Ancelotti: Brasilíska landsliðið mitt mun spila eins og Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2025 22:16 Carlo Ancelotti sést hér ásamt forseta brasilíska knattspyrnusambandsins, Samir Xaud. Getty/Buda Mendes Carlo Ancelotti er tekinn við sem þjálfari brasilíska landsliðsins og hann vill að liðið spili eins og Real Madrid. Þó ekki eins og Real spilað í vetur heldur eins og Real spilaði á tímabilinu 2023-24. Ítalski þjálfarinn hætti sem þjálfari Real Madrid á dögunum og tók í framhaldinu við brasilíska landsliðinu. Real Madrid vann ekki titil í vetur og sá erkifjendurna í Barcelona vinna tvöfalt. Ancelotti horfir til tímabilsins 2023-24 þegar Real vann bæði Meistaradeildina og spænsku deildina. „Brasilíska landsliðið mitt mun spila eins og Real Madrid. Ekki eins og Real Madrid á þessu tímabili heldur eins og Real Madrid á síðasta tímabili,“ sagði Carlo Ancelotti í viðtali við Marca. ESPN segir frá. „Það er það sem ég vil sjá frá liðinu,“ sagði Ancelotti. Real Madrid datt út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á móti Arsenal, tapaði fyrir Barcelona í spænska bikarúrslitaleiknum og endaði í öðru sæti í spænsku deildinni. „Úrslitin urðu ekki eins og við bjuggumst við. Liðið var heldur ekki að spila vel. Það var samt von á einhverju slíku,“ sagði Ancelotti. Nú fær hann það krefjandi verkefni að koma brasilíska landsliðinu aftur á toppinn. Brassar urðu síðast heimsmeistarar árið 2002 og liðið hefur ekki verið sannfærandi síðustu mánuði. Markmið Ancelotti er að skila Brasilíu sjötta heimsmeistaratitlinum. „Þetta er besta fótboltalandslið í heimi. Það er ekki bara mín skoðun því þeir eru með fimm stjörnur á landsliðsbúningnum,“ sagði Ancelotti en hver stjarna stendur fyrir heimsmeistaratitil sem unnust 1958, 1962, 1970, 1994 og 2002. „Ekkert annað landslið hefur náð því. Nú fæ ég það krefjandi verkefni að ná þeim sjötta í hús. Ég tek við þeirri áskorun en við þurfum alla Brasilíu á bak við okkur. Brasilíumenn þurfa að standa að baki landsliði sínu. Leikmennirnir þurfa að finna fyrir þessum stuðningi, þeir þurfa líka að vera auðmjúkir og standa saman. Án slíkrar hógværðar þá er lítið hægt að gera,“ sagði Ancelotti. „Heimsmeistaratitill er allt annar titil en allir þeir sem þú getur unnið með félagsliði. Þetta snýst um að vera með alla þjóðina á bak við þig og það hefur alltaf höfðað mikið til mín. Ég er mættur til að gera Brasilíumenn aftur að meisturum. Ég tek þeirri áskorun og er sannfærður um að við náum því,“ sagði Ancelotti. Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Ítalski þjálfarinn hætti sem þjálfari Real Madrid á dögunum og tók í framhaldinu við brasilíska landsliðinu. Real Madrid vann ekki titil í vetur og sá erkifjendurna í Barcelona vinna tvöfalt. Ancelotti horfir til tímabilsins 2023-24 þegar Real vann bæði Meistaradeildina og spænsku deildina. „Brasilíska landsliðið mitt mun spila eins og Real Madrid. Ekki eins og Real Madrid á þessu tímabili heldur eins og Real Madrid á síðasta tímabili,“ sagði Carlo Ancelotti í viðtali við Marca. ESPN segir frá. „Það er það sem ég vil sjá frá liðinu,“ sagði Ancelotti. Real Madrid datt út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á móti Arsenal, tapaði fyrir Barcelona í spænska bikarúrslitaleiknum og endaði í öðru sæti í spænsku deildinni. „Úrslitin urðu ekki eins og við bjuggumst við. Liðið var heldur ekki að spila vel. Það var samt von á einhverju slíku,“ sagði Ancelotti. Nú fær hann það krefjandi verkefni að koma brasilíska landsliðinu aftur á toppinn. Brassar urðu síðast heimsmeistarar árið 2002 og liðið hefur ekki verið sannfærandi síðustu mánuði. Markmið Ancelotti er að skila Brasilíu sjötta heimsmeistaratitlinum. „Þetta er besta fótboltalandslið í heimi. Það er ekki bara mín skoðun því þeir eru með fimm stjörnur á landsliðsbúningnum,“ sagði Ancelotti en hver stjarna stendur fyrir heimsmeistaratitil sem unnust 1958, 1962, 1970, 1994 og 2002. „Ekkert annað landslið hefur náð því. Nú fæ ég það krefjandi verkefni að ná þeim sjötta í hús. Ég tek við þeirri áskorun en við þurfum alla Brasilíu á bak við okkur. Brasilíumenn þurfa að standa að baki landsliði sínu. Leikmennirnir þurfa að finna fyrir þessum stuðningi, þeir þurfa líka að vera auðmjúkir og standa saman. Án slíkrar hógværðar þá er lítið hægt að gera,“ sagði Ancelotti. „Heimsmeistaratitill er allt annar titil en allir þeir sem þú getur unnið með félagsliði. Þetta snýst um að vera með alla þjóðina á bak við þig og það hefur alltaf höfðað mikið til mín. Ég er mættur til að gera Brasilíumenn aftur að meisturum. Ég tek þeirri áskorun og er sannfærður um að við náum því,“ sagði Ancelotti.
Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira