„Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. maí 2025 10:31 Halldór Jón Sigurðsson er þjálfari Tindastóls Vísir/HAG Þjálfari kvennaliðs Tindastóls í Bestudeild kvenna segir stöðu félagsins orðna grafalvarlega þegar kemur að meistaraflokkum félagsins í knattspyrnu. Í raun er knattspyrnudeildin stjórnlaus. Eftir síðasta aðalfund knattspyrnudeildar Tindastóls kom í ljós að ekki fæst neinn til að sinna stöðu formanns deildarinnar. „Þetta er náttúrulega háalvarleg staða og hana ber að taka alvarlega og við sem íþróttasamfélag á Sauðárkróki verðum að standa vörð um það að hafa þetta í lagi. Það er mjög leiðinlegt að þurfa standa í þessu að finna nýjan formann þegar tímabilið er byrjað. En þetta er staðan og hún er alvarleg. Núna er í raun bara ákall til þeirra sem vilja hjálpa okkur að taka næstu skref,“ segir Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls í Bestu deild kvenna. „Við upplifum að það vanti aðeins meira fólk og meiri hjálp til þess að geta staðið undir því frábæra starfi sem er verið að vinna í Skagafirði bæði í karla og kvennaliðinu og í yngri flokkum okkar. Okkur vantar bara meiri aðstoð.“ Áhuginn hinumegin Fjármunir knattspyrnudeildarinnar eru af skornum skammti en ef litið er til körfuknattleiksdeildarinnar hjá félaginu þá tefldi karlaliðið fram liði skipað atvinnumönnum á síðasta tímabili og það kostar sitt. Halldór tekur það skýrt fram að hann er í engri samkeppni við körfuna. „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum, langt frá því og við viljum bara að við séum eitt félag sem við erum. Við erum geysilega stolt af því frábæra starfi sem hefur verið unnið þar alveg eins og við erum stolt af því starfi sem hefur verið unnið hjá okkur. Það ætti klárlega að vera hægt að gera betur, það er ekki spurning. En áhuginn er bara þarna megin og maður skilur það. Maður fær ekki fólk til að gera eitthvað sem það vill ekki gera, það er augljóst. Við erum með gríðarlega mikið af flottu og frambærilegu fólki á svæðinu sem er að spila fyrir liðin og ég hefði haldið að það ætti að vera meira aðdráttarafl fyrir fólk til þess að vilja vinna fyrir okkur því við erum að reyna gera þetta eins mikið og við getum á heimafólki,“ segir Halldór sem oftast er kallaður Donni. „Þetta er bara ákall frá okkur og við verðum að fá fólk, því að þetta gæti bara orðið þannig að þetta lognist út af, þetta fornfræga og stóra félag. Við erum í vondri stöðu og ekki viljum við að þetta fari illa.“ Besta deild kvenna Tindastóll Fótbolti Íslenski boltinn Skagafjörður Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Eftir síðasta aðalfund knattspyrnudeildar Tindastóls kom í ljós að ekki fæst neinn til að sinna stöðu formanns deildarinnar. „Þetta er náttúrulega háalvarleg staða og hana ber að taka alvarlega og við sem íþróttasamfélag á Sauðárkróki verðum að standa vörð um það að hafa þetta í lagi. Það er mjög leiðinlegt að þurfa standa í þessu að finna nýjan formann þegar tímabilið er byrjað. En þetta er staðan og hún er alvarleg. Núna er í raun bara ákall til þeirra sem vilja hjálpa okkur að taka næstu skref,“ segir Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls í Bestu deild kvenna. „Við upplifum að það vanti aðeins meira fólk og meiri hjálp til þess að geta staðið undir því frábæra starfi sem er verið að vinna í Skagafirði bæði í karla og kvennaliðinu og í yngri flokkum okkar. Okkur vantar bara meiri aðstoð.“ Áhuginn hinumegin Fjármunir knattspyrnudeildarinnar eru af skornum skammti en ef litið er til körfuknattleiksdeildarinnar hjá félaginu þá tefldi karlaliðið fram liði skipað atvinnumönnum á síðasta tímabili og það kostar sitt. Halldór tekur það skýrt fram að hann er í engri samkeppni við körfuna. „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum, langt frá því og við viljum bara að við séum eitt félag sem við erum. Við erum geysilega stolt af því frábæra starfi sem hefur verið unnið þar alveg eins og við erum stolt af því starfi sem hefur verið unnið hjá okkur. Það ætti klárlega að vera hægt að gera betur, það er ekki spurning. En áhuginn er bara þarna megin og maður skilur það. Maður fær ekki fólk til að gera eitthvað sem það vill ekki gera, það er augljóst. Við erum með gríðarlega mikið af flottu og frambærilegu fólki á svæðinu sem er að spila fyrir liðin og ég hefði haldið að það ætti að vera meira aðdráttarafl fyrir fólk til þess að vilja vinna fyrir okkur því við erum að reyna gera þetta eins mikið og við getum á heimafólki,“ segir Halldór sem oftast er kallaður Donni. „Þetta er bara ákall frá okkur og við verðum að fá fólk, því að þetta gæti bara orðið þannig að þetta lognist út af, þetta fornfræga og stóra félag. Við erum í vondri stöðu og ekki viljum við að þetta fari illa.“
Besta deild kvenna Tindastóll Fótbolti Íslenski boltinn Skagafjörður Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira