Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. maí 2025 20:05 Kári Bjarnaso, forstöðumaður Safnahúss og Bókasafns Vestmannaeyja, sem er að vonum mjög stoltur yfir nýja fágætissalnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var mikið um dýrðir i Vestmannaeyjum þegar biskup Íslands, kirkjumálaráðherra og menningarmálaráðherra mættu til að vera viðstödd opnun „Fágætissalar“ í Safnahúsi Eyjamanna en þar er að finna eitt glæsilegasta biblíusafn þjóðarinnar, meðal annars Guðbrandsbiblíu frá 1584. Fjölmenni mætti við opnun salarins nýlega enda stór stund í sögu Safnahús Vestmannaeyja en í salnum eru meðal annars allar ellefu útgáfur biblíunnar eða frá þeirri fyrstu, Guðbrandsbiblíu, sem er frá 1584. Biskups Íslands lét sig ekki vanta við opnunina og tveir af ráðherrum ríkisstjórnar mættu líka en öll héldu þau stutt ávörp. Forstöðumaður safnsins er að vonum mjög stoltur af nýja fágætissafninu enda er það glæsilegt í alla staði. „Sá sem gerði okkur þetta kleift, Ágúst Einarsson, sem gaf biblíusafnið hingað. Hann gaf ekki bara þetta stórkostlega og verðmæta biblísafn heldur líka um 1.500 aðrar bækur,“ segir Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss og Bókasafns Vestmannaeyja. „Hér er eitt af glæsilegasta fágætis bókasöfnum landsins og það er sérstök gleði að Vestmannaeyjabær og bæjarstjóri hefur lagt mjög mikinn metnað í að byggja þetta rými upp eins og þú sérð þegar þú horfir hér í kringum þig,“ bætir Kári við. Mikil og flott starfsemi fer fram í Safnahúsi Vestmannaeyja þar sem bókasafn bæjarfélagsins er líka til húsa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kári segir að safnið sé að sjálfsögðu opið öllum á auglýstum opunartíma og að ferðamenn, sem koma til Vestmannaeyja séu til dæmis mjög duglegir að líta við og að þeir verði alltaf jafn hissa að sjá hvað safnið er flott og ekki síst þegar kemur að öllum biblíunum inn í glerskápunum. Og Kári segir ef það er einhvers staðar til himnaríki á jörðu þá sé það í Vestmannaeyjum innan um allar biblíurnar. „Það má náttúrulega segja að staðurinn Vestmannaeyjar er nú hálf gert himnaríki,” segir Kári hlæjandi. Hinum megin við vegginn á biblíusafninu í Safnahúsinu er glæsilegt safn á um 40 Kjarvalsmálverkum. „Já, það er auðvitað stórkostlegt að þessir tveir heimar skulu mætast í einu, þannig að hérna koma menn og sjá mestu list, sem Ísland hefur uppá að bjóða skulum við segja og glæsilegustu bókmennta perlur okkar á einum stað,” segir Kári. Hér er Kári innan um málverkin hans Kjarvals en þau eru um 40 á safninu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Safnahús Vestmannaeyja, heimasíða Vestmannaeyjar Söfn Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Fjölmenni mætti við opnun salarins nýlega enda stór stund í sögu Safnahús Vestmannaeyja en í salnum eru meðal annars allar ellefu útgáfur biblíunnar eða frá þeirri fyrstu, Guðbrandsbiblíu, sem er frá 1584. Biskups Íslands lét sig ekki vanta við opnunina og tveir af ráðherrum ríkisstjórnar mættu líka en öll héldu þau stutt ávörp. Forstöðumaður safnsins er að vonum mjög stoltur af nýja fágætissafninu enda er það glæsilegt í alla staði. „Sá sem gerði okkur þetta kleift, Ágúst Einarsson, sem gaf biblíusafnið hingað. Hann gaf ekki bara þetta stórkostlega og verðmæta biblísafn heldur líka um 1.500 aðrar bækur,“ segir Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss og Bókasafns Vestmannaeyja. „Hér er eitt af glæsilegasta fágætis bókasöfnum landsins og það er sérstök gleði að Vestmannaeyjabær og bæjarstjóri hefur lagt mjög mikinn metnað í að byggja þetta rými upp eins og þú sérð þegar þú horfir hér í kringum þig,“ bætir Kári við. Mikil og flott starfsemi fer fram í Safnahúsi Vestmannaeyja þar sem bókasafn bæjarfélagsins er líka til húsa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kári segir að safnið sé að sjálfsögðu opið öllum á auglýstum opunartíma og að ferðamenn, sem koma til Vestmannaeyja séu til dæmis mjög duglegir að líta við og að þeir verði alltaf jafn hissa að sjá hvað safnið er flott og ekki síst þegar kemur að öllum biblíunum inn í glerskápunum. Og Kári segir ef það er einhvers staðar til himnaríki á jörðu þá sé það í Vestmannaeyjum innan um allar biblíurnar. „Það má náttúrulega segja að staðurinn Vestmannaeyjar er nú hálf gert himnaríki,” segir Kári hlæjandi. Hinum megin við vegginn á biblíusafninu í Safnahúsinu er glæsilegt safn á um 40 Kjarvalsmálverkum. „Já, það er auðvitað stórkostlegt að þessir tveir heimar skulu mætast í einu, þannig að hérna koma menn og sjá mestu list, sem Ísland hefur uppá að bjóða skulum við segja og glæsilegustu bókmennta perlur okkar á einum stað,” segir Kári. Hér er Kári innan um málverkin hans Kjarvals en þau eru um 40 á safninu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Safnahús Vestmannaeyja, heimasíða
Vestmannaeyjar Söfn Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira