Tónleikaferðalagið var það tekjuhæsta í sögunni og varð Swift milljarðamæringur þegar ferðalaginu lauk árið 2024.
Hollywood Tónlist Bandaríkin Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Sjá meira