„Þá leið mér frekar illa eftir leik“ Smári Jökull Jónsson skrifar 29. maí 2025 21:57 Óskar Hrafn var að mæta á Kópavogsvöll í fyrsta sinn síðan hann hætti sem þjálfari Breiðabliks. vísir / diego Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR sagði hundfúlt að tapa fyrir Stjörnunni í kvöld en sagðist þó ekki myndu vilja skipta út leikstíl KR-liðsins fyrir stigin þrjú sem Stjarnan fékk úr leiknum. KR tapaði 4-2 gegn Stjörnunni í kvöld eftir martraðarbyrjun Vesturbæjarliðsins. Staðan eftir ellefu mínútna leik var 3-0 fyrir Stjörnuna og staða KR-inga erfið. Eftir það voru KR-ingar hins vegar mun sókndjarfara liðið, fengu töluvert af færum og Óskar Hrafn var að mörgu leyti ánægður með frammistöðu síns liðs í kvöld. „Ég held að Stjörnunni hafi ekki liðið neitt sérstaklega vel í lágblokkinni sinni. Við náðum að þvinga þá í að fara nær eingöngu langt [í langar sendingar]. Það er ég gríðarlega ánægður með. Ef maður skoðar frammistöðuna þá er hún að mörgu leyti mjög góð,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Aron Guðmundsson á Stöð 2 Sport eftir leik. „Auðvitað er hundfúlt að tapa leik fyrir Stjörnunni og ekki síst í ljósi þess að Stjarnan spilaði ekki frábærlega vel í dag. Það var ekki að það hafi verið svo sturluð gæði í þeirra leik að þeir hafi kafsiglt okkur.“ Mikið hefur verið rætt um leikstíl KR-liðsins í sumar og þrautseigju Óskars að halda sig við þann leikstíl þrátt fyrir öldugang á köflum. „Ef þú hefðir boðið mér að skipta á spilamennsku Stjörnunnar og spilamennsku KR í þessum leik og úrslitunum þá hefði ég sagt nei takk á þessum tímapunkti. KR-liðið er eins og KR-liðið er. Við viljum spila fótbolta, viljum fara hátt og standa hátt með línuna. Þá geta komið fyrir hlutir eins og komu fyrir áðan,“ en tvö af mörkum Stjörnunnar komu eftir einfaldar sendingar í gegnum miðja vörn KR. „Ég myndi vera með óbragð í munninum ef ég væri búinn að predika að spila svona fótbolta, ætla að pressa og þola ekki lágblokk og vinna svo 4-2. Það fannst mér aldrei neitt sérstaklega sætir eða skemmtilegir sigrar þegar ég hef stýrt öðrum liðum sem hafa unnið á þann hátt. Þá leið mér frekar illa eftir leik.“ Besta deild karla KR Stjarnan Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjá meira
KR tapaði 4-2 gegn Stjörnunni í kvöld eftir martraðarbyrjun Vesturbæjarliðsins. Staðan eftir ellefu mínútna leik var 3-0 fyrir Stjörnuna og staða KR-inga erfið. Eftir það voru KR-ingar hins vegar mun sókndjarfara liðið, fengu töluvert af færum og Óskar Hrafn var að mörgu leyti ánægður með frammistöðu síns liðs í kvöld. „Ég held að Stjörnunni hafi ekki liðið neitt sérstaklega vel í lágblokkinni sinni. Við náðum að þvinga þá í að fara nær eingöngu langt [í langar sendingar]. Það er ég gríðarlega ánægður með. Ef maður skoðar frammistöðuna þá er hún að mörgu leyti mjög góð,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Aron Guðmundsson á Stöð 2 Sport eftir leik. „Auðvitað er hundfúlt að tapa leik fyrir Stjörnunni og ekki síst í ljósi þess að Stjarnan spilaði ekki frábærlega vel í dag. Það var ekki að það hafi verið svo sturluð gæði í þeirra leik að þeir hafi kafsiglt okkur.“ Mikið hefur verið rætt um leikstíl KR-liðsins í sumar og þrautseigju Óskars að halda sig við þann leikstíl þrátt fyrir öldugang á köflum. „Ef þú hefðir boðið mér að skipta á spilamennsku Stjörnunnar og spilamennsku KR í þessum leik og úrslitunum þá hefði ég sagt nei takk á þessum tímapunkti. KR-liðið er eins og KR-liðið er. Við viljum spila fótbolta, viljum fara hátt og standa hátt með línuna. Þá geta komið fyrir hlutir eins og komu fyrir áðan,“ en tvö af mörkum Stjörnunnar komu eftir einfaldar sendingar í gegnum miðja vörn KR. „Ég myndi vera með óbragð í munninum ef ég væri búinn að predika að spila svona fótbolta, ætla að pressa og þola ekki lágblokk og vinna svo 4-2. Það fannst mér aldrei neitt sérstaklega sætir eða skemmtilegir sigrar þegar ég hef stýrt öðrum liðum sem hafa unnið á þann hátt. Þá leið mér frekar illa eftir leik.“
Besta deild karla KR Stjarnan Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjá meira