Ancelotti: Brasilíska landsliðið mitt mun spila eins og Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2025 22:16 Carlo Ancelotti sést hér ásamt forseta brasilíska knattspyrnusambandsins, Samir Xaud. Getty/Buda Mendes Carlo Ancelotti er tekinn við sem þjálfari brasilíska landsliðsins og hann vill að liðið spili eins og Real Madrid. Þó ekki eins og Real spilað í vetur heldur eins og Real spilaði á tímabilinu 2023-24. Ítalski þjálfarinn hætti sem þjálfari Real Madrid á dögunum og tók í framhaldinu við brasilíska landsliðinu. Real Madrid vann ekki titil í vetur og sá erkifjendurna í Barcelona vinna tvöfalt. Ancelotti horfir til tímabilsins 2023-24 þegar Real vann bæði Meistaradeildina og spænsku deildina. „Brasilíska landsliðið mitt mun spila eins og Real Madrid. Ekki eins og Real Madrid á þessu tímabili heldur eins og Real Madrid á síðasta tímabili,“ sagði Carlo Ancelotti í viðtali við Marca. ESPN segir frá. „Það er það sem ég vil sjá frá liðinu,“ sagði Ancelotti. Real Madrid datt út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á móti Arsenal, tapaði fyrir Barcelona í spænska bikarúrslitaleiknum og endaði í öðru sæti í spænsku deildinni. „Úrslitin urðu ekki eins og við bjuggumst við. Liðið var heldur ekki að spila vel. Það var samt von á einhverju slíku,“ sagði Ancelotti. Nú fær hann það krefjandi verkefni að koma brasilíska landsliðinu aftur á toppinn. Brassar urðu síðast heimsmeistarar árið 2002 og liðið hefur ekki verið sannfærandi síðustu mánuði. Markmið Ancelotti er að skila Brasilíu sjötta heimsmeistaratitlinum. „Þetta er besta fótboltalandslið í heimi. Það er ekki bara mín skoðun því þeir eru með fimm stjörnur á landsliðsbúningnum,“ sagði Ancelotti en hver stjarna stendur fyrir heimsmeistaratitil sem unnust 1958, 1962, 1970, 1994 og 2002. „Ekkert annað landslið hefur náð því. Nú fæ ég það krefjandi verkefni að ná þeim sjötta í hús. Ég tek við þeirri áskorun en við þurfum alla Brasilíu á bak við okkur. Brasilíumenn þurfa að standa að baki landsliði sínu. Leikmennirnir þurfa að finna fyrir þessum stuðningi, þeir þurfa líka að vera auðmjúkir og standa saman. Án slíkrar hógværðar þá er lítið hægt að gera,“ sagði Ancelotti. „Heimsmeistaratitill er allt annar titil en allir þeir sem þú getur unnið með félagsliði. Þetta snýst um að vera með alla þjóðina á bak við þig og það hefur alltaf höfðað mikið til mín. Ég er mættur til að gera Brasilíumenn aftur að meisturum. Ég tek þeirri áskorun og er sannfærður um að við náum því,“ sagði Ancelotti. Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Lille - Brann | Íslendingar berjast í Evrópudeild Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjá meira
Ítalski þjálfarinn hætti sem þjálfari Real Madrid á dögunum og tók í framhaldinu við brasilíska landsliðinu. Real Madrid vann ekki titil í vetur og sá erkifjendurna í Barcelona vinna tvöfalt. Ancelotti horfir til tímabilsins 2023-24 þegar Real vann bæði Meistaradeildina og spænsku deildina. „Brasilíska landsliðið mitt mun spila eins og Real Madrid. Ekki eins og Real Madrid á þessu tímabili heldur eins og Real Madrid á síðasta tímabili,“ sagði Carlo Ancelotti í viðtali við Marca. ESPN segir frá. „Það er það sem ég vil sjá frá liðinu,“ sagði Ancelotti. Real Madrid datt út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á móti Arsenal, tapaði fyrir Barcelona í spænska bikarúrslitaleiknum og endaði í öðru sæti í spænsku deildinni. „Úrslitin urðu ekki eins og við bjuggumst við. Liðið var heldur ekki að spila vel. Það var samt von á einhverju slíku,“ sagði Ancelotti. Nú fær hann það krefjandi verkefni að koma brasilíska landsliðinu aftur á toppinn. Brassar urðu síðast heimsmeistarar árið 2002 og liðið hefur ekki verið sannfærandi síðustu mánuði. Markmið Ancelotti er að skila Brasilíu sjötta heimsmeistaratitlinum. „Þetta er besta fótboltalandslið í heimi. Það er ekki bara mín skoðun því þeir eru með fimm stjörnur á landsliðsbúningnum,“ sagði Ancelotti en hver stjarna stendur fyrir heimsmeistaratitil sem unnust 1958, 1962, 1970, 1994 og 2002. „Ekkert annað landslið hefur náð því. Nú fæ ég það krefjandi verkefni að ná þeim sjötta í hús. Ég tek við þeirri áskorun en við þurfum alla Brasilíu á bak við okkur. Brasilíumenn þurfa að standa að baki landsliði sínu. Leikmennirnir þurfa að finna fyrir þessum stuðningi, þeir þurfa líka að vera auðmjúkir og standa saman. Án slíkrar hógværðar þá er lítið hægt að gera,“ sagði Ancelotti. „Heimsmeistaratitill er allt annar titil en allir þeir sem þú getur unnið með félagsliði. Þetta snýst um að vera með alla þjóðina á bak við þig og það hefur alltaf höfðað mikið til mín. Ég er mættur til að gera Brasilíumenn aftur að meisturum. Ég tek þeirri áskorun og er sannfærður um að við náum því,“ sagði Ancelotti.
Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Lille - Brann | Íslendingar berjast í Evrópudeild Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjá meira