„Eitthvað sem er í vinnslu og gerist kannski“ Smári Jökull Jónsson skrifar 29. maí 2025 21:34 Jökull Elísabetarson er þjálfari Stjörnumanna. vísir/Diego Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar var ánægður með andann og orkuna í sínu liði í dag sem vann 4-2 sigur á KR í bestu deildinni. Hann svaraði einnig til um möguleikana á því að Steven Caulker gengi í raðir Garðabæjarliðsins en Caulker var mættur í stúkuna á Samsung-vellinum í kvöld. „Þetta var skrýtin byrjun og það er voða erfitt að lýsa þessari byrjun. Mjög sérstakt en við komum inn af miklum krafti og ætluðum að byrja vel. Við vissum að það væru tækifæri að vera „direct“ og við nýttum það vel,“ sagði Jökull en Stjarnan var komin með 3-0 forystu eftir ellefu mínútna leik í kvöld. Þrátt fyrir að KR hafi minnkað muninn undir lok fyrri hálfleiks og átt færi fram að því sagði Jökull að það hefði aldrei farið um hann í leiknum. „Nei, það gerði það nú ekki. Mér fannst þeir ekki skapa mikið af dauðafærum og heilt yfir leikinn fannst mér við skapa betri færi af þeim færum sem urðu ekki mörk í þessum leik. Það fór ekki um mig en ég vissi líka að þeir ættu eftir að skora annað mark í hálfleik. Fyrir okkur var ekkert annað en að gera annað og meira.“ Eftir tapleikinn gegn Vestra í síðustu umferð bað Jökull um svör frá sínu liði og óhætt er að segja að hann hafi fengið þau í dag. „Ég myndi segja það, ég held það sé ekki hægt að biðja um mikið meira. Það var andi og orka í liðinu og menn voru að taka ábyrgð og gera kröfur á hvern annan. Það byrjar þar.“ „Hefur verið leiðtogi í þeim liðum sem hann hefur verið í“ Steven Caulker, sem meðal annars hefur leikið með Liverpool, Tottenham og QPR í ensku úrvalsdeildinni var í stúkunni á Samsung-vellinum í kvöld og sagði Jökull í viðtali fyrir leik að viðræður stæðu yfir um að hann gerðist leikmaður Stjörnunnar. Jökull var þó pollrólegur spurður út í Caulker og hvort frammistaðan í kvöld hefði sannfært Caulker endanlega. „Ég hef ekki heyrt af því en við erum alveg rólegir með það. Það er eitthvað sem er í vinnslu og gerist kannski en kannski ekki. Við sjáum bara til.“ Caulker yrði áhugaverð viðbót í Bestu deildina en hann spilaði rúmlega þrjátíu leiki í næst efstu deild í Tyrklandi á nýliðnu tímabili. „Hann er í toppstandi og er að koma eftir heilt tímabil þar sem hann var heill og spilaði mikið. Hefur verið leiðtogi í liðum sem hann hefur verið í síðari hluta ferilsins. Stór karakter og sterkur leikmaður, alls konar pælingar með það. Þú færð ekkert meira um það úr þessu, það kemur meira um það seinna. Það verður annað hvort „on“ eða „off.“ Hverjar telur þú líkurnar á að þið náið að semja við hann? „Ég veit ekki líkurnar,“ sagði Jökull að endingu. Besta deild karla Stjarnan KR Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Sjá meira
„Þetta var skrýtin byrjun og það er voða erfitt að lýsa þessari byrjun. Mjög sérstakt en við komum inn af miklum krafti og ætluðum að byrja vel. Við vissum að það væru tækifæri að vera „direct“ og við nýttum það vel,“ sagði Jökull en Stjarnan var komin með 3-0 forystu eftir ellefu mínútna leik í kvöld. Þrátt fyrir að KR hafi minnkað muninn undir lok fyrri hálfleiks og átt færi fram að því sagði Jökull að það hefði aldrei farið um hann í leiknum. „Nei, það gerði það nú ekki. Mér fannst þeir ekki skapa mikið af dauðafærum og heilt yfir leikinn fannst mér við skapa betri færi af þeim færum sem urðu ekki mörk í þessum leik. Það fór ekki um mig en ég vissi líka að þeir ættu eftir að skora annað mark í hálfleik. Fyrir okkur var ekkert annað en að gera annað og meira.“ Eftir tapleikinn gegn Vestra í síðustu umferð bað Jökull um svör frá sínu liði og óhætt er að segja að hann hafi fengið þau í dag. „Ég myndi segja það, ég held það sé ekki hægt að biðja um mikið meira. Það var andi og orka í liðinu og menn voru að taka ábyrgð og gera kröfur á hvern annan. Það byrjar þar.“ „Hefur verið leiðtogi í þeim liðum sem hann hefur verið í“ Steven Caulker, sem meðal annars hefur leikið með Liverpool, Tottenham og QPR í ensku úrvalsdeildinni var í stúkunni á Samsung-vellinum í kvöld og sagði Jökull í viðtali fyrir leik að viðræður stæðu yfir um að hann gerðist leikmaður Stjörnunnar. Jökull var þó pollrólegur spurður út í Caulker og hvort frammistaðan í kvöld hefði sannfært Caulker endanlega. „Ég hef ekki heyrt af því en við erum alveg rólegir með það. Það er eitthvað sem er í vinnslu og gerist kannski en kannski ekki. Við sjáum bara til.“ Caulker yrði áhugaverð viðbót í Bestu deildina en hann spilaði rúmlega þrjátíu leiki í næst efstu deild í Tyrklandi á nýliðnu tímabili. „Hann er í toppstandi og er að koma eftir heilt tímabil þar sem hann var heill og spilaði mikið. Hefur verið leiðtogi í liðum sem hann hefur verið í síðari hluta ferilsins. Stór karakter og sterkur leikmaður, alls konar pælingar með það. Þú færð ekkert meira um það úr þessu, það kemur meira um það seinna. Það verður annað hvort „on“ eða „off.“ Hverjar telur þú líkurnar á að þið náið að semja við hann? „Ég veit ekki líkurnar,“ sagði Jökull að endingu.
Besta deild karla Stjarnan KR Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Sjá meira