Trent með á HM og Liverpool fær væna summu Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2025 10:22 Trent Alexander-Arnold kvaddi Liverpool sem Englandsmeistari. Getty/Liverpool FC Real Madrid tilkynnti í dag að náðst hefði samkomulag við Liverpool svo að félagið fengi Trent Alexander-Arnold strax til sín, í tæka tíð fyrir HM félagsliða í júní. Alexander-Arnold skrifaði undir samning við Real sem gildir til næstu sex ára. Hann hefði getað farið frítt til Real síðar í sumar en þar sem að spænska félagið vildi fá hann fyrir HM þurfti að komast að samkomulagi við Liverpool um kaupverð. Samkvæmt enskum miðlum fær Liverpool 10 milljónir evra í vasann, eða um það bil 1,44 milljarða króna, auk þess sem Real tekur strax við því að greiða laun hans. 🚨 BREAKING: Real Madrid reach agreement with Liverpool to sign Trent Alexander-Arnold in time for Club World Cup. #RMFC to pay €10m (guaranteed + 1 payment - up from original indication of £850,000. #LFC also save wages & bonuses. 6yr deal @TheAthleticFC https://t.co/2loc692qIJ— David Ornstein (@David_Ornstein) May 30, 2025 Félagaskiptafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að klásúla sé í samningi Real við Alexander-Arnold sem geri hann falan fyrir ákveðna upphæð, en að sú upphæð sé heill milljarður evra eða 144 milljarðar króna. Another Englishman in Madrid 👋#BBCFootball pic.twitter.com/MypX0ol8x2— BBC Sport (@BBCSport) May 30, 2025 Liverpool hefur þegar fundið arftaka þessa 26 ára gamla Englendings því félagið festi kaup á Jeremie Frimpong frá Bayer Leverkusen og er talið að Liverpool greiði um 35 milljónir evra fyrir þennan fjölhæfa bakvörð. Alexander-Arnold var í tuttugu ár hjá Livrpool og sagði þegar tilkynnt var að hann færi frá félaginu í sumar, að um væri að ræða erfiðustu ákvörðun ævinnar. „Þetta er ekki auðveld ákvörðun að taka. Ég hef hugsað mikið um þetta og fyrir mig eru miklar tilfinningar bundnar í þessa ákvörðun. Ég hef verið hjá Liverpool í tuttugu ár og notið hverrar einustu mínútu, upplifað alla mína drauma, afrekað allt sem ég vildi hér,“ sagði Trent í kveðju til stuðningsmanna Liverpool og bætti við: „Ég er búinn að gefa allt mitt á hverjum einasta degi í þessi tuttugu ár. Nú er ég á þeim tímapunkti að þurfa nýja áskorun, bæði fyrir mig sem leikmann en einnig einstakling.“ Hann kveður Liverpool sem Englandsmeistari, í annað sinn á ferlinum, og hefur einnig unnið Meistaradeild Evrópu einu sinni sem og heimsmeistarakeppni félagsliða. Hann hefur einnig orðið enskur bikarmeistari með félaginu og í tvígang unnið enska deildarbikarinn. Þá var hann í liði Liverpool sem vann samfélagsskjöldinn tímabilið 2022/23. Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira
Alexander-Arnold skrifaði undir samning við Real sem gildir til næstu sex ára. Hann hefði getað farið frítt til Real síðar í sumar en þar sem að spænska félagið vildi fá hann fyrir HM þurfti að komast að samkomulagi við Liverpool um kaupverð. Samkvæmt enskum miðlum fær Liverpool 10 milljónir evra í vasann, eða um það bil 1,44 milljarða króna, auk þess sem Real tekur strax við því að greiða laun hans. 🚨 BREAKING: Real Madrid reach agreement with Liverpool to sign Trent Alexander-Arnold in time for Club World Cup. #RMFC to pay €10m (guaranteed + 1 payment - up from original indication of £850,000. #LFC also save wages & bonuses. 6yr deal @TheAthleticFC https://t.co/2loc692qIJ— David Ornstein (@David_Ornstein) May 30, 2025 Félagaskiptafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að klásúla sé í samningi Real við Alexander-Arnold sem geri hann falan fyrir ákveðna upphæð, en að sú upphæð sé heill milljarður evra eða 144 milljarðar króna. Another Englishman in Madrid 👋#BBCFootball pic.twitter.com/MypX0ol8x2— BBC Sport (@BBCSport) May 30, 2025 Liverpool hefur þegar fundið arftaka þessa 26 ára gamla Englendings því félagið festi kaup á Jeremie Frimpong frá Bayer Leverkusen og er talið að Liverpool greiði um 35 milljónir evra fyrir þennan fjölhæfa bakvörð. Alexander-Arnold var í tuttugu ár hjá Livrpool og sagði þegar tilkynnt var að hann færi frá félaginu í sumar, að um væri að ræða erfiðustu ákvörðun ævinnar. „Þetta er ekki auðveld ákvörðun að taka. Ég hef hugsað mikið um þetta og fyrir mig eru miklar tilfinningar bundnar í þessa ákvörðun. Ég hef verið hjá Liverpool í tuttugu ár og notið hverrar einustu mínútu, upplifað alla mína drauma, afrekað allt sem ég vildi hér,“ sagði Trent í kveðju til stuðningsmanna Liverpool og bætti við: „Ég er búinn að gefa allt mitt á hverjum einasta degi í þessi tuttugu ár. Nú er ég á þeim tímapunkti að þurfa nýja áskorun, bæði fyrir mig sem leikmann en einnig einstakling.“ Hann kveður Liverpool sem Englandsmeistari, í annað sinn á ferlinum, og hefur einnig unnið Meistaradeild Evrópu einu sinni sem og heimsmeistarakeppni félagsliða. Hann hefur einnig orðið enskur bikarmeistari með félaginu og í tvígang unnið enska deildarbikarinn. Þá var hann í liði Liverpool sem vann samfélagsskjöldinn tímabilið 2022/23.
Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira