„Það má ekki fagna of mikið“ Hinrik Wöhler skrifar 29. maí 2025 19:27 Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, fagnaði sigri í Mosfellsbæ í dag. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var ánægður í leikslok eftir 2-0 sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í dag.„Mjög ánægður með sigurinn, koma í Mosfellsbæ og vinna leikinn 2-0 og halda hreinu. Ná þremur stigum á móti liði sem er búið að vera mjög sterkt heima, mjög erfiður útivöllur með góðri stemningu,“ sagði þjálfarinn í leikslok. Valur hefur haldið markinu hreinu í tveimur leikjum í röð og að vonum er Srdjan Tufegdzic sáttur með varnarleikinn en heldur sig þó á jörðinni. „Þetta er ánægjulegt. Við erum búnir að leggja mikla vinnu í þetta til að ná árangri og það gleður mig sem þjálfara. Það má ekki fagna of mikið, tveir leikir á móti ÍBV og Aftureldingu, ná þarf bara að halda áfram á mánudaginn á móti sterku liði Fram,“ sagði Tufegdzic. Valsmenn leiddu í hálfleik með tveimur mörkum gegn engu en seinni hálfleikur var fremur rólegur og bæði lið náðu ekki að skapa sér álitleg færi. „Seinni hálfleikur var frekar rólegur en við vorum samt með tækifæri að skora þriðja markið og afgreiða leikinn alveg. Þegar þú spilar á móti liði sem gefst aldrei upp getur þú ekki vonast að þeir leggist niður og leyfi þér að fara í gegnum seinni hálfleikinn án þess að hafa fyrir því.“ „Þeir áttu fullt af fyrirgjöfum og föst leikatriði sem þeir sem eru góðir í. Ég er ánægður með liðið að vera „solid“ og ná að halda þetta út,“ sagði þjálfarinn um seinni hálfleik. Hefur vantað herslumuninn Valur er fimm stigum eftir Víkingum sem sitja í toppsæti Bestu deildarinnar þegar þriðjungur er búinn af mótinu. Tufegdzic segir að hann hefði viljað fleiri stig en er þó ánægður með spilamennsku liðsins að undanförnu. „Ekki sáttur með stigafjöldann en mér finnst spilamennskan mjög góð, heilt yfir. Það vantar herslumuninn í nokkrum leikjum sem við náum ekki að sigla heim og enda í jafntefli.“ „Við erum að leggja hart af okkur til að breyta því og bæta þessi nokkur prósent sem okkur finnst vanta í þessum leikjum. Nú erum við komnir með tvo sigra og það er alltaf næsti leikur sem er mest mikilvægur og það er á mánudaginn þar sem Fram kemur í heimsókn á Hlíðarenda,“ bætti Tufegdzic við. Ætla að leggja allt í sölurnar á mánudaginn Birkir Heimisson var ekki með Valsmönnum í dag en hann leikið vel með liðinu í upphafi móts. Valsmenn fengu þó Albin Skoglund til baka í dag og kom hann inn á sem varamaður en hann hefur glímt við meiðsli. „Það er bara eins og hjá öllum liðum. Það eru alltaf leikmenn sem vanta og einhverjir leikmenn sem koma til baka. Það gleður alla þjálfara að hafa alla leikmenn til staðar og hafa hausverk hver ætlar að spila og hver er í hóp. Nú reynir á, fullt af leikjum á stuttum tíma og bikarleikur um daginn. „Það reynir á sál og „fitness-levelið“ sem mér finnst vera gott hjá okkur. Það er einn leikur fyrir landsliðspásuna og það þarf að leggja allt í sölurnar til að klára hann vel á mánudaginn,“ sagði þjálfarinn að lokum. Valur Besta deild karla Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn fer ekki á loft Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjá meira
Valur hefur haldið markinu hreinu í tveimur leikjum í röð og að vonum er Srdjan Tufegdzic sáttur með varnarleikinn en heldur sig þó á jörðinni. „Þetta er ánægjulegt. Við erum búnir að leggja mikla vinnu í þetta til að ná árangri og það gleður mig sem þjálfara. Það má ekki fagna of mikið, tveir leikir á móti ÍBV og Aftureldingu, ná þarf bara að halda áfram á mánudaginn á móti sterku liði Fram,“ sagði Tufegdzic. Valsmenn leiddu í hálfleik með tveimur mörkum gegn engu en seinni hálfleikur var fremur rólegur og bæði lið náðu ekki að skapa sér álitleg færi. „Seinni hálfleikur var frekar rólegur en við vorum samt með tækifæri að skora þriðja markið og afgreiða leikinn alveg. Þegar þú spilar á móti liði sem gefst aldrei upp getur þú ekki vonast að þeir leggist niður og leyfi þér að fara í gegnum seinni hálfleikinn án þess að hafa fyrir því.“ „Þeir áttu fullt af fyrirgjöfum og föst leikatriði sem þeir sem eru góðir í. Ég er ánægður með liðið að vera „solid“ og ná að halda þetta út,“ sagði þjálfarinn um seinni hálfleik. Hefur vantað herslumuninn Valur er fimm stigum eftir Víkingum sem sitja í toppsæti Bestu deildarinnar þegar þriðjungur er búinn af mótinu. Tufegdzic segir að hann hefði viljað fleiri stig en er þó ánægður með spilamennsku liðsins að undanförnu. „Ekki sáttur með stigafjöldann en mér finnst spilamennskan mjög góð, heilt yfir. Það vantar herslumuninn í nokkrum leikjum sem við náum ekki að sigla heim og enda í jafntefli.“ „Við erum að leggja hart af okkur til að breyta því og bæta þessi nokkur prósent sem okkur finnst vanta í þessum leikjum. Nú erum við komnir með tvo sigra og það er alltaf næsti leikur sem er mest mikilvægur og það er á mánudaginn þar sem Fram kemur í heimsókn á Hlíðarenda,“ bætti Tufegdzic við. Ætla að leggja allt í sölurnar á mánudaginn Birkir Heimisson var ekki með Valsmönnum í dag en hann leikið vel með liðinu í upphafi móts. Valsmenn fengu þó Albin Skoglund til baka í dag og kom hann inn á sem varamaður en hann hefur glímt við meiðsli. „Það er bara eins og hjá öllum liðum. Það eru alltaf leikmenn sem vanta og einhverjir leikmenn sem koma til baka. Það gleður alla þjálfara að hafa alla leikmenn til staðar og hafa hausverk hver ætlar að spila og hver er í hóp. Nú reynir á, fullt af leikjum á stuttum tíma og bikarleikur um daginn. „Það reynir á sál og „fitness-levelið“ sem mér finnst vera gott hjá okkur. Það er einn leikur fyrir landsliðspásuna og það þarf að leggja allt í sölurnar til að klára hann vel á mánudaginn,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Valur Besta deild karla Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn fer ekki á loft Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn