Í Love Island eftir lífshættulegt slys Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 30. maí 2025 11:02 Sophie Lee Instagram/Sophie Lee Breska fyrirsætan og áhrifavaldurinn Sophie Lee, 29 ára frá Manchester, hefur verið ráðin í næstu þáttaröð Love Island sem hefst á sjónvarpsstöðinni ITV2 í júní. Þátturinn fer fram á spænsku eyjunni Mallorca, og verður þetta tólfta sería hins vinsæla raunveruleikaþáttar. Sophie er þekkt í Bretlandi fyrir ótrúlega lífsreynslu. Aðeins 22 ára gömul lenti hún í lífshættulegu slysi þegar hún starfaði sem eldspúandi listamaður í Bandaríkjunum. Slysið átti sér stað á stórum viðburði í Chicago, þar sem loftkæling í sýningarsalnum blés eldinn sem hún spúði beint aftur í andlitið á henni. Hún hlaut alvarleg brunasár á andliti og bringu og þurfti að fara í langa endurhæfingu til að ná bata. Í kjölfarið lét Sophie ekki deigan síga. Hún lagði eldspúninguna á hilluna, hóf störf sem fyrirsæta og áhrifavaldur og gaf út bók þar sem hún segir frá þessari skelfilegu lífsreynslu. Þá starfar hún einnig með Katie Piper Foundation – góðgerðarsamtökum sem styðja fólk sem hefur lifað af bruna eða ber ör eftir slys. View this post on Instagram A post shared by Sophie Lee (@sophirelee) Samkvæmt heimildum The Sun er Sophie er þriðja konan sem hefur staðfest þátttöku í nýjustu þáttaröð Love Island, sem hefst í sumar. Hún mun ganga til liðs við Sakiru Khan, fyrirsætu frá Manchester, og Lucy Quinn, förðunarfræðing frá Liverpool. Heimildarmaður úr framleiðsluteyminu segir Love Island stolt af því að gefa konum eins og Sophie vettvang:„Sophie er stórglæsileg og mögnuð kona sem hefur yfirstigið ótrúlegar hindranir. Hún er með raunverulega sögu og mikinn innri styrk. Þetta minnir á þátttöku Tasha Ghouri, sem opnaði umræðuna um heyrnarskerðingu, nú fær Sophie tækifæri til að opna umræðuna um hvernig hún náði bata og öðlaðist vellíðan í eigin skinni.“ Hvort Sophie verði meðal upphaflegra þátttakenda eða komi síðar inn sem „bombshell“ verður ekki ljóst fyrr en serían hefst. Raunveruleikaþættir Bretland Samfélagsmiðlar Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri Sjá meira
Sophie er þekkt í Bretlandi fyrir ótrúlega lífsreynslu. Aðeins 22 ára gömul lenti hún í lífshættulegu slysi þegar hún starfaði sem eldspúandi listamaður í Bandaríkjunum. Slysið átti sér stað á stórum viðburði í Chicago, þar sem loftkæling í sýningarsalnum blés eldinn sem hún spúði beint aftur í andlitið á henni. Hún hlaut alvarleg brunasár á andliti og bringu og þurfti að fara í langa endurhæfingu til að ná bata. Í kjölfarið lét Sophie ekki deigan síga. Hún lagði eldspúninguna á hilluna, hóf störf sem fyrirsæta og áhrifavaldur og gaf út bók þar sem hún segir frá þessari skelfilegu lífsreynslu. Þá starfar hún einnig með Katie Piper Foundation – góðgerðarsamtökum sem styðja fólk sem hefur lifað af bruna eða ber ör eftir slys. View this post on Instagram A post shared by Sophie Lee (@sophirelee) Samkvæmt heimildum The Sun er Sophie er þriðja konan sem hefur staðfest þátttöku í nýjustu þáttaröð Love Island, sem hefst í sumar. Hún mun ganga til liðs við Sakiru Khan, fyrirsætu frá Manchester, og Lucy Quinn, förðunarfræðing frá Liverpool. Heimildarmaður úr framleiðsluteyminu segir Love Island stolt af því að gefa konum eins og Sophie vettvang:„Sophie er stórglæsileg og mögnuð kona sem hefur yfirstigið ótrúlegar hindranir. Hún er með raunverulega sögu og mikinn innri styrk. Þetta minnir á þátttöku Tasha Ghouri, sem opnaði umræðuna um heyrnarskerðingu, nú fær Sophie tækifæri til að opna umræðuna um hvernig hún náði bata og öðlaðist vellíðan í eigin skinni.“ Hvort Sophie verði meðal upphaflegra þátttakenda eða komi síðar inn sem „bombshell“ verður ekki ljóst fyrr en serían hefst.
Raunveruleikaþættir Bretland Samfélagsmiðlar Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri Sjá meira